Hvatningarverðlaun Íslandsbanka afhent

Hvatningarverðlaun Íslandsbanka afhent
Robyn P. Mitchell frá Hybrid Hospitality og Ingólfur M. Olsen og Hreinn Elíasson frá Arctic Surfers.

Íslandsbanki veitti á dögunum í annað sinn hvatningarverðlaun í ferðaþjónustu. Þau komu að þessu sinni í hlut fyrirtækjanna Hybrid Hospitality og Arctic Surfers.

Nýtist í áframhaldandi uppbyggingu og nýsköpun

Um peningaverðlaun er að ræða og eiga þau að nýtast fyrirtækjunum í áframhaldandi uppbyggingu og nýsköpun. Fyrirtækin tvö sem verðlaunin hlutu starfa hvort á sínu sviði. Arctic Surfers var stofnað árið 2009 og er fyrsta fyrirtækið á Íslandi sem býður upp á brimbrettaferðir. Hybrid Hospitality býður fyrirtækjunum hins vegar upp á aðstoð við að bæta þjónustu, markaðssókn, gæðamál og aðra tengda þjónustu í bland við áherslu á nýsköpun innan fyrirtækjanna.

Formaður dómnefndar var Kristín Hrönn Guðmundsdóttir, forstöðumaður hjá Íslandsbanka, en auk hennar sátu í dómnefndinni Guðný Pálsdóttir, einn af eigendum og stofnendum IcelandREPS, og Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri.


Athugasemdir