31.05.2016
Í árslok 2014 ákvað Ferðamálastofa að verja talsverðri fjárhæð, eða 65 milljónum króna, í að styðja við svokallaðar þolmarkarannsóknir á sviði ferðamála með myndarlegum hætti. Niðurstöður þeirra voru kynntar á ráðstefnu í lok síðustu viku.
Lesa meira
24.05.2016
Út er komin skýrslan „Félagsleg áhrif ferðamennsku og ferðaþjónustu“ þar sem kynntar eru niðurstöður viðamikillar rannsóknar Ferðamáladeildar Háskólans á Hólum á félagslegum og menningarlegum þolmörkum ferðamennsku og ferðaþjónustu. Um er að ræða eitt þeirra verkefna sem Ferðamálastofa ákvað á árinu 2014 að láta ráðast í og kynnt verður á morgun á ráðstefnu á Grand Hótel Reykjavík.
Lesa meira
24.05.2016
Skráningarfrestur á námskeið fyrir starfsfólk upplýsingamiðstöðva og aðra þá sem starfa við upplýsingagjöf til ferðamanna hefur verið framlengdur til 27. maí. Námskeiðið verður haldið í Endurmenntun Háskóla Íslands (Náman) 2. júní frá 13:00 – 17:00 og sent út á Netinu. Við viljum ítreka að námskeiðið er einnig opið starfsmönnum gististaða, bensínstöðva, sundlauga o.s.frv.
Lesa meira
22.05.2016
Nú eru síðustu forvöð að skrá sig á ráðstefnuna næstkomandi miðvikudag, 25. maí, þar sem kynntar verða þolmarkarannsóknir og tengd verkefni sem Ferðamálastofa ákvað árið 2014 að láta ráðast í. Ráðstefnan verður á Grand Hótel Reykjavík kl. 13-16. Hún verður einnig send út á netinu.
Lesa meira
19.05.2016
Markhópagreining, vöktun á ástandi ferðamannastaða og samfélagsleg áhrif ferðaþjónustu eru á meðal þeirra þátta sem rannsakaðir verða á næstu mánuðum. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur staðfest tillögu Stjórnstöðvar ferðamála um tíu styrki til rannsókna í ferðaþjónustu en í fjárlögum þessa árs var sérstök aukafjárveiting í þennan málaflokk
Lesa meira
17.05.2016
Ferðamálastofa hefur látið útbúa vefsjá sem sýnir upptökustaði þekktra erlendra kvikmynda og þátta hérlendis. Hugmyndin á bakvið vefsjána er sú að Ferðamálastofa vill auðvelda skipulagningu og vöruþróun í ferðamálum með því að gera upplýsingar um markverða staði aðgengilegar. Vitað er að margir hafa áhuga á stöðum sem hafa verið sögusvið þekktra kvikmynda og reynt er að gera grein fyrir þeim á vefsjánni.
Lesa meira
13.05.2016
Isavia býður til morgunfundar miðvikudaginn 18. maí kl . 9–10.15 á Hotel Reykjavik Natura. Framundan er stærsta sumar frá upphafi fyrir ferðaþjónustu á Íslandi. Miklar áskoranir felast í því fyrir alla þá sem starfa innan greinarinnar.
Lesa meira
12.05.2016
Opnað hefur verið fyrir skráningu á námskeið fyrir starfsfólk upplýsingamiðstöðva og aðra þá sem starfa við upplýsingagjöf til ferðamanna. Það verður haldið í Endurmenntun Háskóla Íslands (Náman) 2. júní frá 13:00 – 17:00 og sent út á Netinu. Við viljum ítreka að námskeiðið er einnig opið starfsmönnum gististaða, bensínstöðva, sundlauga o.s.frv.
Lesa meira
11.05.2016
Dagsetning er komin á árlegt Ferðamálaþing en það verður að þessu sinni haldið 30. nóvember 2016 eftir hádegi í Hörpunni í Reykjavík. Yfirskriftin er "Vöxtur ferðaþjónustunnar: Hvert stefnum við? Hvar liggja mörkin?"
Lesa meira
04.05.2016
Um 95 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í apríl síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða 23 þúsund fleiri en í apríl á síðasta ári. Aukningin nemur 32,5% milli ára.
Lesa meira