Gagnlegar umræður um þátttöku í ferðasýningum

Gagnlegar umræður um þátttöku í ferðasýningum
ITB

Í nýútkomnu fréttabréfi Samtaka ferðaþjónustunnar er meðal annars sagt frá sameiginlegum fundi ferðaskrifstofa og afþreyingarfyrirtækja á aðalfundi SAF nýlega. Á fundinum hafi orðið miklar umræður um þátttöku fyrirtækja í ferðasýningum og kaupstefnum erlendis.

Ársæll Harðarson, forstöðumaður markaðssviðs Ferðamálastofu, hélt framsöguerindi og sagði frá markaðsstarfi Ferðamálastofu. Auk þess héldu framsögu Pétur Óskarsson, VIATOR og Gunnar Már Sigurfinnsson, markaðsstjóri Icelandair. Að þeim loknum voru pallborðsumræður. Var mál manna að umræður hefðu verið mjög gagnlegar og var þeim ekki lokið þegar fundartími var útrunninn, segir í fréttabréfi SAF. Því var eindregin ósk fundarmanna að umræðum yrði haldið áfram með öðrum fundi fljótlega

Sjá erindi Ársæls - Ferðamálastofa, markaðsmál -(Powerpoint)


 


Athugasemdir