Fréttir

Samgönguráðherra í heimsókn á aðalskrifstofu ETC

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra heimsótti aðalskrifstofu Ferðamálaráðs Evrópu, European Travel Commission (ETC), í Brussel sl. mánudag. Átti hann fund með framkvæmdastjóra ETC, Rob Franklin, og nokkrum sérfræðingum á skrifstofunni. Auk þeirra tóku þátt í fundinum Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri, Jakob Falur Garðarsson, fulltrúi samgönguráðuneytisins í sendiráði Íslands í Brussel og Magnús Oddsson ferðamálastjóri, sem hefur tekið þátt í störfum ETC undanfarin 14 ár og setið í framkvæmdastjórn í sex ár. Framkvæmdastjóri ETC og hans fólk kynnti fyrir samgönguráðherra starfsemi ETC í markaðs- og kynningarmálum, svo og mikla vinnu við markaðsrannsóknir ( sjá frétt hér á vefnum 2. mars sl.). Nýja Evrópugáttin senn opnuðLoks var kynntur hinn nýi sameiginlegi vefur aðildarríkja ETC, Evrópugáttinn, sem verður formlega opnuð 21. mars nk. Þar hefur af Íslands hálfu verið unnið mikið að því undanfarna mánuði að hlaða inn upplýsingum um Ísland og íslenska ferðaþjónustu. Hefur það verið unnið af vefstjóra Ferðamálastofu Halldóri Arinbjarnarsyni. Í þessu verkefni kemur það vel í ljós að Ísland hefur þar jafna möguleika og stærstu þjóðir Evrópu við að nýta sér þessa sameiginlegu gátt til kynningar og kom ljóslega fram í máli starfsmanna ETC að Halldór hefur af hálfu Íslands nú þegar hlaðið inn meiri upplýsingum en mörg önnur ríki Evrópu þó miklu stærri séu. Eins og áður hefur komið fram í fréttum hefur Ísland verið aðili að Ferðamálaráði Evrópu í nærri 40 ár, en ETC var stofnað árið 1948 eða fyrir nær 60 árum. Aðildarríki ETC eru nú 34 talsins.  
Lesa meira

Norskur vefur bætist við

Nú hefur bæst við norsk útgáfa af landkynningarvef Ferðamálstofu www.visiticeland.com. Er þetta annað tungumálið sem bætist við á árinu en um miðjan janúar var sænsk útgáfa af vefnum opnuð. Þar með er landkynningarvefurinn orðinn á 8 tungumálum, þ.e. ensku, dönsku, þýsku, frönsku, spænsku, sænsku og norsku, auk íslenskrar útgáfu vefsins sem jafnframt er á slóðinni www.ferdalag.is. Þá eru skrifstofur Ferðamálastofu í New York og Frankfurt með vefi sem sinna þeim mörkuðum sérstaklega. Mynd: Forsíða norska vefsins.
Lesa meira

Gistinóttum á hótelum í janúar fjölgaði um tæp 13% milli ára

Gistinætur á hótelum í janúar síðastliðnum voru 40.600 en voru 36.000 í sama mánuði árið 2005, sem er 13% aukning.  Þetta kemur fram í frétt frá Hagstofunni sem annast gistináttatalningar og birti niðurstöður fyrir janúar í dag. Gistinóttum fjölgaði hlutfallslega mest á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum þar sem gistinætur fóru úr 2.500 í 4.500 milli ára (80%).  Á Norðurlandi fjölgaði gistinóttum um 600, úr 1.100 í 1.700 (50% aukning).  Á höfuðborgarsvæðinu nam aukningin 8,5%, en gistináttafjöldinn fór úr 28.900 í 31.300.  Á Austurlandi fjölgaði gistinóttum um rúm 3%.  Samdráttur varð á Suðurlandi, en þar fór gistináttafjöldinn úr 2.500 í 2.000 milli ára (-17%).  Fjölgun gistinátta á hótelum í janúar árið 2006 var bæði vegna Íslendinga og útlendinga.  Fjöldi hótela sem opin voru í janúar síðastliðnum voru 64 talsins, en þau voru 66 í janúar á síðasta ári.  Samdráttur á framboði gistirýmis í janúar á sér eingöngu stað á Suðurlandi en þar voru opin 11 hótel miðað við 13 árið 2005.   Hagstofan vekur athygli á því að hér er átt við gistinætur á hótelum eingöngu, þ.e. hótelum sem opin eru allt árið. Í þessum flokki gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann.  Tölur fyrir 2005 og 2006 eru bráðabirgðatölur.
Lesa meira

