Fréttir

Nýsköpunarverðlaun SAF - óskað eftir ábendingum

Þann 11. nóvember nk. verða nýsköpunarverðlaun SAF afhent í annað sinn. Nýsköpunar- og vöruþróunarsjóður samtakanna var stofnaður á aðalfundi SAF á síðasta ári. Hlutverk hans að hvetja fyrirtæki innan SAF til nýsköpunar og vöruþróunar með því að veita verðlaun/viðurkenningar fyrir athyglisverðar nýjungar. Kveðið er á um að heimilt sé að veita verðlaun vegna nýsköpunar allt að 300.000 krónum fyrir hvert verkefni og að veita viðurkenningar fyrir vöruþróun sem stjórn sjóðsins telur að muni styrkja ferðaþjónustuna. Stjórn sjóðsins skipa Jón Karl Ólafsson, formaður SAF, Pétur Óskarsson, framkvæmdastjóri VIATOR og Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, deildarstjóri ferðamáladeildar á Hólum sem er fulltrúi Ferðamálaseturs Íslands. Ábendingar á að senda til skrifstofu SAF, Borgartúni 35, Reykjavík og merkja þær sjóðnum. Þetta og fleira er meðal þess sem fram kemur í nýju fréttbréfi SAF sem aðgengilegt er að vef samtakanna
Lesa meira

Rannsóknir um ferðamennsku og rekstur ferðaþjónustufyrirtækja

"Menning og samfélag - Náttúra - Efnahagslíf" er yfirskrift fjölþjóðlegrar ráðstefnu um rannsóknir um ferðamennsku og rekstur ferðaþjónustufyrirtækja sem Ferðamálasetur Íslands (FMSÍ) mun standa fyrir dagana 22.-25. september . Ráðstefnan er haldin á Akureyri í samvinnu við Nordisk Selskab for Turismeforskning en samtökin standa að útgáfu Scandinavian Journal of Hospitality and Tourism. Sextíu og sex erindi verða flutt í fimm málstofum þar sem meginstef eru menning og samfélag,  náttúra,  efnahagslíf, stefnumótun og markaðsmál. Liðlega 80 þátttakendur eru nú þegar skráðir á ráðstefnuna. Mjög virtir aðalfyrirlesarar verða með erindi á ráðstefnunni. Simon Milne, forstöðuaður ferðamálaseturs Nýja Sjálands, mun halda erindi fimmtudaginn 22. september.  Dirk Glaesser, yfirmaður upplýsingasviðs World Tourism Organization á Spáni og Stephen Ball, formaður samtaka fræðimanna um rekstur ferðaþjónustufyrirtækja í Bretlandi, munu halda erindi sín á föstudagsmorgni og Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri FL Group, klukkan tvö sama dag. Á laugardag fjallar John Hull, fræðimaður frá Kanada, um möguleika sjálfbærrar ferðaþjónustu innan þjóðgarða. Samhliða ráðstefnunni mun  Rannsóknarstofnun HA  (RHA) halda ráðstefnu um byggða- og svæðaþróunarmál, VIII Nordic-Scottish Conference on Rural and Regional Development. Þar verður m.a. sérstök málstofa um ferðamennsku og byggðamál. Búist er við um 40 þátttakendum á þá ráðstefnu (sjá http://vefir.unak.is/nsun2005/) Þátttökugjald er 34.000 kr. á ráðstefnuna alla eða 15.000 kr.á ráðstefnudag og þá án kvöldverðar. Nánari upplýsingar er að finna á vef FMSÍ, http://www.fmsi.is, á vef ráðstefnunnar, http://vefir.unak.is/14thnordic/, eða hjá Helga Gestssyni hjá FMSÍ í síma 460 8930. Dagskrá ráðstefnunnar (PDF) Heimasíða ráðstefnunnar
Lesa meira

Stóðsmölun og réttir í A-Húnavatnssýslu draga til sín sívaxandi fjölda ferðafólks

