19% fjölgun farþega á fyrsta ársfjórðungi

19% fjölgun farþega á fyrsta ársfjórðungi
fridrikmar

Farþegum sem fóru um Keflavíkurflugvöll fjölgaði um tæp 27% í mars samanborið við sama tíma í fyrra. Fyrstu þrjá mánuði ársins hefur farþegum fjölgað um tæp 19% á milli ára, eða úr 252.308 í 299.688.

Farþegar á leið frá landinu voru tæplega 50 þúsund í mars síðastliðnum en heldur fleiri voru á leið til landsins eða rúmlega 53 þúsund manns og fjölgaði þeim um rúm 28% á milli ára. Áfram og skiptifarþegar (transit) eru um 17% af heildarfarþegafjöldanum það sem af er árinu og hefur fjölgað um 23% á milli ára.

 


Athugasemdir