Fara í efni

Ferðamálastofa auglýsir tvær lausar stöður

Lógó-ferðamálastofa
Lógó-ferðamálastofa

Ferðamálastofa hefur auglýst tvær stöður lausar til umsóknar. Annars vegar er um að ræða rekstrarstjóra með staðsetningu á skrifstofu stofnunarinnar á Akureyri og hins vegar markaðsfulltrúa á markaðssvið stofnunarinnar í Reykjavík.

Rekstrarstjóri - Akureyri

Ferðamálastofa leitar eftir rekstrarstjóra með staðsetningu á skrifstofu stofnunarinnar á Akureyri. Um er að ræða 100% starf sem ráðið verður í frá og með 1. september 2008.

Rekstrarstjóri mun heyra beint undir ferðamálastjóra en starfssvið rekstrarstjóra er m.a.:
- Dagleg fjárhagsleg umsýsla stofnunarinnar.
- Vinna að gerð ársáætlana stofnunarinnar og eftirfylgni við þær
- Umsjón með samningagerð vegna styrkveitinga stofnunarinnar
- Umsjón með samningagerð og fjársýslu vegna alþjóðlegra kynningarmála
- Umsýsla vegna starfsmannahalds, í samvinnu við ferðamálastjóra

Menntunar- og hæfniskröfur:
- Háskólapróf í viðskiptafræði eða skyldum greinum er skilyrði
- Framhaldsmenntun er æskileg, sér í lagi á sviði mannauðsstjórnunar
- Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af fjármálastjórnun hjá hinu opinbera
- Góð íslensku- og enskukunnátta er skilyrði, kunnátta í fleiri tungumálum er kostur
- Framtakssemi, sjálfstæði í vinnubrögðum og löngun til að takast á við síbreytileg verkefni
- Samskiptahæfni

Um nýtt starf er að ræða og viðkomandi starfsmanns bíður því krefjandi vinna við mótun starfsins, auk þess að vinna ásamt öðrum starfsmönnum að því að byggja stofnunina upp til þess að mæta nýjum verkefnum og áskorunum í þessum mikilvæga málaflokki.  Áhugasamir geta kynnt sér starfsemi stofnunarinnar á www.ferdamalastofa.is.

Umsóknarfrestur er til 1. júlí 2008. Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsferil skulu berast skrifstofu Ferðamálastofu í Reykjavík, Lækjargötu 3, 101 Reykjavík og vera merktar starfinu, eða á netfangið olof@icetourist.is. Ekki er um sérstök umsóknareyðublöð að ræða, en öllum umsóknum verður svarað. Laun verða greidd samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. 

Markaðsfulltrúi Reykjavík

Ferðamálastofa leitar eftir markaðsfulltrúa í 100% starf á markaðssvið stofnunarinnar í Reykjavík. Markaðsfulltrúi starfar undir stjórn forstöðumanns markaðssviðs að kynningarmálum innanlands og erlendis, sem varða íslenska ferðaþjónustu.

Starfssvið:
- Samskipti við íslenska ferðaþjónustu- og söluaðila á Íslandi og erlendis.
- Aðstoð við starfsfólk Ferðamálastofu á starfsstöðvum erlendis.
- Umsjón og  framkvæmd markaðsverkefna í Bretlandi. 
- Gerð kynninga og kynningarefnis með markaðsteymi Ferðamálastofu.
- Aðstoð við skipulagningu og framkvæmd blaðamannaferða frá öllum mörkuðum.

Menntun og hæfniskröfur:
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi er skilyrði
- Framhaldsnám á sviði markaðsmála er kostur
- Góð íslensku- og  enskukunnátta er skilyrði, viðbótartungumálakunnátta er kostur
- Færni í mannlegum samskiptum
- Sveigjanleiki og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Reynsla á sviði áætlanagerðar og stefnumótunar er kostur
- Þekking á íslenskri ferðaþjónustu æskileg en ekki skilyrði

Leitað er að einstaklingi sem er tilbúinn að takast á hendur krefjandi störf innan stofnunar sem starfar í þágu sífellt mikilvægari málaflokks í íslensku atvinnulífi. Nánari upplýsingar um starfsemi stofnunarinnar er að finna á heimasíðu Ferðamálastofu, www.ferdamalastofa.is.

Umsóknir með upplýsingum um starfsferil og menntun skulu berast til Ferðamálastofu, Lækjargötu 3, 101 Reykjavík fyrir  1. júlí 2008, eða með netpósti á sigrun@icetourist.is. Launakjör eru samkvæmt samningum ríkisins og viðkomandi stéttarfélags.
Gert er ráð fyrir að viðkomandi hefji störf 1. ágúst n.k.  Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigrún Hlín Sigurðardóttir forstöðumaður markaðssviðs Ferðamálastofu, sigrun@icetourist.is.  Öllum umsóknum um starfið verður svarað. 

Bæði karlar og konur eru hvött til að sækja um störfin.