Fara í efni

Samtökin Austfirskar krásir stofnuð

Austfirskar krasir
Austfirskar krasir

Samtökin Austfirskar krásir ? matur úr héraði voru stofnuð í gær, fimmtudaginn 26. febrúar, á fjölmennum stofnfundi á Egilsstöðum. Tilgangur samtakanna er að efla austfirska matarmenningu og vera samstarfsvettvangur þeirra aðila sem stunda rekstur með hráefni svæðisins. Starfssvæði samtakanna nær frá Þvottárskriðum í suðri að Sandvíkurheiði í norðri.

Samtökin eru opin öllum sem stunda eða hyggjast stunda rekstur sem byggir á austfirsku hráefni, hvort sem það er við matvælaframleiðslu eða veitingarekstur. Jafnframt get gengið í samtökin einstaklingar, fyrirtæki, stofnanir, sveitarfélög og félög sem láta sig varða staðbundið hráefni, rekjanleika vöru, gæði matvæla og markaðssetningu austfirsks hráefnis.
Á stofnfundinum voru eftirtalin kosin í stjórn og varastjórn: Elísabet Kristjánsdóttir frá Fjalladýrð, Elísabet Þorsteinsdóttir frá Klausturkaffi, Eymundur Magnússon í Vallanesi, Hrafnhildur Geirsdóttir frá Hrefnuber, Klas Poulsen frá Hótel Öldunni, Guðveig Eyglóardóttir á Valþjófsstað, Þórólfur Sigjónsson frá Selsburstum.


Hluti þeirra sem sóttu stofnfund Austfirskra krása. Ljósm. Skúli Björn.