Fara í efni

Gistiskýrslur 2008 komnar út

Gisting 2008
Gisting 2008

Hagstofa Íslands hefur gefið út ritið Gistiskýrslur 2008. Í þessu riti eru birtar niðurstöður á  gistináttatalningu fyrir allar tegundir gististaða árið 2008.

Heildarfjöldi gistinátta var 2,7 milljónir árið 2008 sem er um 2,7% aukning frá fyrra ári. Gistinóttum fjölgaði frá árinu 2007 á tjaldsvæðum um 8,9%, farfuglaheimilum um 6,7% og á hótelum og gistiheimilum um 2,7%. Gistinóttum fækkaði um 4% á svefnpokagististöðum og um 1,3% í orlofshúsabyggðum. Gistinætur í skálum í óbyggðum voru svipaðar á milli ára.

Aukningin var hlutfallslega mest á Vestfjörðum og nam 16,4%. Á Suðurnesjum fjölgaði gistinóttum um 7,7%, á Suðurlandi um 7,6%, á Suðurnesjum og Norðurlandi eystra um 5,9% og á Höfuðborgarsvæðinu um 1,3%. Fækkun gistinátta á Vesturlandi var um 2,6%, á Austurlandi um 1,6% og á Norðurlandi vestra um 0,6%. Skoða Gistiskýrslur 2008