Fréttir

Gistinóttum í maí fjölgaði um 17% á milli ára

Hagstofan hefur birt tölur um fjölda gistinátta á hótelum í maí síðastliðnum.  Voru þær 102.100 talsins en voru 87.200 í sama mánuði árið 2005 sem að er 17% aukning. Gistinóttum fjölgaði í öllum landshlutum. Gistinóttum fjölgaði hlutfallslega mest á Austurlandi þar sem gistinætur fóru úr 3.400 í 4.200 milli ára, 24% aukning.  Á höfuðborgarsvæðinu nam fjölgunin rúmum 21%, er gistinóttum fjölgaði um tæp 13 þúsund, 59.700 í 72.400. Á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum fjölgaði gistinóttum úr 8.000 í 8.700, 9% aukning. Á Suðurlandi nam aukningin 4% en gistináttafjöldinn þar fór úr 8.700 í 9.100. Á Norðurlandi fjölgaði gistinóttum úr 7.400 í 7.700, eða um 3%.    Fjölgun gistinátta á hótelum í maí árið 2006 má að öllu leyti rekja til útlendinga. Þeim fjölgaði um 23% en gistinóttum Íslendingum fækkaði um 2,5%. Gistirými á hótelum í maímánuði jókst milli ára, en hótel sem opin voru í maí síðastliðnum eru tveimur fleiri en árið á undan, úr 72 í 74.  Fjöldi herbergja fór úr 3.596 í 3.725, 4% aukning og fjöldi rúma úr 7.241 í 7.528, 4% aukning. Gistinóttum á hótelum janúar - maí fjölgaði um 10%Á fyrstu fimm mánuðum ársins fjölgaði gistinóttum um 10% frá fyrra ári, en gistináttafjöldinn fór úr 318.700 í 351.400 milli ára. Fjölgun varð á öllum landsvæðum nema Suðurlandi þar sem fjöldinn stóð í stað.  Hlutfallslega varð aukningin mest á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum þar sem gistinæturnar fóru úr 24.600 í 32.000 milli ára, 30% aukning. Á Austurlandi nam aukningin 18%, höfuðborgarsvæðinu 10% og Norðurlandi 3%. Fjölgun gistinátta á 1. ársþriðjungi má bæði rekja til Íslendinga og útlendinga. Gistinóttum Íslendinga fjölgaði um 9% og gistinóttum útlendinga um 11%. Athygli skal vakin á því að hér er átt við gistinætur á hótelum eingöngu, þ.e. hótelum sem opin eru allt árið. Í þessum flokki gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann.  Tölur fyrir árið 2006 eru bráðabirgðatölur.  
Lesa meira

