Fara í efni

NATA auglýsir eftir styrkumsóknum

NATA logo
NATA logo

Nú hefur verið auglýst eftir umsóknum um styrki frá NATA - Samstarf á sviði ferðamála milli Grænlands, Íslands og Færeyja. Allir sem áhuga hafa á bættum samskiptum á sviði ferðamála milli landanna þriggja geta leitað eftir aðstoð við að fjármagna verkefni, hugmyndir, ferðir eða því um líkt. Umsóknir skulu fela í sér samstarf milli tveggja af löndunum þremur hið minnsta.

Sækja má um aðstoð á eftirfarandi sviðum:

Menntun
Dvöl til að kynna sér aðstæður, faglegar námsferðir, skólaferðalög, menntun á sviði
ferðamála, rannsóknir o.s.frv.

Þróun ferða
Siglingar, þemaferðir, stuttar heimsóknir (short break) o.s.frv.

Samstarf þjóða í milli
Menningartengdir viðburðir, skólaferðir, íþróttaferðir, vinabæjatengsl o.s.frv.

Markaðssetning og skilgreining ferðamennsku

Allar umsóknir skulu vera á þar til gerðum eyðublöðum sem eru aðgengileg hér að neðan. Sem fylgiskjöl með umsókninni skal leggja fram nákvæma útlistun á verkefni, svo og fjárhagsáætlun.

Umsóknir skulu vera á dönsku eða ensku og sendast til:
NATA c/o
Ferðamálastofa
Lækjargata 3,
101 Reykjavík

Lokafrestur til að senda umsóknir er til 29. ágúst 2008.

NATA er samstarfssamningur ferðamálaráðuneyta í Færeyjum, á Grænlandi og á Íslandi. Markmið samningsins er að auka skilvirkni í samstarfi aðila er sinna ferðamálum í Færeyjum, á Grænlandi og á Íslandi með því að styrkja, samhæfa og tryggja framboð samvinnuverkefna aðildarlandanna á þeim sviðum ferðamála þar sem þau eiga einkum sameiginlegra hagsmuna að gæta.