Fréttir

Hinn eini og sanni hringvegur

?Íslenski hringvegurinn ? Hinn eini og sanni hringvegur.? Þannig hjóðaði fyrirsögn á forsíðu ferðaútgáfu bandaríska stórblaðsins The New Tork Times síðastliðinn sunnudag. Greinin tekur yfir alla forsíðu ferðablaðsins og einnig opnuna eða samtals þrjár síður. Greininni fylgja eins og vera ber flennistórar myndir úr ferð blaðamannsins Mark Sundeen og félaga hans um hringveginn, átta daga ferð þar sem aldrei var náttmyrkur, eins og hann segir sjálfur. Umfjöllunina er einnig að finna á vefútgáfu blaðsins, ásamt ljósmynasýningu þar sem Mark Sundeen les inn lýsingu á ferðinni og því helsta sem fyrir augu bar. Verðmæt umfjöllunEinar Gústavsson, forstöðumaður skrifstofu Ferðamálastofu í New York, segir gríðarlega verðmætt að fá svo áberandi umfjöllun í jafn virtu og útbreiddu blaði og The New York Times. ?Jákvæð umfjöllun fjölmiðla og einstakir þættir hafa afar mikið auglýsingagildi, samanbert t.d. þegar ?Amazing Race? þátturinn var tekinn upp hérlendis sællar minningar. Varlega áætlað þá er auglýsingaverðmæti geinarinnar í The New York Times líklega 10-12 miljónir króna og er þá ekki vefútgáfan talin með. Að henni meðtalinni má hæglega meta umfjöllunina á 15 miljónir króna. Það eitt að stórblað á borð við The New York Times veiti Íslandi svo mikla athygli er eitt og sér mikil viðurkenning,? segir Einar. Skoða grein í vefútgáfu The New York Times Mynd: ?Sennilega uppáhaldsstaðurinn minn á Íslandi,? segir Mark Sundeen um Mývatnssveit sem hann og félagar hans virða hér fyrir sér ofan af Vindbelgjarfjalli.  
Lesa meira

Hversu margar stjörnur?

Gæði gistingar er lykilatriði við skipulagnigu ferðalaga. Því hefur Ferðamálastofa á undanförnum árum haft frumkvæði að samræmdri gæðaflokkun gistingar með stjörnugjöf, bæði gististaða og tjaldsvæða. Jafnframt hefur verið gert samkomulag við Ferðaþjónustu bænda um viðurkenningu á þeirra gæðaflokkunarkerfi. Fullyrða má að flokkunin hafi þegar orðið gistiþjónustu á Íslandi til verulegs framdráttar. Um allan heim eru gestir vanir að hafa stjörnugjöf til viðmiðunar þegar þeir velja sér gististað því þó svo að þau atriði sem tekin eru inn í slíka stjörnugjöf geti verið mismunandi á milli landa þá hefur hún alþjóðlega merkingu og hjálpar fólki að velja sér gistingu í þeim gæðaflokki sem það óskar. Slíkt kemur sér vel fyrir bæði gesti og gististaði. Á ferðavefnum www.ferdalag.is má fá nánari upplýsingar um gæðaflokkun gistingar og þá staði sem taka þátt í flokkuninni, bæði gististaði og tjaldsvæði.
Lesa meira

Fyrsta fullbúna hótelið í Dalvíkurbyggð

Nýtt hótel, Hótel Sóley, var formlega opnað á Dalvík nú í byrjun júní og er það fyrsta fullbúna hótelið í Dalvíkurbyggð. Þar eru 25 tveggja manna herbergi með snyrtingu, sjónvarpi og öðru tilheyrandi, ásamt veitingasal. Sóley er í eigu bræðranna Sigurðar og Reynalds Jónssona og rekið í húsi sem áður var heimavist Dalvíkurskóla. Þeir keyptu húsið af ríkinu í febrúar síðastliðnum og hófu þegar á því gagngerar breytingar. Framkvæmdakostnaður er um 70 milljónir króna. Hótelstjórinn er þýskur, Claudio Wabner, að nafni, menntaður hótelrekstrarfræðingur og hefur langa reynslu af rekstri hótela í Þýskalandi, segir í frétt frá hótelinu. Eigendur Sóleyjar hafa á prjónum frekari framkvæmdir við uppbyggingu hótelsins með fjölgun gistiherbergja og hugmyndir eru einnig uppi um að byggja 150-200 manna veislu- og ráðstefnusal við húsið. Hótel Sóley hefur opnað heimasíðuna www.hotel-soley.com Á Hótel Sóley eru 25 tveggja manna herbergi með snyrtingu, sjónvarpi og öðru tilheyrandi, ásamt veitingasal. Egeindurnir Sigurður Jónsson og Reynald Jónsson með hótelstjórann  Claudio Wabner á milli sín.
Lesa meira

