Áframhaldandi fjölgun farþega um Keflavíkurflugvöll í febrúar

Áframhaldandi fjölgun farþega um Keflavíkurflugvöll í febrúar
Flugstöð

Rúmlega 103 þúsund farþegar fóru um Keflavíkurflugvöll í nýliðnum febrúarmánuði, samkvæmt tölum frá flugvellinum. Þetta er tæplega 11% fjölgun farþega á milli ára, það er miðað við febrúar í fyrra.

Frááramótum hefur farþegum um Keflavíkurflugvöll fjölgað um tæp 10% eða um 18.900 farþega.

Farþegar á leið frá landinu voru 41.389 í febrúar síðastliðnum, fjölgaði um 11% á milli ára. Á leið til landsins voru 41.022 farþegar og fjölgaði þeim um 12,5% miðað við febrúar í fyrra. Áfram- og skiptifarþegar (transit) voru tæplega 11 þúsund og fjölgar aðeins. Nánari skiptingu má sjá í meðfylgjandi töflu.

  Febr. 07. YTD Febr.06. YTD Mán. % breyting YTD % Breyting
Héðan: 45.947 93.497

41.389

84.140 11,01% 11,12%
Hingað: 46.151 90.312

41.022

79.280 12,50% 13,92%
Áfram: 3.642 6.156

729

2.204 399,59% 179,31%
Skipti. 7.279 18.016

9.828

23.495 -25,94% -23,32%
  103.019 207.981 92.968 189.119 10,81% 9,97%


Athugasemdir