Fara í efni

Opnunartímar um jól og áramót

Jóla

Opnunartímar um jól og áramót eru gjarnan með öðru sniði en aðra daga, þótt þeir tímar séu löngu liðnir að ferðafólk komi víðast að lokuðum dyrum á þessum árstíma.

Höfuðborgarstofa hefur samkvæmt venju tekið saman yfirlit um staði á höfuðborgarsvæðinu og sama hefur Akureyrarstofa gert fyrir sitt svæði.

Reykjavík og höfuðborgarsvæðið - Opnunartímar um jól og áramót

Akureyri - Opnunartímar um jól og áramót

Opnunartími gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs 

Það sem af er liðið vetri hafa þrjár gestastofur Vatnajökulsþjóðgarðs verið opnar daglega. Um er að ræða tvær gestastofur sunnan Vatnajökuls, Skaftafellsstofa í Skaftafelli og Gamlabúð á Höfn, sem hafa verið opnar á ársgrundvelli í nokkur ár. Gljúfrastofa í Ásbyrgi bættist í hópinn á liðnu hausti og er sú vetraropnun góð og þörf viðbót þá þjónustu við gesti þjóðgarðsins sem heimasækja hann allt árið um kring.

Opnunartímar þessara gestastofa um jól og áramót eru eftirfarandi (sjá einnig á vef Vatnajökulsþjóðgarðs):  

  Almennur opnunartími 24.12 25.12  26.12 31.12 1. 1
Skaftafellsstofa, Skaftafelli    10-17 10-16 12-17 10-17 10-16 12-17
Gamlabúð, Höfn 9-13 9-13 9-13 9-13 Lokað Lokað
Gljúfrastofa, Ásbyrgi    11-15 Lokað Lokað Lokað Lokað Lokað