Fréttir

Á ferð um Ísland í 15. sinn

Ferðahandbókin Á ferð um Ísland er nú komin út fimmtánda árið í röð. Í tilkynningu frá útgefenda segir að bókin hafi aldrei verið stærri eða 224 bls. Hún er gefin út á þremur tungumálum; íslensku, ensku og þýsku og er dreift í 90.000 eintökum á alla helstu ferðamannastaði landsins. Í bókinni er umfjöllun um hvern landshluta, þjónustulistar sem eru uppfærðir árlega í samstarfi við heimamenn, ásamt kortum þar sem gististaðir, tjaldsvæði og sundlaugar eru númeraðar á svæðum utan þéttbýlis. Sambærileg kort eru einnig frá helstu þéttbýlisstöðum landsins. Þá er einnig að finna hálendiskafla með hálendiskorti og þjónustulistum í bókinni. Fremst í bókinni er síðan að finna ýmsan fróðleik um land og þjóð, það helsta sem er á döfinni í sumar, afþreyingu og margt fleira. Fjöldi fallegra ljósmynda eftir Pál Stefánsson ljósmyndara skreyta bókina og hún er einnig birt í vefútgáfu á www.heimur.is/world. Útgáfufélagið Heimur gefur bókin út og ritstjóri er María Guðmundsdóttir.  
Lesa meira

Fréttabréf SAF komið út

Í nýju fréttabréfi Samtaka ferðaþjónustunnar, sem aðgengilegt er á vef samtakanna, er að finna ýmsar fréttir af aðalfundi SAF sem haldinn var í liðinni viku. Aðalumræðuefni fundarins var sala og markaðssetning á netinu þar sem erindi fluttu þeir Theodore Evers frá , travelocity.com og Magnús Orri Schram. Erindi beggja eru aðgengileg á vef SAF, ásamt ávarpi Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra og ýmsu fleira efni frá fundinum, svo sem þeim ályktunum sem samþykktar voru. Fréttabréf SAF  
Lesa meira

Ferðamál, tungumál og menning ? málstofa á alþjóðlegri ráðstefnu

Í tilefni 75 ára afmælis frú Vigdísar Finnbogadóttur 15. apríl stendur Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum fyrir veglegri alþjóðlegri ráðstefnu með heitinu ?Samræður menningarheima?.Tugir fyrirlestra og málstofa verða haldnir á ráðstefnunni og þeirra á meðal málstofa sem Ferðamálaráð kemur að og ber yfirskriftina ?Ferðamál, tungumál og menning?. Málstofan er á dagskrá föstudaginn 15. apríl kl. 14-16 í Öskju, náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands og er haldin í samvinnu við Ferðamálaráð og Höfuðborgarstofu. Málefni og spurningar sem velt verður upp  er meðal annars: Þróun ferðaþjónustu á Íslandi. Menningartengd ferðaþjónusta. Hvað ræður för erlendra ferðamanna? Þáttur bókmennta, myndlistar og tónlistar. Samskipti Íslendinga við erlenda ferðamenn. Hvaða áhrif hafa ferðamennirnir á íslenskt menningarlíf? Erindi á málþinginuÁ málþinginu verða flutt þrjú erindi: How do you like Iceland? Ferðamennska og menningarspeglun - Svanhildur Konráðsdóttir, sviðsstjóri Menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar Út í óvissuna - Valgeir S. Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Vesturfarasetursins á Hofsósi Ævintýralandið Ísland - óþrjótandi auðlind? - Anna Dóra Sæþórsdóttir, lektor í ferðamálafræðum við Jarð- og landfræðiskor Málstofustjóri er Magnús Oddsson, ferðamálastjóri. Nánar um ráðstefnunaÁ ráðstefnunni, sem eins og fyrr segir ber heitið ?Samræður menningarheima? munu framámenn og virtir sérfræðingar víðsvegar úr heiminum fjalla um hnattvæðingu og fjölbreytileika, en þessir þættir hafa óneitanlega áhrif á þá öld sem nú er hafin. Sjónum verður beint að fjölbreytileika menningar og tungumála, efnahagslífi, stjórnmálum og tækniþróun. Ráðstefnan er haldin í samvinnu við rektor Háskóla Íslands, utanríkisráðuneytið, menntamálaráðuneytið, Reykjavíkurborg og Norrænu ráðherranefndina. Heiðursnefnd skipa: Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Valéry Giscard d'Estaing, fyrrum forseti Frakklands, Richard von Weizsäcker, fyrrum forseti Vestur-Þýskalands, Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, Davíð Oddson, utanríkisráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, Rannveig Guðmundsdóttir, forseti Norðurlandaráðs, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri Reykjavíkur, Sigríður Th. Erlendsdóttir, sagnfræðingur, Sigurður Blöndal, fyrrverandi skógræktarstjóri og Páll Skúlason, rektor Háskóla Íslands. Heimasíða ráðstefnunnar  
Lesa meira

