Árlegur fjöldi farþega sem fara um Keflavíkurflugvöll nálgast 2 milljónir
05.01.2006

Flugstöð
Rúmlega 1,8 milljónir farþega fóru um Keflavíkurflugvöll á nýliðnu ári. Fjölgunin á milli ára nemur 11% en rúmlega 1,6 milljónir farþega fóru um völlinn allt árið 2004.
Tæplega 753 þúsund farþegar voru á leið frá landinu en rúmlega 756 þúsund farþegar á leið til landsins. Áfram- og skiptifarþegar (transit) voru 308 þúsund talsins. Nánari skiptingu, ásamt samanburði á milli ára, má sjá í meðfylgjandi töflu.
Des. 05. | YTD | Des. 04. | YTD | Mán. % breyting | YTD % Breyting | |
Héðan: | 40.508 | 752.774 | 31.157 | 672.196 | 30,01% | 11,99% |
Hingað: | 44.063 | 756.193 | 37.660 | 692.505 | 17,00% | 9,20% |
Áfram: | 718 | 13.359 | 1.529 | 8.041 | -53,04% | 66,14% |
Skipti. | 16.977 | 294.579 | 16.698 | 264.287 | 1,67% | 11,46% |
102.266 | 1.816.905 | 87.044 | 1.637.029 | 17,49% | 10,99% |