Fara í efni

Rúmlega 380 milljónum úthlutað til uppbyggingar á ferðamannastöðum í sumar

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra undirritaði í dag reglugerð um úthlutun styrkja úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til uppbyggingar og verndaraðgerða á ferðamannastöðum nú í sumar skv. ákvörðun ríkisstjórnarinnar í síðustu viku.

88 verkefni um allt land

Alls er úthlutað styrkjum til 88 verkefna um land allt sem talin eru brýn vegna verndunar eða öryggissjónarmiða og þola ekki bið. Um er að ræða framkvæmdir á gönguleiðum/göngustígum sem liggja undir skemmdum. Þá þarf víða að koma upp öryggisgrindverkum og pöllum við fossa og hveri til að tryggja öryggi ferðamanna en talið er að slysahættan sé veruleg á mörgum þessara staða.

Reglugerðin setur ramma um úthlutunina og er í henni kveðið á um hvaða verkefni eru styrkhæf. Ferðamálastofa annast umsýslu með úthlutun styrkjanna, fylgist með framvindu verkefna og hefur eftirlit með þeim.

Reglugerð um sérstaka úthlutun

Heildarlisti um verkefni sem fá styrk