Málþing um akstur utan vega

Umhverfisstofnun og Landvernd munu laugardaginn 30. apríl næstkomandi, gangast fyrir málþingi um akstur utan vega. Málþingið verður haldið í Norræna húsinu í Reykjavík kl. 13:00-16:45. Á málþinginu verður fjallað um akstur utan vega frá ýmsum sjónarhornum með pallborðsumræðum í lokin. Megináhersla verður lögð á hvar vandinn liggur og hvað er til ráða. Öllum er velkomið að mæta. Dagskrá verður birt á vef Umhverfisstofnunar.   Mynd af vef Umhverfisstofnunar  
Lesa meira

Ný stjórn SAF

Jón Karl Ólafsson var endurkjörinn formaður SAF til næstu tveggja ára á aðalfundi samtakanna sem haldinn var sl. föstudag. Ný stjórn er annars þannig skipuð: Anna Sverrisdóttir, Bláa lóninu, Gunnar Guðmundsson, Guðmundi Jónassyni hf., Hrönn Greipsdóttir Radisson SAS Hótel Sögu, Ólafur Torfason, Grand Hótel Reykjavík, Steingrímur Birgisson, Bílaleigu Akureyrar, Stefán Eyjólfsson, Íslandsferðum. Lista yfir fagfnefndir er að finna á vef SAF.  
Lesa meira

Rútusérleyfi og rekstur Herjólfs boðin út

Sturla Böðvarsson samgöngumálaráðherra hefur falið Vegagerðinni að bjóða út öll rútusérleyfi á landinu. Þá verður einnig boðinn út rekstur Vestmannaeyjarferjunnar Herjólfs frá áramótum. Jafnframt er í undirbúningi útboð á flugi til jaðarbyggða. Ráðherra tilkynnti um þessa ráðstöfun á aðalfundi Samtaka ferðaþjónustunnar í gær. Hvað varðar Herjólf sagði Sturla að miðað verði við að ferjan fari 13 eða 14 ferðir á viku allt árið. Er það í samræmi við óskir heimamanna, að sögn ráðherra. Breytingin varðandi rútufyrirtækin tekur gildi 1. janúar 2006. Sturla sagði að reksturinn verði færður til þess aðila sem treysti sér í ofangreindan rekstur með minnstum ríkisstyrkjum. Segir hann útboðið hvetja til frekari hagræðingar í rekstri. Þessi ráðstöfun mun að sögn ráðherra ekki leiða af sér hækkandi fargjöld því þak verði sett á upphæð fargjalda. Mynd af vef SBA-Norðurleiðar.  
Lesa meira