Ný íslensk sjónvarpsstöð - TIC

  Þann 28. júní síðastliðinn fór í loftið fyrsta íslenska sjónvarpsstöðin sem að eingöngu tengist íslenskri ferðaþjónustu. DreifikerfiTIC er frí sjónvarpsstöð. Markhópurinn eru þeir sem sjá útsendingar Símans hvort sem er á Breiðbandi eða í ADSL dreifingu.  Á næstu vikum fer TIC einnig inn á dreifikerfi Digital Ísland (Stöðvar 2). Þar með verður dreifingin á TIC komin um land allt.  Öllum hótelum og gistiheimilum er frjálst að bjóða viðskiptavinum sínum upp á þessa þjónustu án endurgjalds.  TIC getur því orðið ánægjuleg viðbót við þá þjónustu sem öll hótel og gististaðir bjóða viðskiptavinum sínum upp á í dag. Markmið TICMarkmið TIC er einföld en áhrifarík bein boðskipti frá þjónustuaðilum til alls ferðafólks á Íslandi.  Einnig er þetta tilvalin vettvangur fyrir alla landshluta til koma upplýsingum á framfæri.  Þá er markmið TIC að kynna á skemmtilegan og lifandi hátt þá fjölbreyttu afþreyingu og þjónustu sem býðst á Íslandi.  Sjónvarpsauglýsingar og kynningar auk skemmtilegra upplýsandi þátta um land og þjóð á alþjóðlegu tungumáli. Ný og einföld leiðSegja má að öll fyrirtæki sem tengjast erlendum ferðamönnum á einn eða annan hátt geta komið sinni vöru á framfæri á einfaldan máta, hvort það sé matvara, íslensk hönnun eða annað sem ferðamaðurinn leitar að. Samhliða sjónvapsstöðinni er samofin heimasíða þar sem ýmsar upplýsingar eru að finna. (www.tic.is) Hvaða dagskrá verður á TIC?Dagskráin byggir á vönduðum en stuttum kynningarmyndum og auglýsingum frá fyrirtækjum og þjónustuaðilum.  TIC framleiðir kynningarmyndir, í samstarfi við Spark kvikmyndagerð, um þekkta ferðamannastaði á Íslandi ásamt því að sýna þætti framleidda af öðrum vönduðum aðilum.  Því til viðbótar verða á skjánum upplýsingar um veður, gengi helstu gjaldmiðla, fréttir á ensku og tilboð frá verslunum og veitingastöðum.  Öll dagskrá er á ensku og útsendingar eru allan sólarhringinn. ÚtsendinginSkjánum er skipt upp í misstóra hluta með mismunandi upplýsingum í hverjum reit.  Fastur borði er fyrir veðurspá og veðurútlit.  Fastur reitur er fyrir gengi helstu gjaldmiðla og er hann þegar frátekinn fyrir Glitni. Þriðji reiturinn er nokkurskonar fléttiskilti (sjá Íshesta auglýsingu hér fyrir neðan), Hver auglýsing sést í 10 sekúndur og tryggt er að hver auglýsing sjáist a.m.k. 6 sinnum á hverjum klukkutíma. Þannig er tryggt að með mánaðar þátttöku á veltiskiltinu, birtist auglýsing viðkomandi a.m.k. 4300 sinnum í mánuði eða í 720 mínútur samtals í hverjum mánuði.  Tvær upplýsingalínur eru neðst á skjánum.  Annars vegar  verðurspá og veður útlit en einnig er upplýsingalína þar sem birtast ýmsar nytsamar upplýsingar fyrir erlenda ferðamenn.  Aðalútsending TIC er áberandi stærsti flöturinn, þar fara saman mynd og hljóð á ensku. Þar verða sýndar kynningarmyndir frá ýmsum þjónustuaðilum ásamt fróðleik og kynningu á landi og þjóð.  
Lesa meira

Hvað gerir Ferðamálastofa?