Sérstök áhersla á markaðsrannsóknir hjá Ferðamálaráði Evrópu á árinu 2006

Nú í ár eru liðin 20 ár síðan Ferðamálaráð Evrópu (ETC) stofnaði til sérstaks vinnuhóps um markaðsrannsóknir. Í tilefni af því er ákveðið að leggja sérstaka áherslu á markaðsrannsóknir og kannanir ETC á árinu. Innan ETC eru 34 þjóðir í Evrópu og ljóst að ýmsar kannanir og rannsóknir á fjarmörkuðum væru ekki framkvæmanlegar fyrir minni þjóðirnar ef ekki kæmi til þessa samstarfs. Meðal þeirra verkefna sem unnin verða á árinu á vegum ETC eru:Markaðsrannsóknir á Kínverska og Rússneska markaðinum með tilliti til ferðalaga til Evrópu; Handbók um aðferðir við rafræna markaðssetningu; Úttekt á framlögum til ferðamála í meðlimalöndunum ETC; ?Market Updates? á 8 fjarmörkuðum, þar með talin Bandaríkin, Kanada og Indland. Ísland hefur verið aðili að ETC í rúmlega 30 ár og notið þess með aðild sinni að taka þátt í og móta þær rannsóknir og kannanir sem farið er í á markaðssvæðunum. ?Þetta samstarf, sem er bæði á sviði markaðssetningar á fjarmörkuðum svo og í þessum rannsóknum og könnunum auk annars, er okkur mjög mikilvægt þar sem við gætum aldrei vegna kostnaðar staðið ein að slíkum verkefnum,? segir Magnús Oddsson ferðamálastjóri. Hann hefur tekið þátt í starfi ETC sl 14 ár og sat í framkvæmdastjórn þar í sex ár. ?Upplýsingar og niðurstöður kannana og rannsókna er forsenda árangurs í nútímamarkaðsvinnu, segir Magnús? Hann bætir við að það sé mjög mikilvægt að greinin nýti sér þessa vinnu í markaðsvinnu sinni en allar niðurstöður eru aðgengilegar á vefnum www.etc-corporate.org
Lesa meira

Gengið frá stofnanasamningum við SFR

Skrifað var í dag undir nýjan stofnanasamning milli Ferðamálastofu og SFR, en eins og kunnugt er þá var gert ráð fyrir því í síðustu kjarasamningum að gerðir yrðu nýir stofnanasamningar við allar ríkisstofnanir sem ættu að taka gildi 1 maí 2006. Svo ánægjulega vill til að Ferðamálastofan er önnur ríkisstofnana til að ganga frá sínum málum við SFR. Að sögn Magnúsar Oddsonar Ferðamálastjóra þá gengu samningar vel fyrir sig enda mættu aðilar vel undirbúnir til leiks. Auk Magnúsar sat Elías Bj. Gíslason forstöðumaður í samninganefnd fyrir hönd Ferðamálastofu og Elín Svava Ingvarsdóttir og Sigrún Hlín Sigurðardóttir fyrirhönd starfsmanna sem starfa samkvæmt samningum SFR. Þær stöllur nutu fulltingis Sverris Jónssonar hagfræðings SFR við samningagerðina.  Enn á eftir að ganga frá samningum á milli Ferðamálastofu og aðildarfélaga i BHM. Til fróðleiks þá má geta þess að Ferðamálastofa gerir stofnanasamninga við ein sex stéttarfélög.  
Lesa meira

