Fara í efni

Vel sóttur aðalfundur Félags ferðaþjónustubænda

Öflugu landkynningarstarfi í Bretlandi haldið áfram
Öflugu landkynningarstarfi í Bretlandi haldið áfram

Félag ferðaþjónustubænda hélt aðalfund sinn á dögunum. Fundurinn var haldinn á Hótel Heklu á Skeiðum og var vel sóttur.

Ýmis mál voru til umræðu á fundinum. Meðal annars var samþykkt nýtt flokkunarkerfi fyrir Ferðaþjónustu bænda sem hefur verið í vinnslu sl. 4 ár. Bætt er við nýjum flokki sem heitir sveitahótel en með því eru þeir staðir aðgreindir sem eru með herbergi með baði og aðra úrvalsaðstöðu eins og veitingastað og fleira. Annað umfangsmikið mál var endurskoðun á umhverfismálum samtakanna. Að sögn Marteins Njálssonar, formanns Félags ferðaþjónustubænda, hafa ferðaþjónustubændur tekið þá ákvörðun að vera ævinlega í fararbroddi í umhverfismálunum ferðaþjónustu á landsbyggðinni, enda hafa samtökin hlotið viðurkenningar fyrir starf á þessum vettvangi. Skemmst er að minnast umhverfisverðlauna Ferðamálaráðs 2004 og Skandinavísku ferðaverðlaunanna sem Ferðaþjónusta bænda fékk á ITB ferðasýningunni í Berlín í síðasta mánuði. Að sögn Marteins fer afkoma ferðaþjónustubænda batnandi, útlitið fyrir sumarið sé gott og ferðamannatímabilið alltaf að lengjast fram á vorið og fram eftir hausti.