Fara í efni

Stórviðburður í ferðamálum - Aðalritari ferðamálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNWTO) gestur Ferðamálaþings 2017

T_rTalib Rafai, aðalritari ferðamálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNWTO), hefur þekkst boð Ferðamálastofu um að koma í opinbera heimsókn á næsta ári í tengslum við Ferðamálaþing í byrjun október. Tilefnið er ekki síst að minnast þess að Sameinuðu þjóðirnar hafa tileinkað árið 2017 sjálfbærri ferðaþjónustu og efnahagslegri þróun.

Hér er um að ræða stórviðburð á sviði ferðamála á Íslandi, en Talib Rafai er æðsti embættismaður heims á sviði ferðamála. Fyrirhugað er að kynna fyrir honum stöðu og þróun íslenskra ferðamála, auk þess sem að stefnt er að því að gefa honum kost á að ferðast ögn um landið. Þá verður hann með erindi á Ferðamálaþingi 2017, sem haldið verður í Hörpu 4. október.