Eldri ferðaskrifstofu- og ferðaskipuleggjendaleyfi falla brátt úr gildi

Ferðamálastofa ítrekar enn á ný að ferðaskrifstofur og ferðaskipuleggjendur sem enn hafa ekki sótt um ný leyfi til Ferðamálastofu þurfa að gera það fyrir 30 júní næstkomandi. Eftir þann tíma falla leyfi þeirra sem ekki hafa sótt um á ný, sjálfkrafa úr gildi. Þetta á við um ferðaskrifstofur og ferðaskipuleggjendur sem hafa gild leyfi, útgefin af Samgönguráðuneytinu, fyrir byrjun þessa árs, með öðrum orðum fyrir gildistöku nýrra laga um skipan ferðamála. Samkvæmt lögunum ber öllum að sækja um ný leyfi til Ferðamálastofu. Listi yfir þá aðila sem þegar hafa fengið útgefin ný leyfi má nálgast hér á vefnum undir liðnum ?Leyfismál?. Athygli skal vakin á því að Ferðamálastofu er skylt skv. 4. mgr. 22. gr. laganna að auglýsa með tryggilegum hætti þegar um brottfall leyfis er að ræða bæði í Lögbirtingarblaði og á heimasíðu sinni. Jafnframt getur Ferðamálstofa auglýst brottfall leyfis á annan hátt eins og heppilegt þykir hverju sinni. Hér á vefnum undir liðnum ?Leyfismál? er að finna allar nánari upplýsingar varðandi leyfin s.s. lög og reglur sem við eiga og umsóknareyðublöð. Þá veitir Ferðamálastofa einnig upplýsingar í síma 535-5500.
Lesa meira

Vefþjónustan "Á vegi" opnuð

Opnaður hefur verið nýr vefur, Á vegi, sem stuðla á að því að vegfarendur haldi sig á þeim vegum sem ætlaðir eru almenningi. Landmælingar Íslands lögðu til kort, vegnúmeraleit og örnefnaleit til verksins, auk þess sem þjónustan er keyrð á vefþjónum stofnunarinnar. Sigríður Anna Þórðardóttir, fráfarandi umhverfisráðherra, opnaði vefinn en verkefnið er í umsjá umhverfisráðuneytisins. Vefurinn er á slóðinni http://avegi.lmi.is/ 
Lesa meira

Vel heppnað námskeið

Undanfarin ár hefur Ferðamálastofa staðið fyrir námskeiðum fyrir starfsfólk upplýsingamiðstöðva og svo var einnig í ár. Var námskeiðið haldið á Kornhlöðuloftinu 7 júní síðasliðinn og þótti vel heppnað. Lögð hefur verið áhersla á að a.m.k. nýtt starfsfólk upplýsingamiðstöðva komi á námskeiðið. Þýðingarmikið er að skapa tengsl á milli stöðva auk þess sem yfirbragð þeirra verður líkara innbyrðis ef sem flestir starfsmenn hafa setið námskeið. Meðfylgjandi myndir voru teknar á námskeiðinu. ?Þeir koma, og hvað með það, fyrir hverja eru upplýsingamiðstöðvar?? nefndist erindi Elíasar Bj Gíslasonar,  forstöðumanns upplýsinga- og þróunarsviðs Ferðamálastofu. Skoða erindi Elíasar (PDF) Pétur Rafnsson, verkefnisstjóri hjá Ferðamálastofu, fjallaði um hlutverk upplýsingamiðstöðva og hlutverk starfsmanna þeirra. Skoða erindi Péturs (PDF) Elín Svava Ingvarsdóttir (lengst til vinstri), verkefnisstjóri hjá Ferðamálastofu, kynnti Handbók Ferðamálastofu, sem er mikilvægt upplýsingarit fyrir allar upplýsingamiðstöðvar og aðra sem starfa í ferðaþjónustu. Fjórða erindið var flutt af Margréti Reynisdóttir, stjórnunar- og markaðsfræðingi, og nefndist "Viðhorf er aðalatriðið í þjónustu!" Byggir það á upplýsingariti Impru-nýsköpunarmiðstöðvar um þjónustugæði.    Hluti þátttakenda á námskeiðinu. Séð yfir salinn.
Lesa meira

