Fara í efni

Heilsa ? Upplifun ? Vellíðan, Ráðstefna um heilsuferðaþjónustu

BlaaLonid
BlaaLonid

Miðvikudaginn 18. mars gengst iðnaðarráðuneytið í samstarfi við og Ferðamálastofu, Háskólann á Hólum og Vatnavini fyrir ráðstefnu um heilsuferðaþjónustu undir yfirskriftinni Heilsa ? Upplifun ? Vellíðan. Ráðstefnan verður haldin á Hilton Reykjavík Nordica kl. 13-17.

Verið er að leggja lokahönd á dagskrána en mörg áhugaverð erindi verða flutt. Inngangserindið flytur Melanie Smith frá Corvinus University í Budapest og nefnist það ?Health Tourism Trends: Back to the Future.? Einnig ávarpar Össur Skarphéðinsson, iðnaðar- og ferðamálaráðherra, ráðstefnuna. Ráðstefnustjóri Edward Huijbens, forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála. Í lok ráðstefnu verða pallborðumræður sem Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, deildarstjóri Ferðamáladeildar Háskólans á Hólum, stjórnar. Dagskrá ráðstefnunnar í heild verður birt hér á vefnum á næstu dögum. Myndin er úr Bláa lóninu.