Fréttir

Gistinóttum á hótelum í júlí fjölgaði um tæp 3% milli ára

Gistinætur á hótelum í júlí síðastliðnum voru 157.170 en voru 153.220 árið 2004 (3% aukning). Þetta kemur fram til tölum Hagstofunnar sem birtar voru í dag. Hlutfallslega varð mesta aukningin á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum þar sem gistinætur fóru úr 14.180 í 16.320 (15%). Á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði gistinóttum úr 88.980 í 91.930 (3%) milli ára og á Austurlandi úr 8.860 í 9.000 (2%). Gistinóttum á hótelum í júlí fækkaði hinsvegar á Norðurlandi (-3%) og á Suðurlandi (-3%). 21% aukning hjá ÍslendingumÍ júlí árið 2005 voru gistinætur Íslendinga á hótelum 17.250 á móti 14.210 árið á undan, sem er rúmlega 21% aukning. Gistinóttum útlendinga á hótelum fjölgaði hlutfallslega minna eða um 1% milli ára, úr 139.010 í júní árið 2004 í 139.910 í júní árið 2005. Vefur  Hagstofunnar  
Lesa meira

Fleiri farþegar fara um Keflavíkurflugvöll

Rúmlega 10% fleiri farþegar fóru um Keflavíkurflugvöll í ágúst síðastliðnum en í ágúst 2004, eftir því er fram kemur í tölum frá flugvellinum. Álíka hlutfallsleg aukning hefur átt sér stað sé litið til ársins í heild. Farþegar á leið úr landi voru 105.451 á ágúst nú, samanborið við 95.646 farþega í ágúst í fyrra. Á leið til landsins voru 100.134 farþegar nú en voru 93.051 í fyrra. Áfram- og skiptifarþegar (transit) voru tæplega 40.00 í ágúst nú en voru 31.734 í ágúst í fyrra. Nánari skiptingu má sjá í meðfylgjandi töflu.                 Ágúst 05. YTD Ágúst 04. YTD Mán. % breyting YTD % Breyting Héðan: 105.451 530.397 95.646 481.227 10,25% 10,22% Hingað: 100.134 534.013 93.051 495.930 7,61% 7,68% Áfram: 551 9.022 1.701 3.578 -67,61% 152,15% Skipti. 39.396 212.659 31.033 186.645 26,95% 13,94%   245.532 1.286.091 221.431 1.167.380 10,88% 10,17%
Lesa meira

Um 2 milljónir gesta heimsækja landkynningarvefi Ferðamálaráðs

Líkt og fram kom í frétt um könnun Ferðamálaráðs meðal erlendra ferðamanna, sem kynnt var í gær, hefur Internetið haldið áfram að sækja í sig veðrið sem aðal upplýsingamiðill þeirra er sækja landið heim. Þessa sér einnig stað í sívaxandi umferð um landkynningarvefi Ferðamálaráðs. 800% fjölgun á 4 árumMeginlandkynningarvefur Ferðamálaráðs er www.visiticeland.com og er hann á 6 tungumálum. Að sögn Halldórs Arinbjarnarsonar vefstjóra var nýtt met slegið í umferð um vefinn í júlí síðastliðnum þegar tæplega 120 þúsund gestir heimsóttu vefinn. Umferðin er að jafnaði mest yfir hásumarið, það dregur úr henni á haustin en síðan fer allt á fulla ferð aftur eftir áramótin. Umferð um vefinn hefur aukist frá ári til árs og ef horft er 4 ár aftur í tímann hefur gestum á mánuði fjölgað um tæp 800%. Bara fjölgunin miðað við júlí í fyrra er nærri 50% og á síðustu 12 mánuðum telja gestir vefsins nokkuð á aðra milljón. Auk visiticeland.com þá er skrifstofa Ferðamálaráðs í Bandaríkjunum með landkynningarvefinn www.icelandtouristboard.com og skrifstofan í Frankfurt með vefinn www.icetourist.de. Halldór segir þannig hægt að gera ráð fyrir að sé gestum þessara vefja bætt við séu samanlagt um 2 milljónir gesta að heimsækja landkynningarvefi Ferðamálaráðs á ári. Áhersla á leitarvélarAukin umferð um vefi Ferðamálaráðs getur að sögn Halldórs átt sér fleiri en eina skýringu. ?Að hluta til skýrist þetta að sjálfsögðu af sífellt aukinni vefnotkun í heiminum almennt en meginskýringin liggur að ég tel í betri sýnileika vefsins okkar, bæði í kynningarefni Ferðamálaráðs og á leitarvélum. Leitarvélarnar gegna þarna lykilhlutverki því tölur sýna að bróðurpartur fólks hefur upplýsingaöflun sína á vefnum með því nota leitarvélar. Þar ber Google-leitarvélin höfuð og herðar yfir aðra og því afar mikilvægt fyrir íslenska ferðaþjónustuaðila að huga vel að stöðu sinni þar. Því miður eru leitarvélamál þó það sem allt of margir vanrækja,? segir Halldór. Mikilvægasta markaðs og upplýsingatækiðÁrsæll Harðarson, forstöðumaður markaðssviðs Ferðamálaráðs, bendir á að landkynningarvefirnir byggja á viðamesta gagnagrunni landsins um þá þjónustu sem er í boði um land allt. Að auki geta gestir fengið margvíslegar upplýsingar um land og þjóð auk þess sem mögulegt er að kíkja á stuttar videomyndir frá Íslandi, panta bæklinga og gera fyrirspurnir. ?Þannig eru vefirnir að treysta sig í sessi sem mikilvægasta markaðs-og upplýsingatækið í okkar starfssemi. Þá má geta þess að yfir 120.000 einstaklingar hafa skráð sig á lista og óskað eftir fréttum á tölvupósti reglulega,? segir Ársæll.  
Lesa meira