Farþegar um Keflavíkurflugvöll í maí

Í nýliðnum maímánuði fóru 165 þúsund farþegar um Keflavíkurflugvöll sem er tæplega 15% fjölgun á milli ára. Farþegum á leið til og frá landinu fjölgar hlutfallslega meira, eða um tæp 20%. Það sem af er árinu, eða til loka maí, hefur ríflega hálf milljón farþega farið um Keflavíkurflugvöll, samkvæmt tölum frá flugvellinum. Er þetta tæplega 12% fjölgun á milli ára. Nánari skiptingu má sjá í meðfylgjandi töflu.     Maí .06. YTD Maí.05. YTD Mán. % breyting YTD % Breyting Héðan: 70,773 272,464 58,647 234,089 20.68% 16.39% Hingað: 69,676 269,924 58,670 230,878 18.76% 16.91% Áfram: 1,573 14,532 251 6,275 526.69% 131.59% Skipti. 23,076 72,269 26,183 90,994 -11.87% -20.58%   165,098 629,189 143,751 562,236 14.85% 11.91%
Lesa meira

Gistinóttum í apríl fjölgaði um 4% á milli ára

Hagstofan hefur birt tölur um fjölda gistinátta á hótelum í apríl síðastliðnum. Voru þær 80.300 talsins en voru 77.300 í sama mánuði árið 2005, sem er 4% aukning.  Gistinóttum fjölgaði hlutfallslega mest á Austurlandi þar sem gistinætur fóru úr 1.800 í 2.200 milli ára, 25% aukning.  Á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum fjölgaði gistinóttum úr 5.800 í 6.500, 13% aukning.  Á Norðurlandi nam aukningin 10% en gistináttafjöldinn þar fór úr 4.400 í 4.800.  Aukningin á höfuðborgarsvæðinu nam 5% en þar fóru gistinæturnar úr 55.600 í 58.300 milli ára.  Suðurland var eina landsvæðið þar sem samdráttur varð, en gistinóttum fækkaði þar um 13,5%, úr 9.800 í 8.400.  Fjölgun gistinátta á hótelum í apríl árið 2006 má að öllu leyti rekja til útlendinga.  Þeim fjölgaði um 9% en gistinóttum Íslendingum fækkaði um 7%. Gistirými á hótelum í aprílmánuði jókst milli ára, en hótel sem opin voru í apríl síðastliðnum eru þremur fleiri en árið á undan.  Fjöldi herbergja fór úr 3.571 í 3.674, 3% aukning og fjöldi rúma úr 7.199 í 7.470, 4% aukning. Gistinóttum á hótelum janúar - apríl fjölgaði um 8%Á 1. ársþriðjungi, janúar ? apríl, fjölgaði gistinóttum um 8% frá fyrra ári, en gistináttafjöldinn fór úr 231.500 í 249.200 milli ára.  Fjölgun varð á öllum landsvæðum nema Suðurlandi þar sem samdrátturinn mældist 2%.  Hlutfallslega varð aukningin mest á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum þar sem gistinæturnar fóru úr 16.700 í 23.500 milli ára, 41% aukning.  Á Austurlandi nam aukningin 13%, höfuðborgarsvæðinu 6% og Norðurlandi 3%.  Fjölgun gistinátta á 1. ársþriðjungi má bæði rekja til Íslendinga og útlendinga.  Gistinóttum Íslendinga fjölgaði um 11% og gistinóttum útlendinga um 6%.  Gistirými jókst einnig á tímabilinu, en herbergjum fjölgaði um 4% og rúmum um 6%. Athygli skal vakin á því að hér er átt við gistinætur á hótelum eingöngu, þ.e. hótelum sem opin eru allt árið. Í þessum flokki gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann.  Tölur fyrir 2006 eru bráðabirgðatölur.  
Lesa meira

