Fara í efni

Rútusérleyfi og rekstur Herjólfs boðin út

Sturla Böðvarsson samgöngumálaráðherra hefur falið Vegagerðinni að bjóða út öll rútusérleyfi á landinu. Þá verður einnig boðinn út rekstur Vestmannaeyjarferjunnar Herjólfs frá áramótum. Jafnframt er í undirbúningi útboð á flugi til jaðarbyggða.

Ráðherra tilkynnti um þessa ráðstöfun á aðalfundi Samtaka ferðaþjónustunnar í gær. Hvað varðar Herjólf sagði Sturla að miðað verði við að ferjan fari 13 eða 14 ferðir á viku allt árið. Er það í samræmi við óskir heimamanna, að sögn ráðherra. Breytingin varðandi rútufyrirtækin tekur gildi 1. janúar 2006.

Sturla sagði að reksturinn verði færður til þess aðila sem treysti sér í ofangreindan rekstur með minnstum ríkisstyrkjum. Segir hann útboðið hvetja til frekari hagræðingar í rekstri. Þessi ráðstöfun mun að sögn ráðherra ekki leiða af sér hækkandi fargjöld því þak verði sett á upphæð fargjalda.

Mynd af vef SBA-Norðurleiðar.