Dagana 17. og 18. september verður mikið fjör í Austur Húnavatnssýslu, stóðsmölun á Laxárdal og réttir í Skrapatungurétt. Heimamenn bjóða gestum og gangandi að slást í för og upplifa ósvikna gangna- og réttarstemmningu. Alvöru þjóðlegt ævintýri?Stóðréttarhelgi Skrapatunguréttar er hátíð heimamanna og ferðafólks þar sem er spilað sungið og skemmt sér að sið Íslendinga. Við bjóðum gestum að slást í för með gangnamönnum á eyðidalnum Laxárdal og upplifa alvöru þjóðlegt ævintýri. Þátttakendur geta hvort heldur sem er leigt hesta hjá heimamönnum eða mætt með sína eigin hesta,? segir Haukur Suska-Garðarsson, ferða- og atvinnumálafulltrúi, sem tekur við bókunum í stóðsmölunina. Stóðhrossin verða rekin til byggða á laugardeginum 17. september. Lagt er af stað frá Strjúgsstöðum í Langadal kl. 10. og síðan riðið sem leið liggur um Strjúgsskarð og norður Laxárdal. Haukur segist vilja benda fólki á að ekki er aðstaða til að geyma hross yfir nótt á Strjúgsstöðum að þessu sinni. Aðstaða verður til að geyma bíla og taka niður hross við sandnámu við Strjúgsstaði (ytri afleggjari). Þátttakendur eru beðnir að virða að ekki er leyfilegt að reka laus reiðhross í stóðsmöluninni. Ferðamannafjallkóngur sér um leiðsögn gestaVið Kirkjuskarðsrétt á Laxárdal hvíla hestar og menn og fá sér að eta og drekka eftir þörfum. Veitingar verða seldar á staðnum. Ráðgert er að leggja af stað kl. 16 frá Kirkjuskarði. Þaðan er riðið norður í Skrapatungrétt sem er ein myndarlegasta stóðrétt landsins og heillast gestir og heimamenn ávallt af tignarlegu stóðinu. Búið hefur verið til nýtt embætti í kringum þennan viðburð, ferðamannafjallkóngur. Sá sem ber þann titil er Valgarður Hilmarsson forseti bæjarstjórnar Blönduóss. Ferðamannafjallkóngurinn, sem er heimavanur á þessum slóðum, mun sjá um fararstjórn og leiðsögn ferðamanna í stóðsmöluninni. Þótt fjöldi gesta taki þátt í stóðsmöluninni er þó enn fleiri sem láta sér nægja að koma akandi og fylgjast með gangnamönnum og réttarstörfum. Skrapatungurétt er í um 15 mínútna akstursfjarlægð frá Blönduósi en fram að Kirkjuskarðsrétt er aksturstími um 40 mínútur. Á laugardagskvöldinu kl 20 verður haldið til grillveislu í reiðhöllinni við Blönduós. Þeir sem vilja snæða í grillveislunni er beðnir að panta fyrir hádegi föstudaginn 16.september í síma 898 5695 eða 891 7863. Stemningin nær svo hámarki á dansleik síðar um kvöldið á Hótel Blönduós. Á sunnudagsmorgun hefjast réttarhöld í Skrapatungurétt um kl. 11. Bændur ganga í sundur hross sín og reka þau svo í lok dags til síns heima. Nánari upplýsingar og bókanir í stóðsmölun, í síma 891 7863 eða í netfangi haukur@ssnv.is Nánari upplýsingar um réttir á Norðurlandi vestra má finna á www.nordurland.is og hjá Upplýsingamiðstöð Norðurlands vestra Varmahlíð, s. 455 6161, upplysingar@skagafjordur.is Mynd:Ferðamenn fjölmenna á Skrapatungurétt.
Lesa meira

Icelandair með beint áætlunarflug til Manchester

Áfangastöðum íslenskra flugfélaga heldur  áfram að fjölga. Nú síðast tilkynnti Icelandair að félagið muni hefja beint áætlanaflug á milli Manchester í Englandi og Keflavíkur í byrjun apríl á næsta ári. Flogið verður tvisvar í viku, á föstudögum og mánudögum, með Boeing 757 þotum félagsins. Í tilkynningu segir Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair, að félagið sé með þessu að sækja af auknum krafti inn á ferðamannamarkaðinn í Bretlandi, ásamt því að opna Íslendingum nýja leið inn á mjög spennandi svæði. Manchester sé miðpunktur í mjög þéttbýlu svæði með álíka marga íbúa og Danmörk, Noregur og Svíþjóð samanlagt, og flugtíminn til Íslands sé aðeins tvær og hálf klukkustund. Markaðsrannsóknir gefi félaginu væntingar um að Manchesterflugið verði góð viðbót við London og Glasgow.  
Lesa meira

Íslandsbæklingurinn 2006 að koma úr prentun

Vinna við Íslandsbækling Ferðamálaráðs fyrir árið 2006 er nú á lokastigi. Verður honum dreift á Vestnorden ferðakaupstefnunni sem hefst í Kaupmannahöfn á morgun. Íslandsbæklingurinn er mikilvægur liður í markaðssetningu Íslands sem ferðamannalands. Hann er sem fyrr gefinn út á 10 tungumálum, þ.e. ensku, dönsku, sænsku, norsku, finnsku, hollensku, ítölsku og spænsku, auk sérútgáfu fyrir þýskumælandi lönd, Frakkland og Norður-Ameríku. Upplag bæklingsins er 500 þúsund eintök. Skrifstofur FMR erlendis, sem og ferðaheildsalar í viðkomandi löndum, annast dreifingu bæklingsins, auk þess sem hann er kynntur á ferðasýningum víðsvegar um heim og sendur til íslenskra sendiráða og ræðismanna. Einnig er hægt að nálgast bæklinginn í PDF-formi á landkynningarvef Ferðamálaráðs www.visiticeland.com ásamt því sem fólk erlendis getur þar pantað hann í prentaðri útgáfu sér að kostnaðarlausu. Leitað er eftir þátttöku aðila í ferðaþjónustu í kostnaði við gerð bæklingsins og aftast í honum er að finna upplýsingasíður þar sem þeim gefst kostur á að fá birtar upplýsingar um fyrirtæki sitt gegn gjaldi. Skoða Íslandsbækling 2006 (PDF 5 MB)  
Lesa meira

Þúsund manna frístundaþorp á Hellnum

Framkvæmdir eru hafnar við þúsund manna frístundaþorp á Hellnum á Snæfellsnesi. Verður það reist í samvinnu Íslendinga og Norðmanna. Mbl.is greinir frá þessu í dag. Þorpið mun heita á Plássið undir Jökli, líkt og gamla fiskiþorpið þar hét forðum daga þegar útræði var stundað frá Hellnum. Fyrir framkvæmdum stendur einkahlutafélagið Hellisvellir sem keypti um 30 hektara spildu undir þorpið fyrir ofan kirkjuna og Menningarmiðstöðina á Hellnum í landi Brekkubæjar. Ráðgert er að reisa allt að 200 íbúðarhús auk verslana, lista- og handverksgallería, hótels o.fl. Húsunum, sem öll verða flutt inn frá Noregi, svipar til svokallaðra katalóghúsa sem Íslendingar fluttu inn til Íslands frá Noregi á 19. öld og enn setja svip á ýmsa kaupstaði landsins. Húsin sem hönnuð eru í níu grunngerðum, frá 50 fermetrar upp í 150 fermetra og eru flest hæð og ris. Þau verða ýmist seld eða leigð. Hellisvellir ehf.er í eigu Þorsteins Jónssonar og Jörn Wagenius. Þeir reistu Menningarmiðstöðina á Hellnum fyrir tveimur árum og er stækkun hennar fyrirhuguð í vor í tengslum við þorpið. Jörn er byggingarverktaki frá Bergen í Noregi og hefur samkvæmt frétt Morgunblaðsins meðal annars byggt upp frístundaþorp í Noregi.
Lesa meira

Ferðaráðstefna Icelandic Geographic í Norræna húsinu

Nú stendur yfir í Norræna húsinu í Reykjavík ráðstefna sem skipulögð er af Icelandic Geographic tímaritinu. Fyrirlesarar eru bæði erlendir og innlendir ferðafrömuðir á ýmsum sviðum. Meðal fyrirlesara má nefna Keith Bellows, yfirritstjóra National Geographic Traveler, Tony og Maureen Wheeler, stofnendur og aðaleigendur Lonely Planet ferðabókaútgáfunnar og metsöluhöfundinn Bill Bryson. Af íslenskum þáttakendum má nefna Ara Trausta Guðmundsson, Unni Jökulsdóttur, Ragnar Axelsson og Þóru Arnórsdóttur. Dagskrá ráðstefnunnar  
Lesa meira

Formennska í Ferðamálaráði ávísun á ráðherradóm?

Einar Kr. Guðfinnsson, formaður Ferðamálaráðs, mun taka við starfi sjávarútvegsráðherra þann 27. september næstkomandi. Davíð Oddsson utanríkisráðherra tilkynnti þetta í dag, ásamt fleiri breytingum á ríkisstjórninni. Því virðist sem enn á ný sannist að seta og formennska í Ferðamálaráði Íslands sé e.t.v. ávísun á ráðherradóm. Einar Kr. hefur verið formaður Ferðamálaráðs frá marsbyrjun 2002. Hann tók þá við af Tómasi Inga Olrich sem skipaður hafði verið í embætti menntamálaráðherra. Jafnframt var Jón Kristjánsson varaformaður ráðsins þegar hann var skipaður ráðherra heilbrigðis- og tryggingarmála í apríl 2001.
Lesa meira

Göngustígar í Rangárþingi eystra

Undanfarið hafa sjálfboðaliðar í Veraldarvinum (Worldwide friends-WF) verið að störfum í Rangárþingi eystra. Það er sveitarfélagið sem hefur haft veg og vanda að þessu starfi. Í þessari lotu var lagður göngustígur uppá Hvolsfjall í geng um Fjósadal uppá Hvolsfjall og niður brekkuna vestanverða. Stígurinn hefst við bílaplanið hjá Stórólfshvolskirkju. Síðan var stikuð gönguleið upp Þríhyrning en enn á eftir að ganga frá upphafsmerkingum. Á Ásólfsskálaheiði voru svo stikaðar gönguleiðir uppá heiðina. Gríðarlega fallegt útsýni er af heiðinni og ábyggilega eiga margir eftir að ganga þessar leið. Vefur atvinnu- og ferðamálafulltrúa Rangárþings og Mýrdals
Lesa meira

Hreinn ávinningur

?Hreinn ávinningur ? Hvað er að græða á umhverfisstarfi fyrirtækja? er yfirskrift ráðstefnu sem boðað hefur verið til þann 28. september nk. á Grand Hotel. Að henni standa Samtök Atvinnulífsins, Umhverfisfræðsluráð, Alþýðusamband Íslands og Samtök iðnaðarins. Eins og nafnið ber með sér verður fjallað um hreinan ávinning fyrirtækja af umhverfisstarfi. Skoða auglýsingu
Lesa meira