Niðurstöður vetrarkönnunar Ferðamálaráðs

Niðurstöður úr vetrarkönnun Ferðamálaráðs 2004-05 eru nú aðgengilegar hér á vefnum. Könnunin fór fram í Flugstöð Leifs Eiríkssonar frá miðjum september 2004 fram til loka maí 2005 og er sambærileg eldri könnunum sem gerðar hafa verið yfir vetrartímann, síðast veturinn 2001-2002. Á könnunartímabilinu fóru um 176 þúsund gestir úr landi í gegnum Leifsstöð, 31% voru Norðurlandabúar, 21,0% Bretar, 16,7% N-Ameríkanar, 7,1% Þjóðverjar og 4,0% Frakkar. Alls tóku 2600 einstaklingar þátt í könnuninni. Notfær svör voru því 1,5 prósent úr þýðinu. Mismunandi tekjuhóparHeldur fleiri karlar en konur voru í hópi vetrargesta síðastliðinn vetur, 54,8% á móti 45,2%, en hins vegar hefur hlutfall kvenna farið vaxandi sé litið til tveggja síðustu kannana. Hlutfall tekjuhærra fólks er að aukast en athygli vekur að nokkur munur er á markaðssvæðum í því tilliti. Svo virðist að verr hafi gengið að ná til tekjuhærri einstaklinga í Mið-Evrópu heldur en í Bandaríkjunum og Bretlandi. Þannig er mun stærri hluti síðartöldu gestanna í hópi tekjuhærri einstaklinga, miðað við tekjur í heimalandi viðkomandi. Eins og í fyrri könnunum nefna langflestir svarenda náttúruna og landið þegar spurt er um hvaðan hugmynd að Íslandsheimsókn hafi komið. Næstflestir nefna vini/ættingja og síðan þætti eins og viðskiptatengsl, netið og ferðabæklinga. Þá vegur náttúran sem fyrr þyngst þegar ákvörðun um Íslandsferð er tekin. Netið er langöflugasti upplýsingamiðill erlendra ferðamanna um Ísland. Ríflega helmingur svarenda sagðist nota það og er hlutfallið hæst hjá Bandaríkjamönnum og Þjóðverjum. Ánægjulegt er að um fimmtungur vetrargesta hefur komið áður til landsins. FerðahegðunÁhugavert er að skoða tölur um dvalarlengd. Gestir frá meginlandi Evrópu dvöldu hér að meðaltali í 7 nætur að vetri á meðan Bandaríkjamenn, Bretar og Norðurlandabúar dvöldu hér tæplega 5 nætur að jafnaði. Í báðum tilfellum hefur meðaldvalarlengd lengst frá árinu 2000, ólíkt því sem oft heyrist haldið fram, þ.e. að gestir séu almennt að dvelja hér í færri nætur en áður. Þegar skoðað er í hvaða landshluta er gist kemur í ljós að hærra hlutfall gesta hefur gist utan höfuðborgarsvæðisins en fram kom í síðustu könnun. Sérstaklega hefur hlutur Suðurlands vaxið. Bendir þetta til betri dreifingar gesta en áður. Meðaldvalarlengd er þó sem fyrr lengst í Reykjavík. Náttúruskoðun er líkt og í fyrri könnunum efst á blaði þegar spurt er um nýtingu á afþreyingu. Þjónustan fær hærri einkunnGestir voru sem fyrr beðnir að leggja mat á ýmsa þá þjónustu sem þeir fengu hér á landi. Er sérlega ánægjulegt að þeir eru að gefa þjónustu hærri einkunn en áður. Á þetta við um gistingu, mat og upplýsingagjöf. Niðurstöður könnunarinnar eru settar fram í gröfum en út frá þeim má síðan skoða þær nánar, m.a. eftir þjóðernum, kyni, aldri, starfsstétt, tilgangi og tegund ferðar. Vetrarkönnun Ferðamálaráðs 2004-2005 Í meðfylgjandi Powerpoint-skjali hefur síðan verið tekinn saman samanburur við eldri kannanir. Samanburður við eldri kannanir (Powerpoint 0,7 MB) Mynd: Fyrir ofan Grenivík, sér inn Eyjafjörð./Guðni Hermannsson  
Lesa meira

Iceland Express tilkynnir fjölgun áfangastaða

Frá og með næsta vori mun Iceland Express fjölga áfangastöðum sínum í úr þremur í níu. Frá þessu er greint í frétt mbl.is. Staðirnir sem við bætast eru á Norðurlöndunum og Þýskalandi. Félagið flýgur nú á milli Keflavíkur og Kaupmannahafnar, London og Frankfurt-Hahn í Þýskalandi. Þeir staðir sem bætast við eru Bergen í Noregi, Stokkhólmur og Gautaborg í Svíþjóð og Hamborg, Berlín og Friedrichshafen í Þýskalandi. Til að byrja með verður flogið tvisvar til fjórum sinnum í viku á nýju áfangastaðina og mun félagið bæta einni flugvél við flugflota sinn vegna þessa.  
Lesa meira