Fara í efni

Diplómanám í ferðamálum og þjónustu - Fjarnám

ferðasýning 2007
ferðasýning 2007

Opni háskólinn býður upp á hagnýtt diplómanám í ferðamálum og þjónustu.  Námið er þriggja anna nám samhliða vinnu þar sem kennsla er í formi fjarnáms.  Námið er metið til 36 ECTS eininga og möguleiki er fyrir nemendur að fá námið metið inn í áframhaldandi nám hjá viðskiptadeild HR.

Í tilkynningu kemur fram að markmið námsins er að nemendur öðlist skýra og hagnýta sýn á starfsemi í ferðaþjónustu með áherslu á viðskiptafræðilegan bakgrunn. Einnig að gefa nemendum skýra og hagnýta sýn á starfsemi íslenskrar ferðaþjónustu, erlendis og innanlands.  Fyrst og fremst er horft til uppbyggingar Íslands sem ferðamannalands, framboðs og eftirspurnar íslenskra og erlendra gesta sem sækja landið heim.  Nemendum er einnig kynnt starfsemi íslenskra fyrirtækja sem starfa mest megnis á innanlandsmarkaði. Nemendur munu öðlast hagnýta og fræðilega þekkingu sem og hæfni sem nýtist í fjölmörgum greinum ferðaþjónustunnar.

Námið hentar þeim sem starfa nú þegar við ferðaþjónustu, reka eigið fyrirtæki  í ferðaþjónustu og eins þeim sem hafa áhuga á að starfa á vettvangi ferðamála. 

Kennslufyrirkomulag

Námið hefst í apríl 2009 og lýkur í apríl 2010.
Þriggja anna nám - ekki er kennt á sumarönn.
Kennt er í fjarnámi. Hljóðfyrirlestrar og staðarlotur.
Námið samanstendur af sex lotum þar sem hvert námskeið gefur 6 ECTS einingar
Kennt er lotum þar sem hverju námskeiði lýkur með prófi eða verkefni

Umsóknarfrestur er til 22. mars 2009

Nánar