Fara í efni

Stefnir í metár á Vestnorden 2008

Vn06_1
Vn06_1

Allt stefnir í að Vestnorden í Reykjavík í haust, nánar tiltekið 15.-17. september, verði stærsta kaupstefnan frá upphafi. Eins og fram hefur komið verður þetta í 23 sinn sem þessi sameiginlegi viðburður Íslendinga, Grænlendinga og Færeyinga fer fram.

Að sögn Láru B. Pétursdóttur hjá Congress Reykjavík, sem sér um framkvæmd  og skipulagningu Vestnorden að þessu sinni fyrir hönd Ferðamálastofu, hefur skráning gengið mjög vel. Nú þegar hafa tæplega 200 kaupendur frá 135 fyrirtækjum skráð sig sem er nánast eins og var á vestnorden í Reykjavík 2006 og var það metár. Sama er að segja um sýnendur en þeir eru að nálgast 300 frá um 145 fyrirtækjum. Enn er tækifæri til að skrá sig þannig að þessar tölur eiga væntanlega eftir að hækka. Síðasti möguleiki til að skrá sig er eins og fram hefur komið 15. ágúst en skráning fer fram á vefnum www.vestnorden.com Myndin var tekin á Vstnorden 2006.