Fréttir

Áhugaverðar niðurstöður í vetrarkönnun Ferðamálastofu

Ýmsar áhugaverðar niðurstöður er að finna í nýútkominni könnun meðal erlendra ferðamanna sem Maskína sá um að framkvæma fyrir Ferðamálastofu. Niðurstöður úr svörum þeirra gesta sem heimsóttu landið á tímabilinu október 2015 til maí 2016 liggja nú fyrir og síðar á árinu verða birtar niðurstöður úr svörum sumargesta 2016. Könnunin kemur í framhaldi af könnun sem gerð var fyrir sama tímabil fyrir tveimur árum.
Lesa meira

Ferðamálastofa samstarfsaðili Travel Hackathon TM Software

Ferðamálastofa er samstarfsaðili og leggur til gögn í svokallað Travel Hackathon sem TM Software stendur fyrir dagana 7.-8. október næstkomandi. Hackaton er forritunarkeppni þar sem teymi forritara leitast við í að skapa nýjar og spennandi lausnir fyrir ferðaþjónustuna.
Lesa meira

Auglýst eftir umsóknum um styrki í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða

Um helgina var auglýst eftir umsóknum um styrki í Framkvæmdasjóð ferðamananstaða. Opnað verður fyrir umsóknir þann 3. október næstkomandi og er umsóknafrestur til miðnættis 25. október.
Lesa meira

Einstakt tækifæri til þátttöku í alþjóðlegum viðburði á Akureyri

Enn er hægt að skrá sig á aðaldag alþjóðlegrar ráðstefnu í Hofi á Akureyri föstudaginn 7. október, Sumarskóla um forystu og stjórnun í sjálfbærri ferðaþjónustu. Um einstakt tækifæri er að ræða til að taka þátt í alþjóðlegum viðburði með þátttöku lykilpersóna á sviði ferðaþjónustu hvaðanæva úr heiminum, jafnt úr röðum fræðimanna, rekstraraðila og stjórnmála.
Lesa meira

Átta fyrirtæki taka þátt í Ratsjá ferðaþjónustunnar 2016

Ratsjáin, nýsköpunar- og þróunarverkefni Íslenska ferðaklasans og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, er nú farin af stað. Fulltrúar átta starfandi fyrirtækja í ferðaþjónustu, alls staðar af á landinu taka þátt í verkefninu.
Lesa meira

Kynningarfundir á DMP fara vel af stað

Í gær voru fyrstu tveir fundirnir í röð 14 kynningarfunda um allt land þar sem Ferðamálastofa og Stjórnstöð ferðamála kynna gerð stefnumarkandi stjórnunaráætlana (Destination Management Plans/DMP). Í dag var svo haldið áfram og fundað á Hólamvík og í Borgarnesi.
Lesa meira

Námskeið í lagningu og viðhaldi göngustíga

Námskeið í lagningu og viðhaldi göngustíga verður haldið á Hvanneyri 27. september frá kl. 9 til 17, ætlað öllum þeim sem koma að skipulagningu, uppbyggingu og viðhaldi göngustíga á Vesturlandi.
Lesa meira

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða: Auglýst undir lok september

Vert er að benda á að auglýst verður eftir umsóknum um styrki úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða undir lok september með umsóknarfresti í október. Auglýsingin mun birtast á heimasíðum Ferðamálastofu, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga og í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu.
Lesa meira

Kynningarfundir um gerð stefnumarkandi stjórnunaráætlana

Stjórnstöð ferðamála og Ferðamálastofa boða til 14 kynningarfunda um gerð stefnumarkandi stjórnunaráætlana (Destination Management Plans-DMP) um landið.
Lesa meira

Um 242 þúsund erlendir ferðamenn í ágúst

Um 242 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í ágúst síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða rúmlega 52 þúsund fleiri en í ágúst á síðasta ári. Aukningin nemur 27,5% milli ára.
Lesa meira