Málþing Landverndar um Íslandsgátt

Föstudaginn 9. júní nk. gengst Landvernd fyrir málþingi undir yfirskriftinni ?Ferðaþjónustan býr yfir stórkostlegu afli til að leggja gott til - Málþing um Íslandsgátt sem skref í átt að sjálfbærri ferðaþjónustu.? Markmið málþingsins eru að leiða í ljós hvað hagsmunaaðilar geta fengið út úr samstarfi sem verkefnið Íslandsgátt getur boðið upp á. Málþingið er haldið í Höfuðstöðvum Orkuveitu Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, og hefst kl. 14. Það er öllum opið og ekkert þátttökugjald er. Þátttöku á að skrá á netfangið: landvernd@landvernd.is Áætlað er að málþingið standi í um 3 og hálfa klukkustund. Nánari upplýsingar um málþingið og skýrsla um verkefnið er á vef Landverndar: http://landvernd.is Íslandsgátt er hugsuð sem:o Leið til að ná markmiðum stjórnvalda um að byggja upp sjálfbæra ferðaþjónustu. o Sameiginlegt anddyri ferðamanna að íslenskri náttúru. o Vettvangur þar sem hagsmunaaðilar í ferðaþjónustu koma sér saman um það sem á mest erindi við ferðamenn. o Sameiginlegt þjónustuborð og upplýsingaveita ferðaþjónustuaðila sem uppfylla lágmarkskröfur um sjálfbæra ferðaþjónustu. Dagsskrá: Málþing sett ? Björgólfur Thorsteinsson, formaður Landverndar Ávarp umhverfisráðherra ? Ferðaþjónustan í þágu sjálfbærrar þróunar  New trends and demands in tourism ? Dr. John Hull http://intervale.ca/ Kynning á hugmynd um Íslandsgátt ? Jón Jóel Einarsson, verkefnisstjóri Fræðslutúrismi ? Umhverfismennt - Óli Halldórsson, forstöðumaður Þekkingarseturs Þingeyinga Gátt að náttúru Íslands og norðurhjara ? Möguleikar náttúruminjasafns og Náttúrustofa - Snorri Baldursson, aðstoðarforstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands Kaffihlé Íslandsgátt sem fjárfestingarkostur ? fyrstu viðbrögð -   Hafliði Helgason, ritstjóri Markaðsblaðs Fréttablaðsins Pallborð undir stjórn Þorvarðar Árnasonar, náttúrufr. og forstöðum. Háskólaseturs Hornafirði. Þátttakendur: Elías B. Gíslason Ferðamálastofu, Anna Sverrisdóttir SAF, Stefán Benediktsson Umhverfisstofnun, Dóra Magnúsdóttir R.borg, Helgi Pétursson Orkuveita R., Þóra Ellen Þórhallsdóttir HÍ Lokaorð - Tillaga að næstu skrefum
Lesa meira

Skráning hafin á Vestnorden 2006

Opnað hefur verið fyrir skráningu á Vestnorden 2006 ferðakaupstefnuna. Hún verður sem kunnugt er haldin á Íslandi 12.-13. september, nánar tiltekið í Laugardalshöllinni í Reykjavík. Skráning fer fram á heimasíðu kaupstefnunnar sem er á slóðinni www.vestnorden2006.is Vestnorden er árleg ferðakaupstefna sem ferðamálaráð Íslands, Grænlands og Færeyja hafa staðið að í rúma tvo áratugi. Kaupstefnurnar eru haldnar til skiptis í löndunum þremur, auk Hjaltlandseyja. Sýnendur á kaupsstefnunni koma frá vestnorrænu löndunum. Á Vestnorden hitta þar ferðaheildsala hvaðanæva að úr heiminum og eiga með þeim stutta fundi sem búið er að tímasetja áður en kaupstefnan hefst. Þarna er um að ræða fyrirtæki sem eru að selja, eða hafa hug á að selja, ferðir til vestnorrænu landanna. Skipuleggjendur í ár eru Congress Reykjavík, congress@congress.is  
Lesa meira