Aðgengi verði eðlilegt gæðaviðmið

Góð viðbrögð voru við námsstefnunni "Ferðaþjónusta fyrir alla" sem samgönguráðuneytið, Samtök ferðaþjónustunnar, Ferðamálastofa og Öryrkjabandalagið gengist fyrir síðastliðinn föstudag. Efni frá námsstefnunni er nú aðgengilegt hér á vefnum. Allir geti ferðast þangað sem þeir óskaUm er að ræða verkefni sem að Nordiska Handikappspolitiska Rådet hefur stýrt fyrir þá sem starfa í greininni og einnig þá sem bera ábyrgð á ferðamálum innan stjórnsýslunnar. Markmið ráðsins er að hugtakið verði að mikilvægum þætti innan ferðaþjónustu og atvinnulífs bæði á norrænum vettvangi og innan hvers lands. "Ferðaþjónusta fyrir alla" snýst um að allir, óháð hvaða fötlun þeir búa við, geti ferðast þangað sem þeir óska. "Ferðaþjónusta fyrir alla" á því við allt sem snertir ferðamennsku, allt frá ferðum og flutningum, heimsóknum á áhugaverða staði, að deila upplifun, mat og húsnæði auk upplýsinga á hentugu formi. ?Markmið verkefnisins er að hvetja þá er starfa í og við ferðaþjónustuna til að líta á aðgengi sem eðlilegt gæðaviðmið. Jafnframt var tilgangurinn að skapa vettvang til að þeir sem starfa að ferðamálum, hið opinbera og samtök fatlaðra, fái tækifæri til að skiptast á skoðunum,? segir Elías Bj. Gíslason, forstöðumaður upplýsinga- og þróunarsviðs Ferðamálastofu. Tveir erlendir fyrirlesararAlls fluttu níu fyrirlesarar erindi á námsstefnunni, þar af tveir erlendir. Annarsvegar var það þýskur hagfræðingur, Dr. Peter Neumann, sem hefur á vegum þýskra yfirvalda gert úttekt á efnahagslegri þýðingu þess að allir hafi jafna möguleika til ferðalaga. Þá fjallaði Ingemar Oderstedt, ráðgjafi hjá Nordiska Handikappspolitiska Rådet, um ferðaþjónustu fyrir alla frá sjónarmiði ráðsins. Erindi og glærukynningar frá námsstefnunni, ásamt myndum, eru nú aðgengilegar hér á vefnum. Skoða erindi og glærukynningar Skoða myndir frá námsstefnunni
Lesa meira

Ferðamálastofa og Ferðaþjónusta bænda gera samkomulag um flokkun gististaða

Síðastliðinn föstudag undirrituðu Magnús Oddsson ferðamálastjóri og Marteinn Njálsson, formaður Félags ferðaþjónustubænda, samkomulag um flokkun gististaða. Samkomulagið felur í sér að Ferðamálastofa viðurkennir flokkunarkerfi það er Félag ferðaþjónustubænda og Ferðaþjónusta bænda hf. (FB) hafa unnið til að flokka þá gististaði sem eru innan vébanda FB. Í fyrrasumar sendi FB erindi til Ferðamálstofu þar sem farið var fram á að stofnunin myndi viðurkenna flokkunarviðmið (FB). Að sögn Elíasar Bj. Gíslasonar, forstöðumanns upplýsinga- og þróunar sviðs Ferðamálastofu, er hér á ferð ánægjuleg viðbót við þá gæðaflokkun gististaða sem fyrir er. Ferðamálastofa hefur verið að flokka gististaði frá því árið 2001 og er þar einkum um hótel og stærri gististaði að ræða en einingarnar hjá FB eru að öllu jöfnu minni sem og fjölbreyttari. Samkvæmt kerfi FB þá skiptist flokkunin í fjóra meginflokka; heimagistingu, gistihús bænda, sveitahótel og sumarhús. Þá eru tveir undirflokkar þ.e. flokkun herbergja I ? IV og Sumarhús sem flokkast í A, B, C og D. Sjá nánar um flokkunarkerfi Ferðaþjónustu bænda (PDF-skjal)   Aukið gæðaeftirlitSamkvæmt samkomulaginu mun Ferðamálastofa taka út a.m.k. 10 gististaði sem eru innan vébanda FB árlega samkvæmt nýja viðmiði FB. Þá mun FB tryggja að um 70 % af öllum sveitahótelum sem eru innan vébanda FB verða flokkuð samkvæmt viðmiðum Ferðamálastofu og geta þar af leiðandi notast við stjörnuflokkun Ferðamálstofu. ?Með þessu nýja flokkunarviðmiði FB er enn verið að auka gæðaeftirlitið í Íslenskri ferðaþjónustu sem er öllum til hagsbóta ekki síst neytendum,? segir Elías. Mynd:Magnús Oddsson ferðamálastjóri og Marteinn Njálsson, formaður Félags ferðaþjónustubænda, undirrita samkomulagið. Aftan við þá standa talið frá vinstri: Elías Bj. Gíslason, forstöðumaður upplýsinga- og þróunarsviðs Ferðamálastofu; Berglind Viktorsdóttir, gæðastjóri Ferðaþjónustu bænda og Sævar Skaptason, framkvæmdastjóri Ferðaþjónustu bænda.  
Lesa meira

Markaðsmál kynnt á fyrsta fundi hjá nýju Ferðamálaráði

Fyrsti fundur nýskipaðs Ferðamálaráðs fór fram í gær, fimmtudag. Á dagskránni var m.a. annars kynning á markaðsmálum Ferðamálastofu. Kynninguna má skoða í meðfylgjandi PDF-skjali. Skoða kynningu (PDF 2 MB) 
Lesa meira