  Í Fréttablaðinu í dag er birt svar Magnúsar Oddssonar ferðamálastjóra við ofangreindri spurningu.  Þar sem umræddu svari er ætlað ákveðið pláss birtist svar ferðamálastjóra ekki í heild eins og spurningunum var svarað.  Því kemur hér nákvæmari útgáfan að svarinu. Hvað gerir Ferðamálastofa?Það má segja að hún hafi í aðalatriðum þríþætt hlutverk. Í fyrsta lagi hefur hún stjórnsýsluhlutverk, sér því m.a. um útgáfu leyfa  vegna ferðaskrifstofa og ferðaskipuleggjenda, skráningu upplýsingamiðstöðva og bókunarþjónustu svo og eftirlit með þessari starfsemi. Í öðru lagi þá sér hún um framkvæmd markaðs- og kynningarmála hvað snertir almenna landkynningu og ímyndarsköpun erlendis og innanlands og vegna þess eru t.d. starfræktar  fimm skrifstofur á markaðssvæðunum. Þar eru t.d. vistuð ýmis samstarfsverkefni í kynningarmálum; Iceland Naturally, Cruise Iceland og Ráðstefnuskrifstofa Íslands. Í þriðja lagi þá sér skrifstofan um framkvæmd ferðamálaáætlunar 2006-2015, sem var samþykkt á Alþingi í fyrra. Þar eru gæðamálin fyrirferðarmikil í víðasta skilningi þess orðs og lögð er áhersla á að tryggja sérstaklega gæði móttökuþáttarins og öryggi gestanna. Ferðamálastofa sér því t.d. um gæðaflokkun ( stjörnugjöf)  gististaða og tjaldsvæða auk þess að nota verulegt fjármagn til að bæta aðstöðu á fjölsóttum ferðamannastöðum. Þannig að Ferðamálastofa reynir með kynningarmálum að hafa áhrif til aukinna umsvifa og svo að tryggja gæði móttökuþáttarins þegar gestirnir sækja okkur heim. Helstu markmiðin?Markmiðin eru að sjálfsögðu þau að ná hingað sem mestum gjaldeyristekjum með auknum umsvifum vegna erlenda markaðarins. Takmarkið er að þær tekjur skili sér sem best yfir allt árið og allt land. Að okkar gestir hvort sem þeir eru innlendir eða erlendir fari ánægðir og séu sáttir við þau gæði sem þeim eru boðin á ferð um landið; að gæðin séu í samræmi við eða umfram væntingar. Hver er lykillinn að fjölgun ferðamanna?Það eru margir samverkandi þættir sem hafa þarna áhrif og ekki hægt að nefna þá alla. Það er t.d. ljóst að aukið framboð samhliða aukinni kynningu leiðir nær alltaf til aukinna umsvifa. Þetta hefur hvort tveggja gerst undanfarið. Verulega aukið framboð bæði í sætum til landsins og á gistirými og aukin vinna í allri almennri kynningu og kynningu vörunnar. Mikil áhersla hefur verið á aukna kynningu allt árið til að lengja enn frekar hefðbundinn háannatíma og þar er sífellt að að nást betri árangur. Loks hefur mikil vinna verið lögð í að auka vöruframboðið um allt land, allt árið sem og gæði þess sem í boði er.  
Lesa meira

Ferðamönnum fjölgaði um 12,5% í maí

Rúmlega 31 þúsund erlendir ferðamenn heimsóttu Ísland í maí síðastliðnum, samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Leifsstöð. Þetta er aukning um 12,5% miðað við maí í fyrra. Þar með er fjöldi erlendra ferðamanna frá áramótum kominn í 104.500 og nemur fjölgunin 7,6%. Bandaríkjamenn voru fjölmennastir í maí og þeim fjölgar einnig verulega á milli ára, eða um tæp 13%. Bretar koma þar skammt á eftir, rétt tæplega 5.000 ferðamenn, og fjölgar þeim mest í maí, eða um 950 manns. Það sem af er ári er aukning frá öllum aðal markaðssvæðum, mest frá N.-Ameríku. Þá er einnig athyglisvert að gestum frá löndum, þ.e. utan hinna hefðbundnu markaðssvæða Íslands, fer fjölgandi. 70% fjölgun á 4 árumÁrsæll Harðarson, forstöðumaður markaðssviðs Ferðamálastofu, bendir á að á sl. fjórum árum hefur orðið næstum 70% aukning ferðamanna í maí. ?Fjöldi ferðamanna í maí er orðin jafn og í júní fyrir 4 árum,? segir Ársæll og bætir við að þetta sé engin tilviljun heldur í samræmi við þá stefnu sem unnið hefur verið eftir að lengja ferðamannatímann og fjölga ferðamönnum utan mesta háannatímans. Þá segir hann athyglisvert að vöxtur frá nærmörkuðum sé hægari en fjærmörkuðum m.v. fyrstu fimm mánuði ársins. Í töflunni hér að neðan má sjá fjölda ferðamanna frá áramótum. Heildarniðurstöður er að finna undir liðnum Talnaefni hér á vefnum. Frá áramótum til loka maí   2005 2006 Mism. % Bandaríkin                     15.360 17.505 2.145 14,0% Bretland                       21.183 21.819 636 3,0% Danmörk                        10.344 11.139 795 7,7% Finnland                       2.059 2.275 216 10,5% Frakkland                      4.234 4.463 229 5,4% Holland                        2.842 3.043 201 7,1% Ítalía                         1.075 1.183 108 10,0% Japan                          1.882 2.206 324 17,2% Kanada                         848 994 146 17,2% Noregur                        8.686 9.231 545 6,3% Spánn                          800 806 6 0,8% Sviss                          915 680 -235 -25,7% Svíþjóð                        8.680 7.865 -815 -9,4% Þýskaland                      6.706 6.491 -215 -3,2% Önnur þjóðerni                 11.525 14.841 3.316 28,8% Samtals: 97.139 104.541 7.402 7,6%
Lesa meira

