Spennandi störf í ferðaþjónustu

Spennandi störf í ferðaþjónustu
Iceland Express - ny flugvel

Í miðri kreppunni er alltaf ánægjulegt þegar fyrirtæki eru að auka við sig. Iceland Express hefur nú auglýst eftir fólki vegna aukinna umsvifa á næsta ári, bæði flugliðum og svæðisstjóra í Bandaríkjunum.

Félagið mun sem kunnugt er útvíkka leiðakerfi sitt næsta vor og hefja flug til New York. Því hefur verið auglýst eftir svæðisstjóra með aðsetur í Bandaríkjunum. Fleiri áfangastaðir kalla einnig á fjölgun starfsfólks, m.a. flugliða. Þar er auglýst eftir fólki með stúdentspróf eða sambærilega menntun, 22 ára eða eldri. Heimasíða Iceland Express.


Athugasemdir