Fara í efni

Stjórnun og forysta í ferðaþjónustu

©arctic-images.com
©arctic-images.com

SAF og Opni háskólinn í HR hafa síðustu ár unnið að þróun námslínu fyrir stjórnendur í ferðaþjónustu sem hefur fengið mjög góðar viðtökur. Námslínan er endurskoðuð á hverju ári og hún uppfærð í samræmi við þarfagreiningu meðal aðila í greininni. Þá er stefnt að því að námslína hvers árs sé sjálfstætt framhald fyrri ára.

SAF og Opni háskólinn í HR hafa síðustu ár unnið að þróun námslínu fyrir stjórnendur í ferðaþjónustu sem hefur fengið mjög góðar viðtökur. Námslínan er endurskoðuð á hverju ári og hún uppfærð í samræmi við þarfagreiningu meðal aðila í greininni. Þá er stefnt að því að námslína hvers árs sé sjálfstætt framhald fyrri ára.

Hugmyndin að náminu er unnin út frá PMD stjórnendanámi (Programme for Management Development) HR og hafa hugmyndir þaðan verið lagaðar að atvinnugreininni auk þess sem ákveðnum snertiflötum sem skipta greinina miklu máli hefur verið bætt við. Um er að ræða hagnýtt nám þar sem lögð er áhersla á umræður og starfstengd verkefni. Sérstök áhersla verður lögð á persónulega starfsþróun þátttakenda með það að leiðarljósi að efla faglega þekkingu stjórnenda og auka færni, frammistöðu og frumkvæði þeirra í dagsins önn. Kennsla fer fram tvo daga í mánuði, að undanskildum desember þegar kennt er einn dag.

Að námslínunni koma margir af færustu sérfræðingum viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík auk samstarfsaðila úr íslensku atvinnulífi.

Námið er ætlað stjórnendum og lykilstarfsmönnum. Einnig eru dæmi um að fyrirtæki hafi sent efnilega starfsmenn í slíkar námslínur til þess að undirbúa þá undir frekari ábyrgð.

Aðilar SAF njóta 10% afsláttar af listaverði.

Nánari upplýsingar veitir Kristján í síma 5996342 / 6994777 eða gegnum kristjanps@ru.is

Nánari upplýsingar og skráning

http://www.ru.is/opnihaskolinn/ferdathjonusta/