Viðamiklar markaðsrannsóknir í Asíu

Á síðustu mánuðum hefur Ferðamálastofa, í samstarfi við Skrifstofu ferðamálaráðs Norðurlanda í Asíu, látið vinna viðamestu markaðsrannsóknir á ferðamynstri Asíubúa sem gerðar hafa verið. Rannsóknir þessar eru hluti af Ferðamálaáætlun fyrir 2006-2015 sem samþykkt var síðastliðinn vetur. Niðurstöður rannsóknanna, sem eru afar áhugaverðar fyrir íslenska ferðaþjónustu, verða gefnar út á næstu vikum og mun Ferðamálastofa gangast fyrir kynningarfundum um niðurstöður þeirra. Fyrsti fundurinn verður haldinn 15. ágúst nk., kl 10:30. Nánari upplýsingar um stað og dagskrá verða kynnt síðar. Mynd: Frá China International Travel Mart sem Ferðamálastofa og nokkur íslensk fyrirtæki tóku þátt í á síðasta ári og er einnig á dagskránni í ár.
Lesa meira

Flestar aðalleiðir á hálendinu opnar

Hálendisleiðir eru þessa dagana að opnast ein af annarri, eftir því sem frost fer úr jörð og snjóa leysir. Allt suðurhálendið hefur nú verið opnað fyrir umferð, nú síðast Fjallabaksleið syðri og Emstruleið. Á norðanverðu hálendinu eru enn nokkrar leiðir lokaðar. Arnarvatnsheiði, sem hefur aðeins verið opin að hluta, er nú orðin opin alla leið en akstur er enn bannaður á Stórasandi. Búið er að opna Sprengisand í Bárðardal en bæði Eyjafjarðar- og Skagafjarðarleið eru enn lokaðar. Allur akstur er enn bannaður á hluta Austurleiðar norðan Vatnajökuls og eins á leiðinni norður í Fjörður. Smellið á kortið til að sjá það í stærri útgáfu.
Lesa meira

Hvergi betra að búa en á Íslandi

Í vefútgáfu breska blaðsins Guardian var í gær greint frá niðurstöðum athugunar hagfræðinga við tvo háskóla þess efnis að hvergi sé betra að búa á jörðinni en á Íslandi. Fleiri breskir fjölmiðlar hafa fjallað um málið síðustu daga. Þarlendir fjölmiðlar hafa m.a. sett sig í samband við Ferðamálastofu til að spyrjast fyrir um ástæður þessara miklu lífsgæða hérlendis. Með því að mæla þætti sem teljast til lífsgæða, svo sem lífslíkur, menntunarstig og almenna velmegun er Ísland á toppi ?alþjóðlega hamingjuskalans? hjá hagfræðingunum tveimur. Næst á eftir kemur Ástralía. Á hinum endanum má hins vegar finna Rússland, Úkraínu, Rúmeníu og Búlgaríu. Grein The Gardian
Lesa meira