Nýtt landnám, sögutengd ferðaþjónusta

Málþing með yfirskriftinni "Nýtt landnám, sögutengd ferðaþjónusta" verður haldið í Reykjanesbæ, föstudaginn 8. apríl 2005. Málþinginu er ætlað að varpa ljósi á þá miklu grósku sem einkennir sögutengda ferðaþjónustu á Íslandi. Sjálft málþingið er haldið í Duushúsum og hefst kl. 15 en áður en það hefst, eða kl. 14:00, verður kynning á eftirbáti sem Gunnar Marel Eggertsson hefur smíðað í húsnæði Íslendings (Seylubraut 1, við Reykjanesbraut). Málþinginu er sem fyrr segir ætlað að varpa ljósi á þá miklu grósku sem einkennir sögutengda ferðaþjónustu á Íslandi. Einkum verður fjallað um ferðaþjónustu er byggir á Íslendingasögunum og tímabilinu fram til 1300. Málþingið er haldið í samvinnu Reykjanesbæjar og Evrópuverkefnisins Destination Viking Sagalands. Sex íslenskir þátttakendur hafa unnið að því verkefni með samstarfsaðilum frá Færeyjum, Noregi, Svíþjóð, Shetlandseyjum, Orkneyjum, Grænlandi og Kanada. Verkefnið sem er styrkt af Norðurslóðaaáætlun Evrópusambandisins, Vestnorræna sjóðnum o.fl. miðar meðal annars að því að gera Íslendingasögurnar sýnilegri ferðamönnum. Byggðastofnun er í forsvari fyrir verkefnið en verkefnisstjóri er Rögnvaldur Guðmundsson. Mun hann kynna verkefnið í heild, auk þess sem þrír af íslensku aðilunum í verkefninu kynna staðbundin verkefni: Víkingaskipið Íslending, Eiríksstaði í Dölum og verkefni um Þjórsárdal. Þá verður miðaldaverkefnið um Gásir við Eyjafjörð kynnt, Landnámssetur í Borgarnesi, Sögumiðstöð og sagnamennska á Grundarfirði og Landnámsskálinn í Austurstræti. Andri Snær Magnason, rithöfundur slær botninnn í málþingið með hugleiðingum um Ísland og sögutengda ferðaþjónustu. Aðgangur að málþinginu er ókeypis og kaffiveitingar í boði Reykjanesbæjar. Allir fyrirlestrar verða á íslensku. Fundarstjóri: Kristján Pálsson, formaður Ferðamálasamtaka Suðurnesja. Nánari upplýsingar veita:Rögnvaldur Guðmundsson, s. 525 4081 gsm. 693 2915 rognv@hi.is Sigrún Ásta Jónsdóttir, s. 421-6700, gsm. 865-6160 sigrun.a.jonsdottir@reykjanesbaer.is Gunnar Marel Eggertsson, gsm. 894 2874 vikingship@simnet.is
Lesa meira

19% fjölgun farþega á fyrsta ársfjórðungi

Farþegum sem fóru um Keflavíkurflugvöll fjölgaði um tæp 27% í mars samanborið við sama tíma í fyrra. Fyrstu þrjá mánuði ársins hefur farþegum fjölgað um tæp 19% á milli ára, eða úr 252.308 í 299.688. Farþegar á leið frá landinu voru tæplega 50 þúsund í mars síðastliðnum en heldur fleiri voru á leið til landsins eða rúmlega 53 þúsund manns og fjölgaði þeim um rúm 28% á milli ára. Áfram og skiptifarþegar (transit) eru um 17% af heildarfarþegafjöldanum það sem af er árinu og hefur fjölgað um 23% á milli ára.  
Lesa meira

