08.05.2014
Föstudaginn 16. maí næstkomandi verður formlega vígð ný göngubrú yfir Hólmsá við Fláajökul en verkefnið er styrkt af Framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Markmiðið er m.a. að byggja upp leiðina sem hefur verið nefnd Jöklaleið eða Jöklavegur, gönguleið við suðurjaðar Vatnajökuls. Leiðin frá Fláajökli að Hjallanesi er annar áfangi þeirrar leiðar. Ríki Vatnajökuls hefur yfirumsjón með verkefninu.
Lesa meira
07.05.2014
Ríkiskaup, fyrir hönd Ferðamálastofu óska eftir tilboðum í kortlagningu á auðlindum ferðaþjónustunnar á landsvísu. Lokaafurð verkefnisins er gagnagrunnur sem nýst getur hagsmunaaðilum við þróun og uppbyggingu í ferðaþjónustu.
Lesa meira
06.05.2014
Um 59 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í nýliðnum apríl samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða um 13.500 fleiri en í apríl á síðasta ári. Um er að ræða 29,4% fjölgun ferðamanna í apríl milli ára. Ferðamannaárið fer því óvenju vel af stað en Ferðamálastofa hefur birt fréttir um aukningu í öllum mánuðum það sem af er ári eða 40,1% aukningu milli ára í janúar, 31,2% aukningu í febrúar og 35,3% í mars.
Lesa meira
06.05.2014
Opnað hefur verið fyrir skráningu á námskeið fyrir starfsfólk upplýsingamiðstöðva og aðra þá sem starfa við upplýsingagjöf til ferðamanna. Það verður haldið í Reykjavík 3. júní og sent út á Netinu.
Lesa meira
06.05.2014
Hvatningarverðlaun Íslandsbanka eru veitt fyrirtækjum í ferðaþjónustu og eiga að vera þeim hvatning til að efla nýsköpun og uppbyggingu. Öll íslensk ferðaþjónstufyrirtæki geta sótt um.
Lesa meira
05.05.2014
Skráning er hafin á Vestnorden ferðakaupstefnuna sem verður haldin í Laugardalshöllinni í Reykjavík dagana 30. september - 1. október 2014.
Lesa meira