Selasetur Íslands formlega opnað

Síðastliðinn sunnudag opnaði Sturla Böðvarsson Selasetur Íslands á Hvammstanga með formlegum hætti. Sýningaraðstaða Selasetursins er til húsa í gamla verslunarhúsnæði Sigurðar Pálmasonar. Jafnframt er þar almenn upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn með upplýsingum um athyglisverða áfangastaði og afþreyingu í Húnaþingi. Ferðamálastofa er meðal aðila sem styrkt hafa verkefnið. Staðsetning Selasetursins er ekki tilviljun. Mikill fjöldi selja heldur sig jafnan úti fyrir ströndinni við Vatnsnes og upp í fjöru. Hindisvík er til að mynda talinn einn hentugasti staðurinn hérlendis til selaskoðunar. Hvalaskoðun hefur sem kunnugt er orðið verulegur þáttur í ferðaþjónustu á tilteknum stöðum og er von þeirra er standa að stofnun Selasetursins að hægt verði að nýta selinn í svipuðum tilgangi. Í Selasetrinu gefst fólki kostur á að fræðast nánar um seli og lífshætti þeirra, samskipti sela og manna í víðu samhengi og þjóðsögur þeim tengdar. Þá er ætlunin að byggja upp selaskoðunarstaði á Vatnsnesi. Heiðursgestir opnunarhátíðarinnar voru Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra og Sturla Böðvarsson samgönguráðherra. Sturla sagði meðal annars í ávarpi sínu: ,, Selurinn hefur verið mikilvægur þáttur í búsetu okkar og Íslendingar hafa nytjað selastofna við landið um aldir. Landselur og útselur hafa veitt birtu og yl í ýmsum skilningi. Þessar nytjar af selnum hafa verið misjafnlega nauðsynlegar eftir árferði og það þótti líka kannski misjafnlega fínt eftir landshlutum eða jafnvel efnahag manna hvort nýting á sel væri aðeins bjargráð fátæka mannsins eða eðlileg nýting og sjálfsögð eins og með aðra dýrastofna okkar. Í seinni tíð hafa kannski tískan og náttúruverndin mest að segja um hvort eða hvernig við nýtum selina. En við getum verið sammála um að Íslendingar eru ekki lengur háðir því að nýta seli sér til lífsviðurværis. Við getum hins vegar umgengist selina og tilgangur Selasetursins er líka að ýta undir þau einstöku tækifæri sem við höfum á Vatnsnesi til að skoða selina í náttúrulegu umhverfi sínu. Selalátur eru víðast hvar aðgengileg og er mikilvægt í þessu sambandi að við stýrum umferð um þessi svæði og takmörkum rask á viðkvæmum vistkerfum.? Sturla Böðvarsson opnar Selasetur Íslands. Sýningaraðstaðan. Í Selasetrinu er einnig almenn upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn. Fjöldi fólks var viðstaddur opunina og gæddi sér á veitingum.
Lesa meira

Hálendisleiðir opnast ein af annarri

Leiðir á hálendinu eru nú að opnast hver af annarri. En eru nokkrar hálendisleiði lokaðar allri umferð meðan frost er að fara úr jörð. Á vef Vegagerðarinnar kemur fram að ástand fjallvega sé með eðlilegum hætti miðað við árstíma. Leiðir sem opnaðar hafa verið á síðustu dögum eru meðal annars Fjallabaksleið nyrðri og Dómadalsleið, af Mývatnsöræfum að Dettifossi og upp í Herðubreiðarlindir. Sprengisandur er enn lokaður og leiðir inn á hann úr Eyjafirði og Skagafirði. Þá er Gæsavatnaleið lokuð, Fjallabaksleið syðri og leiðir á Arnarvatnsheiði. Næsta kort um leyfðan akstur á vegum í óbyggðum verður gefið út fimmtudaginn 29. júní. Smellið á kortið til að sjá stærri útgáfu.  
Lesa meira

Upplýsingamiðstöð og gestastofa opnuð í Mývatnssveit

Ný upplýsingamiðstöð og gestastofa, Mývatnsstofa, var opnuð um liðna helgi að viðstöddu fjölmenni. Mývatnsstofa er samvinnuverkefni Skútustaðahrepps og Umhverfisstofnunar. Í gestastofunni er hægt að fræðast um náttúru Mývatnssveitar í máli og myndum. Þar er einnig hægt að fá allar almennar upplýsingar um ferðaþjónustu sem í boði er í Mývatnssveit og víðar. Landverðir og ferðaþjónustufulltrúi hreppsins eru ferðamönnum innan handar. Einnig reka eigendur hótels Reykjahlíðar kaffisölu í húsnæðinu, sem á árum áður hýsti verslun Kaupfélags Þineyinga. Það var Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra opnaði gestastofuna.
Lesa meira