Fara í efni

Á ferð um Ísland í 15. sinn

Fjölgun ferðamanna heldur áfram - aukning á öllum mörkuðum frá áramótum
Fjölgun ferðamanna heldur áfram - aukning á öllum mörkuðum frá áramótum

Ferðahandbókin Á ferð um Ísland er nú komin út fimmtánda árið í röð.

Í tilkynningu frá útgefenda segir að bókin hafi aldrei verið stærri eða 224 bls. Hún er gefin út á þremur tungumálum; íslensku, ensku og þýsku og er dreift í 90.000 eintökum á alla helstu ferðamannastaði landsins. Í bókinni er umfjöllun um hvern landshluta, þjónustulistar sem eru uppfærðir árlega í samstarfi við heimamenn, ásamt kortum þar sem gististaðir, tjaldsvæði og sundlaugar eru númeraðar á svæðum utan þéttbýlis. Sambærileg kort eru einnig frá helstu þéttbýlisstöðum landsins. Þá er einnig að finna hálendiskafla með hálendiskorti og þjónustulistum í bókinni. Fremst í bókinni er síðan að finna ýmsan fróðleik um land og þjóð, það helsta sem er á döfinni í sumar, afþreyingu og margt fleira.

Fjöldi fallegra ljósmynda eftir Pál Stefánsson ljósmyndara skreyta bókina og hún er einnig birt í vefútgáfu á www.heimur.is/world. Útgáfufélagið Heimur gefur bókin út og ritstjóri er María Guðmundsdóttir.