Fara í efni

Hvatningarverðlaun Íslandsbanka afhent

Robyn P. Mitchell frá Hybrid Hospitality og Ingólfur M. Olsen og Hreinn Elíasson frá Arctic Surfers.
Robyn P. Mitchell frá Hybrid Hospitality og Ingólfur M. Olsen og Hreinn Elíasson frá Arctic Surfers.

Íslandsbanki veitti á dögunum í annað sinn hvatningarverðlaun í ferðaþjónustu. Þau komu að þessu sinni í hlut fyrirtækjanna Hybrid Hospitality og Arctic Surfers.

Nýtist í áframhaldandi uppbyggingu og nýsköpun

Um peningaverðlaun er að ræða og eiga þau að nýtast fyrirtækjunum í áframhaldandi uppbyggingu og nýsköpun. Fyrirtækin tvö sem verðlaunin hlutu starfa hvort á sínu sviði. Arctic Surfers var stofnað árið 2009 og er fyrsta fyrirtækið á Íslandi sem býður upp á brimbrettaferðir. Hybrid Hospitality býður fyrirtækjunum hins vegar upp á aðstoð við að bæta þjónustu, markaðssókn, gæðamál og aðra tengda þjónustu í bland við áherslu á nýsköpun innan fyrirtækjanna.

Formaður dómnefndar var Kristín Hrönn Guðmundsdóttir, forstöðumaður hjá Íslandsbanka, en auk hennar sátu í dómnefndinni Guðný Pálsdóttir, einn af eigendum og stofnendum IcelandREPS, og Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri.