Fara í efni

Fleiri farþegar fara um Keflavíkurflugvöll

Rúmlega 10% fleiri farþegar fóru um Keflavíkurflugvöll í ágúst síðastliðnum en í ágúst 2004, eftir því er fram kemur í tölum frá flugvellinum. Álíka hlutfallsleg aukning hefur átt sér stað sé litið til ársins í heild.

Farþegar á leið úr landi voru 105.451 á ágúst nú, samanborið við 95.646 farþega í ágúst í fyrra. Á leið til landsins voru 100.134 farþegar nú en voru 93.051 í fyrra. Áfram- og skiptifarþegar (transit) voru tæplega 40.00 í ágúst nú en voru 31.734 í ágúst í fyrra. Nánari skiptingu má sjá í meðfylgjandi töflu.

 

 

 

 

 

 

 

 

Ágúst 05.

YTD

Ágúst 04.

YTD

Mán. % breyting

YTD % Breyting

Héðan:

105.451

530.397

95.646

481.227

10,25%

10,22%

Hingað:

100.134

534.013

93.051

495.930

7,61%

7,68%

Áfram:

551

9.022

1.701

3.578

-67,61%

152,15%

Skipti.

39.396

212.659

31.033

186.645

26,95%

13,94%

 

245.532

1.286.091

221.431

1.167.380

10,88%

10,17%