Góður rómur gerður að Ferðatorgi 2005

Áætlað er að um 15.000 manns hafi komið í heimsókn á Ferðatorg 2005 sem haldið var í Vetrargarði Smáralindar um liðna helgi. Ferðatorgið er sett upp sem markaðstorg ferðaþjónustu á Íslandi þar sem fólk getur kynnt sér þá fjölmörgu valmöguleika sem er að finna á ævintýralandinu Íslandi. Ferðatorgið var nú haldið í fjórða sinn en að því standa Ferðamálasamtök Íslands með stuðningi Samgönguráðuneytisins og Ferðamálaráðs Íslands. Innan Ferðamálasamtakanna eru átta landshlutafélög sem öll tóku þátt í sýningunni og kynntu hvert sinn landshluta. Einnig voru fleiri félög og fyrirtæki meðal þátttakenda og m.a. var sérstök kynning á golfvöllum landsins. Skipulög dagskrá var meira og minna í gangi alla helgina og ekki annað að sjá en að fólk skemmti sér vel.?Ég tel ótvírætt að Ferðatorgið sé að festa sig betur í sessi með hverju árinni sem líður og gestum hefur fjölgað ár frá ári. Einnig er gaman að sjá hvað sýnendur eru að leggja mikla vinnu í bása sína og enda eru það þeir sem gera sýninguna jafn glæsilega og raun ber vitni,? segir Pétur Rafnsson, formaður Ferðamálasamtaka Íslands. Sýnendur voru einnig ánægðir. ?Mér fannst mun meiri umferð um torgið heldur en í fyrra. Við vorum með sólarstrandastemmning, vorum í Hawai-skyrtum, tókum nokkur létt lög og blönduðum kokteila. Þetta var mjög skemmtilegt", sagði Rúnar Óli Karlsson, ferðamálafulltrúi Ísafjarðarbæjar í frétt á bb.is.  Viðurkenningar fyrir bása Í kvöldverðarhófi tengdu sýningunni voru veittar viðurkenningar fyrir vel útfærða bása. Þannig fékk Suðurland verðlaun fyrir ?frumlegasta básinn?, Vestfirðir fyrir ?skemmtilegasta básinn? og Norðurland fyrir ?besta básinn?. Fréttir af sýningunni má meðal annars finna á bb.is, talknafjordur.is Mynd:Sturla Böðvarsson samgönguráðherra setur Ferðatorg 2005 og Pétur Rafnsson formaður Ferðamálasamtaka Íslands, við hlið hans. Ljósmynd HA Fleiri myndir frá Ferðatorgi 2005  
Lesa meira

Gistinóttum á hótelum í febrúar fjölgaði um 2,5% á milli ára

Hagstofan hefur birt tölur um gistinætur á hótelum í febrúar síðastliðnum og samkvæmt þeim voru gistinæturnar 55.010 samanborið við 53.650 í febrúar í fyrra. Þetta samsvarar 2,5% fjölgun. Á Norðurlandi fjölgaði gistinóttum hlutfallslega mest en þær fóru úr 2.520 í febrúar 2004 í 3.230 í febrúar 2005, sem er um 28% aukning. Á Suðurlandi var aukning um tæp 15% í febrúar, fjölgaði úr 4.880 í 5.610. Á höfuðborgarsvæðinu nam fjölgun gistinátta rúmum 3%, þær fóru úr 40.580 í 41.930. Á Austurlandi fækkaði gistinóttum í febrúar úr 2.170 í 960 (-56%). Á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum var samdráttur um rúm 6%, gistinætur voru 3.290 í febrúar síðastliðnum en voru 3.510 árið 2004. Fjölgun gistinátta á hótelum í febrúar 2005 er vegna Íslendinga (15,5%), en gistinóttum útlendinga fækkaði um 2,4%. Nákvæmari flokkunÍ tilkynningu frá Hagstofunni kemur fram að frá og með janúar 2005 hafa gististaðir skilað Hagstofunni inn nánari sundurliðun á þjóðerni gesta. Við bættust flokkarnir Mið- og Suður-Ameríka, Kína, Önnur Asíulönd, Afríka og Eyjaálfa. Flokkurinn "Öll önnur lönd" dettur út en þegar ríkisfang gesta er ekki vitað falla þeir í flokkinn "Þjóðerni óþekkt." Með þessu er hægt að flokka gesti eftir löndum/heimsálfum og verður flokkunin nákvæmari og niðurstöður að sama skapi ítarlegri. Eingöngu heilsárshótelAthygli skal vakin á því að tölur Hagstofunnar miðast við gistinætur á hótelum eingöngu, þ.e. hótelum sem opin eru allt árið. Í þessum flokki gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann. Fjöldi hótela í þessum flokki gististaða sem opnir voru í febrúar voru 65 talsins árið 2005, en voru 70 árið á undan. Tölur fyrir 2004 og 2005 eru bráðabirgðatölur.  
Lesa meira