Fara í efni

Erlendir gestir í júlí 2008

Brottfarir erlendra gesta um Leifsstöð í júlímánuði síðastliðnum voru 78.100, eða um 2.600 færri en í júlímánuði á árinu 2007. Erlendum gestum fækkaði því um 3,2% á milli ára.

Af einstökum markaðssvæðum er fækkunin mest frá N-Ameríku eða um 18,7%. Bretum fækkar um 13,6% og Norðurlandabúum um 8,7%. Mið- og S-Evrópubúum fækkar lítillega eða um 1,2%. Gestum frá öðrum Evrópulöndum og fjarmörkuðum fjölgar hins vegar um tæp 14%. Brottförum Íslendinga fækkar um ríflega 14%.

Hér að neðan má sjá fjölda gesta um Leifsstöð í júlí skipt eftir markaðssvæðum og þjóðernum en heildarniðurstöður úr talningum Ferðamálastofu í Leifsstöð má finna hér á vefnum undir liðnum Talnaefni / Fjöldi ferðamanna.

Ferðamenn í júlí eftir markaðssvæðum
  2007 2008

Breyting milli ára 2007-08 (%)

Norðurlönd 19.229 17.542 -8,7
Bretland 8.775 7.584 -13,6
Mið og S-Evrópa 25.806 25.484 -1,2
N-Ameríka 9.721 7.901 -18,7
Annað 17.230 19.633 13,9
Samtals 80.761 78.144 -3,2
Ferðamenn í júlí eftir þjóðernum
  2007 2008

Breyting milli ára 2007-08 (%)

Bandaríkin 8.548 6.064 -29,1
Bretland 8.775 7.584 -13,6
Danmörk 7.583 7.317 -3,5
Finnland 1.700 1.508 -11,3
Frakkland 5.917 5.908 -0,2
Holland 3.103 3.334 7,4
Ítalía 2.079 1.776 -14,6
Japan 707 550 -22,2
Kanada 1.173 1.837 56,6
Kína 1.873 940 -49,8
Noregur 4.817 4.174 -13,3
Pólland 2.907 3.544 21,9
Rússland 125 73 -41,6
Spánn 1.986 1.797 -9,5
Sviss 2.283 2.350 2,9
Svíþjóð 5.129 4.543 -11,4
Þýskaland 10.438 10.319 -1,1
Annað 11.618 14.526 25
  80.761 78.144 -3,2
Ísland 49.311