Fara í efni

Úrskurðarnefnd SAF og Neytendasamtakanna

Vel heppnað haustþing Vestfirðinga
Vel heppnað haustþing Vestfirðinga

Samtök ferðaþjónustunnar og Neytendasamtökin hafa undirritað samkomulag um úrskurðarnefnd. Að sögn Ernu Hauksdóttur, framkvæmdastjóra SAF, er um mikilvægt gæðamál að ræða.

Úrskurðarnefndin tekur til meðferðar og úrskurðar hvers konar kvartanir frá neytendum vegna kaupa á vöru og þjónustu af fyrirtækjum innan SAF. Úrskurðarnefndina skipa 3 fulltrúar. Einn er tilnefndur frá SAF, einn frá Neytendasamtökunum og formaður nefndarinnar er tilnefndur af samgönguráðherra. Samninginn undirrituðu Erna Hauksdóttir fyrir hönd SAF og Jóhannes Gunnarsson fyrir hönd Neytendasamtakanna. Samninginn í heild sinni má nálgast á vef SAF.