Fréttir

NATA auglýsir eftir styrkumsóknum

Nú hefur verið auglýst eftir umsóknum um styrki frá NATA - Samstarf á sviði ferðamála milli Grænlands, Íslands og Færeyja. Allir sem áhuga hafa á bættum samskiptum á sviði ferðamála milli landanna þriggja geta leitað eftir aðstoð við að fjármagna verkefni, hugmyndir, ferðir eða því um líkt. Umsóknir skulu fela í sér samstarf milli tveggja af löndunum þremur hið minnsta. Sækja má um aðstoð á eftirfarandi sviðum: MenntunDvöl til að kynna sér aðstæður, faglegar námsferðir, skólaferðalög, menntun á sviðiferðamála, rannsóknir o.s.frv. Þróun ferðaSiglingar, þemaferðir, stuttar heimsóknir (short break) o.s.frv. Samstarf þjóða í milliMenningartengdir viðburðir, skólaferðir, íþróttaferðir, vinabæjatengsl o.s.frv. Markaðssetning og skilgreining ferðamennsku Allar umsóknir skulu vera á þar til gerðum eyðublöðum sem eru aðgengileg hér að neðan. Sem fylgiskjöl með umsókninni skal leggja fram nákvæma útlistun á verkefni, svo og fjárhagsáætlun. Umsóknir skulu vera á dönsku eða ensku og sendast til:NATA c/oFerðamálastofaLækjargata 3,101 Reykjavík Lokafrestur til að senda umsóknir er til 29. ágúst 2008. Umsóknareyðublað á ensku (Word) Umsóknareyðublað á dönsku (Word) Auglýsing um styrki (PDF) NATA er samstarfssamningur ferðamálaráðuneyta í Færeyjum, á Grænlandi og á Íslandi. Markmið samningsins er að auka skilvirkni í samstarfi aðila er sinna ferðamálum í Færeyjum, á Grænlandi og á Íslandi með því að styrkja, samhæfa og tryggja framboð samvinnuverkefna aðildarlandanna á þeim sviðum ferðamála þar sem þau eiga einkum sameiginlegra hagsmuna að gæta.
Lesa meira

Fjölgun komu- og brottfararfarþega það sem af er árinu

Í júlímánuði síðastliðnum fóru 293 þúsund farþegar um Keflavíkurflugvöll og fækkar þeim um 5% á milli ára. Þetta kemur fram í tölum frá flugvellinum. Fækkunin er einkum í hópi áfram og skiptifarþega en tölur fyrir komu- og brottfararfarþegar breytast minna. Þeim fækkar um 2,9% í júlí síðastliðnum miðað við júlí í fyrra en það sem af er ári hefur komu- og brottfararfarþegum hins vegar fjölgað um 1,2% á milli ára. Nánari skiptingu má sjá í meðfylgjandi töflu.   Júlí 08. YTD Júlí 07. YTD Mán. % breyting YTD % Breyting Héðan: 122.560 533.967 125.494 531.600 -2,34% 0,45% Hingað: 131.086 557.976 135.489 547.038 -3,25% 2,00% Áfram: 4.033 20.019 6.711 22.925 -39,90% -12,68% Skipti. 35.313 120.221 41.310 150.641 -14,52% -20,19%   292.992 1.232.183 309.004 1.252.204 -5,18% -1,60%
Lesa meira

Vestnorden 2008 - skráningarfrestur framlengdur til 8. ágúst

Ákveðið hefur verið að framlengja skráningarfrest fyrir  hina árlegu Vestnorden ferðakaupstefnu sem haldin verður í Reykjavík í haust. Síðasti möguleiki til að skrá sig er 8 ágúst næstkomandi. Vestnorden 2008 fer fram dagana 15.-17. september í Reykjavík og þá í 23. sinn. Kaupstefnan er haldin til skiptis í umsjón Íslendinga, Grænlendinga og Færeyinga. Þátttakendur eru stórir sem smáir ferðaþjónustuaðilar frá vestnorrænu löndunum þremur. Á Vestnorden hitta þeir ferðaheildsala hvaðanæva að úr heiminum og eiga með þeim stutta fundi sem búið er að tímasetja áður en kaupstefnan hefst. Þarna er um að ræða fyrirtæki sem eru að selja, eða hafa hug á að selja, ferðir til vestnorrænu landanna og því felast mikilvæg viðskiptatækifæri í þátttöku. Ferðamálastofa hefur umsjón með Vestnorden á Íslandi en framkvæmd að þessu sinni er í höndum Congress Reykjavík. Á vef Vestnorden eru allar nánari upplýsingar og þar er einnig hægt að skrá sig til þátttöku. www.vestnorden.com  
Lesa meira

?Grænt Íslandskort? á vefnum

Á vefnum natturan.is hefur verið opnað það sem aðstandendur kalla ?Grænt Íslandskort?. Um er að ræða gagnvirkan vef með upplýsingum um vistvæna kosti hérlendis í viðskiptum og ferðamennsku. Í fréttatilkynningu kemur fram að um er að ræða samvinnuverkefni Náttúran.is og alþjóðlega verkefnisins Green Map Systems og Háskóla Íslands. ?Græna Íslandskortið byggist á flokkunarkerfi Green Map og umfangsmikilli forvinnu Náttúran.is við skráningu aðila á Grænar síður og slær smiðshöggið á kortlagningu vistvænna kosta í viðskiptum og ferðamennsku á Íslandi,? segir orðrétt. Kortið birtist á íslensku á Náttúran.is og á ensku á Nature.is. Öllum er frjálst að fá skráningu svo framarlega sem að starfsemin byggist á viðurkenndum vottunum eða aðferðafræði enda ekki ætlunin að grænþvo neinn sem ekki hefur unnið fyrir því. Tilgangur kortsins er að gefa yfirsýn yfir þá fjölmörgu umhverfisvænu kosti sem fyrir eru í landinu og hvetja fjólk til að nýta sér þá og styðja frekar þau fyrirtæki sem vinna á umhverfismeðvitaðan hátt. Þeir sem vilja skrá sig á græna kortið láti vita af sér á nature@nature.is. Grunnskráning er ókeypis. www.natturan.is
Lesa meira