Fréttir

Umsóknarfrestur um styrki frá NATA til 13. september

Við minnum á að frestur fyrir umsóknir um styrki frá NATA, samstarfssamningi Íslands, Færeyja og Grænlands á sviði ferðamála, rennur út á miðnætti 13. september. Sótt er um á vef NATA á rafrænum eyðublöðum sem þar eru.
Lesa meira

Upplýsingamiðstöðin í Aðalstræti í Vakann

Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Aðalstræti í Reykjavík hefur lokið innleiðingu Vakans með glæsibrag en auk gæðaflokkunar þá hlýtur miðstöðin brons í umhverfisþætti Vakans. Áður hafa sjötíu og eitt ferðaþjónustufyrirtæki hlotið Vakann, þar af eru fimmtíu með umhverfisflokkun. Yfir áttatíu ferðaþjónustufyrirtæki eru nú í úttektarferli Vakans.
Lesa meira

Ferðamenn almennt ánægðir með dvöl sína á Íslandi

Samkvæmt niðurstöðum Ferðamannapúls Isavia, Ferðamálastofu og Gallup fyrir mánuðina júní og júlí, þá eru ferðamenn sem sækja Ísland heim almennt ánægðir með dvöl sína. Meðaleinkunnin sem þeir gefa er um 85 á skalanum 0- 100 sem er svipuð einkunn og hefur mælst framan af ári.
Lesa meira

Alþjóðleg ráðstefna um forystu og stjórnun í sjálfbærri ferðaþjónustu

Von er á nokkrum fjölda erlendra gesta til Akureyrar dagana 5.-9. október næstkomandi til þátttöku í þriggja daga viðburði, Sumarskóla um forystu og stjórnun í sjálfbærri ferðaþjónustu. Skráning er öllum opin en plássið er takmarkað og því vert að skrá sig fyrr en síðar. Bendum sérstaklega á að hægt er að skrá sig sérstaklega á aðaldag viðurburðarins, eins dags ráðstefnu í Hofi á Akureyri.
Lesa meira

Upplýsingum safnað um vetrarþjónustu við "campera" / húsbíla

Veruleg aukning hefur orðið á útleigu á minni húsbílum eða „camperum“ á undaförnum misserum. Þá hefur það einnig gerst að leigutímabil slíkra bíla hefur lengst og má nú sjá þá á ferðinni nánast allt árið. Ferðamálastofa er nú að safna upplýsingum um þá aðila sem tilbúnir eru að veita þessum ferðalöngum þjónustu yfir vetrartímann.
Lesa meira

Árleg skil 2016 - Endurskoðun á tryggingarfjárhæð ferðaskrifstofa

Senn líður að endurskoðun tryggingarfjárhæða ferðaskrifstofa vegna sölu alferða og ættu öllum ferðaskrifstofum að hafa borist póstur þar að lútandi í liðinni viku. Fyrir 1. október næstkomandi ber handhöfum ferðaskrifstofuleyfa að senda Ferðamálastofu gögn vegna endurskoðunarinnar skv. 3. mgr. 18. gr. laga nr. 73/2005 um skipan ferðamála. Ferðamálastofa tekur síðan ákvörðun á grundvelli framlagðra gagna hvort þörf sé á breytingu á fyrirliggjandi tryggingarfjárhæð.
Lesa meira

Gjaldskrárbreytingar fyrir útgáfu leyfa og skráningu á starfsemi

Frá og með 1. september 2016 mun gjaldskrá fyrir útgáfu starfsleyfa og skráningu á starfsemi hækka. Gjaldskráin hefur verið óbreytt frá því að ný lög um skipan ferðamála tóku gildi í ársbyrjun 2006, eða í tæp 11 ár.
Lesa meira

Nærri milljón ferðamenn frá áramótum

Um 236 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í júlí síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða 55 þúsund fleiri en í júlí á síðasta ári. Aukningin nemur 30,6% milli ára.
Lesa meira

Opið fyrir styrkumsóknir frá NATA

Nú er opið fyrir umsóknir um styrki frá NATA, samstarfssamningi Íslands, Færeyja og Grænlands á sviði ferðamála. Umsóknafrestur rennur út á miðnætti 13. september. Sótt er um á vef NATA á rafrænum eyðublöðum sem þar eru.
Lesa meira