Fuglasafn Sigurgeirs Stefánssonar opnað

Fuglasafn Sigurgeirs Stefánssonar opnað
Fuglasafn af mbl

Sunnudaginn 17. ágúst var opnað við hátíðlega athöfn Ytri-Neslöndum við Mývatn Fuglasafn Sigurgeirs Stefánssonar.  Viðstaddir voru 250 boðsgestir og þar á meðal var Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands en hún er einnig verndari safnsins. 

Sigurgeir var bílstjóri Vigdísar á ferð um Suðurbotna og víðar meðan hún gengdi forsetaembættinu og minntist hún Sigurgeirs í ávarpi hennar við opnun safnsins. 

Á safninu er að finna allar tegundir íslenskra varpfugla að undanskildum Þórshana.  Safnið verður opið alla daga frá kl. 11:00-19:00. 

Mbl.is greindi frá þessari frétt.

 


Athugasemdir