Goðafoss í kynningu Microsoft á Windows 7

Goðafoss í kynningu Microsoft á Windows 7
Windows 7

Hugbúnaðarrisinn Microsoft setur síðar í vikunni á markað nýtt stýrikerfi, Windows 7. Er þess að vonum beðið með talsverðri eftirvæntingu en svo skemmtilega vill til að Goðafoss í Skjálfandafljóti kemur fram  í markaðskynningu Microsoft á þessari nýju afurð.

Hermann Valsson, leiðsögumaður hjá Vikingtravel, vakti athygli Ferðamálastofu á þessari skemmtilegu staðreynd. Í nokkrum kynningarmyndböndum Microsoft bregður Goðafossi að minnsta kosti 5 sinnum fyrir. Mörg hundruð milljónir manna nota Windows-stýrikefið og tugir milljóna munu skipta yfir í nýju útgáfuna á næstunni. Ef að líkum lætur verða því ansi margir búnir að sjá Goðafoss á næstu vikum og mánuðum.

Hér má skoða kynningarmyndbönd Microsoft

 


Athugasemdir