Fara í efni

Þrjú ný fyrirtæki til liðs við VAKANN

Þrjú ný fyrirtæki til liðs við VAKANN

Nú hafa þrjú fyrirmyndarfyrirtæki í ferðaþjónustu gengið til liðs við VAKANN en þau eru öll staðsett á Norðausturlandi. Þetta eru Active North, Fjallasýn og Jarðböðin við Mývatn.

Active North

Active North var upphaflega stofnað sem afþreyingarfyrirtæki og til að byrja með var opnuð hestaleiga sem hefur aðsetur innan Vatnajökulsþjóðgarðs í mynni Ásbyrgis. Fyrirtækið er í eigu Hrundar Ásgeirsdóttur og Rúnars Tryggvasonar. Starfsemin fer fram að sumarlagi frá 15. júní – 31. ágúst og boðið er upp á tvenns konar hestaferðir. Tveggja klukkustunda ferð inn í botn Ásbyrgis með leiðsögn og 4 klukkustunda ferð þar sem m.a. einn stærsti hellir norðausturlands er skoðaður. Eigendur stefna á að útvíkka starfsemina í framtíðinni og bjóða upp á fjölbreyttari afþreyingu.

Arctic Norh

Á myndinni eru Karin Charlotta Victoria Englund, Rúnar Tryggvason og Hrund Ásgeirsdóttir hjá Active North.

Fjallasýn Rúnars Óskarssonar

Fjallasýn er fjölskyldufyrirtæki sem rekur hópferðaþjónustu og ferðaskrifstofu og er staðsett við Smiðjuteig í Reykjahverfi í nágrenni Húsavíkur. Fyrirtækið býður þjónustu sína um allt land en sérhæfir sig í akstri um Norðurausturland. Fyrirtækið býður upp á skoðunarferðir með eða án leiðsagnar og starfsfólk þess hefur áralanga og fjölþætta reynslu af undirbúningi og framkvæmd ferða af margvíslegum toga. Fyrirtækið á myndarlegan bílaflota, hópferðabíla af flestum stærðum og gerðum en einnig jeppa og minni bíla.

Fjallasýn

Á myndinni eru Röðull Reyr Kárason, Rúnar Óskarsson og Hulda Jóna Jónasdóttir hjá Fjallasýn

Jarðböðin við Mývatn

Jarðböðin voru opnuð fyrir 10 árum og eru nú einn vinsælasti áningarstaður ferðamanna á Norðurlandi. Á síðasta ári var heildarfjöldi gesta um 100.000, þar af 80% erlendir ferðamenn.

Í Jarðböðunum er frábært tækifæri til þess að baða sig í jarðvatni lónsins sem hefur einstaka og
heilnæma upplifun ásamt því að gefa vellíðan af völdum efnasamsetningu vatnsins.
Þá eru á staðnum gufuböð sem eru byggð beint ofan á jarðhitasprungu, gufuböð er vel þekkt í
Jarðbaðshólum og má finna sögur allt frá 15 öld þess efnis að biskupar landsins böðuðu sig í gufum hólanna.

Að auki er boðið er upp á nuddþjónustu, bæði í sérstöku nuddherbergi og úti í baðlóninu sjálfu.
Veitingastaðurinn Kaffi Kvika er með sæti fyrir allt að 120 gesti auk u.þ.b. 50 sæti utandyra.

Jarðböðin við Mývatn

Á myndinni eru Gunnar Atli Fríðuson og Bergþóra Kristjánsdóttir hjá Jarðböðunum