Ferðatorg 2006 haldið samhliða Matur 2006

Ferðasýningin Ferðatorg 2006 mun verða haldin í samfloti með Matur 2006 í Fífunni í Kópavogi dagana 31. mars-2. apríl næstkomandi. Markmiðið er að gera Ferðatorg 2006 stærra og metnaðarfyllra en hingað til. Þar munu öll átta ferðamálasamtök landshlutanna munu kynna sinn landshluta og þjónustu ferðaþjónustuaðila á sínu svæði.  Aðrir sýnendur verða fyrirtæki sem koma að ferðaþjónustu innanlands á einn eða annan máta.   Sýningarsvæðið Sýningarsvæði Ferðatorgs hefur aldrei verið stærra, Smárinn býður uppá um 2000 fm sýningarsvæði. Unnið er að heildarhönnun sýningarsvæðis sýninganna með arkitektinum Steffan Iwersen og er hann að leggja lokahönd á hugmyndavinnu að Ferðatorgi 2006. Frá Ferðatorgi 2005.   Opnunartími sýningarinnar (Fimmtudagur    16.00 - 20.00    Kaupstefna )Föstudagur        10.00 - 20.00    Kaupstefna Laugardagur      11.00 - 18.00    Allir velkomnir Sunnudagur       11.00 - 18.00    Allir velkomnir   Dagskrá Ferðatorgs 2006 Dagskrá Ferðatorgs byggist upp á þátttöku sýnenda.  Við hvetjum alla sýnendur og aðra til frumkvæðis.  Þeir sem hafa áhuga á að vera með uppákomur á sýningarsvæði Ferðatorgs 2006, vinsamlega hafið samband við Ástu Ólafsdóttur: e-mail: asta@icexpo.is eða í síma: 663 4833   Hvers vegna að halda Ferðatorg 2006 með Matur 2006? Gott orðspor íslensks hráefnis til matargerðar hefur farið víða bæði innanlands og utan. Víða á landinu verið lögð áhersla á ýmis samstarfsverkefni þar sem tengjast matur og ferðaþjónusta. Íslenskt eldhús er stór hluti af sögu okkar og menningar sem þjóðar.  Íslenskt eldhús er eign okkar allra. Uppákomur á sýningunni munu tengja mat og ferðaþjónustu enn betur og má þar m.a. nefna landshlutakeppni í matreiðslu.  Því þótti ekki úr vegi að tengja þessar tvær íslensku sýningar í sama anda og fara í ?Sælkeraferð um Ísland?.    Heildarkort af sýningarsvæði   Erlendir gestir Matur 2006 verður með sérstaka áherslu á erlenda gesti og sýnendur og er það markmið IceXpo að auka hlutdeild þeirra til muna.   Matvís, félag matreiðslumeistara hefur aldrei staðið fyrir metnaðarfyllri dagskrá en á Matur 2006.  Á þeirra vegum koma um 400 erlendir gestir þ.á m. erlendir kokkar og fylgdarlið þeirra ásamt blaðamönnum.     Sjá nánar um keppnir á Matur 2006   Samstarfsaðilar Ferðamálasamtök Íslands   Nánari upplýsingar og bókanir: Ásta Ólafsdóttir, yfirumsjón: asta@icexpo.is sími: 663 4833 Gústaf Gústafsson: gustaf@icexpo.is sími 662 4156  
Lesa meira

Food and Fun hátíðin sett í dag

Matar- og skemmtihátíðin "Food and Fun " var sett á Nordica Hótel í dag en hún stendur  fram á sunnudag.  Hátíðin er haldin í samstarfi Icelandair, Reykjavíkurborgar og fleiri aðila. Samstarfsaðili "Food and Fun" hátíðiarinnar líkt og undanfarin ár er Iceland Naturally, sem er sameiginlegur kynningarvettvangur íslenskra stjórnvalda og fyrirtækja í Bandaríkjunum og vistað hjá skrifstofu Ferðamálastofu í Bandaríkjunum. Undanfarin ár hefur "Food and Fun" hátíðin vakið mikla athygli erlendis og er nú gert ráð fyrir tugum erlendra fréttamanna til að fylgjast með hátíðinni. Fréttastofa NFS sýndi beint frá setningu "Food and Fun" í hádegisfréttatíma sínum í dag og má nálgast upptöku á vef stöðvarinnar. Horfa á setningu Food and Fun.
Lesa meira