Fara í efni

Ráðstefna um ferðamál á Suðurnesjum

BlaaLonid
BlaaLonid

Ferðamálasamtök Suðurnesja og Samtök sveitarfélaga á Suðurnesjum hafa boðað til ráðstefnu um aukið hlutverk ferðaþjónustunnar á Suðurnesjum. Ráðstefnan verður haldin í Eldborg, Svartsengi næstkomandi föstudag, 28 apríl.

Erindi á ráðstefnunni flytja Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ; Sigmar Eðvarðsson, bæjarfulltrúi í Grindavík; Magnea Guðmundsdóttir, kynningarstjóri Bláa lónsins; Geir Sveinsson, forstöðumaður Íþróttaakademíunnar í Reykjanesbæ og Kristján Pálsson, formaður Ferðamálasamtaka Suðurnesja. Þá verða pallborðsumræður þar sem þátt taka Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ; Guðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Suðurnesjum; Jón Guðmundsson alþingsmaður; Ólafur Örn Ólafsson, bæjarstjóri í Grindavík og Sigurður Jónsson, bæjarstjóri í Garði. Allir eru velkomnir.