Fara í efni

Ásókn í sjóstangveiði á Vestfjörðum

Sjóstangveiði
Sjóstangveiði

Það stefnir í mikla ásókn í sjóstangveiði á Vestfjörðum næsta sumar hjá hinu nýstofnaða fyrirrtæki Fjord Fishing. Eftir því sem greint er frá á vef Bæjarins besta á Ísafirði hafa um 700 manns bókað sig í sjóstangveiðiferðir á vegum fyrirtækisins frá Súðavík og Tálknafirði og eru maí, júní og ágúst nú þegar uppbókaðir.

Fjord Fishing var stofnað á Ísafirði í sumar en að því standa sveitarfélögin Tálknafjörður, Vesturbyggð, Bolungarvík og Súðavíkurhreppur, og fyrirtækin Angelreisen og Iceland Pro Travel. Haft er eftir framkvæmdastjóra fyrirtækisins að búist sé við töluverðri fjölgun gistinótta á Vestfjörðum af þessum sökum, úr 20 þúsund árið 2004 í 25 þúsund í ár.