Fara í efni

Nýr vefur í loftið

Könnun um viðhorf farþega í hvalaskoðunarferðum
Könnun um viðhorf farþega í hvalaskoðunarferðum

Í dag, sumardaginn fyrsta, opnaði Ferðamálaráð Íslands nýja útgáfu af vefnum ferdamalarad.is. Á vefnum, sem nefndur er samskiptavefur ferðaþjónustunnar, er að finna fjölþættar upplýsingar um íslenska ferðaþjónustu.

Vefurinn á að nýtast bæði aðilum innan greinarinnar og öllum þeim sem þurfa að leita sér upplýsinga um efni tengt ferðaþjónustunni, svo sem fjölmiðlum, skólafólki og fleirum. ?Þótt vefurinn hafi þróast stöðugt á þeim 6 árum sem liðin eru frá því að hann fór í loftið var engu að síður orðið tímabært að taka hann til gagngerrar endurnýjunnar. Von okkar er sú að þeir sem voru heimavanir í notkun gamla vefsins finnist þessi nýi einnig kunnuglegur en jafnframt kynnum við ýmsar nýjunar á þessum tímamótum,? segir Halldór Arinbjarnarson, vefstjóri Ferðamálaráðs.

Með nýja vefnum verður, að sögn Halldórs, handhægara að auka miðlun upplýsinga frá Ferðamálaráði og greininni í heild og tækifæri skapast til frekari þróunar vefsins. Meðal nýrra þátta má nefna viðburðadagatal um það sem er á döfinni í íslenskri ferðaþjónustu og spjallsvæði þar sem hægt er að skiptast á skoðunum og leita eftir upplýsingum. Hönnun og forritun nýja vefsins var unnin í samvinnu við upplýsingatæknifyrirtækin Betri lausnir og Hugvit í Reykjavík og er vefumsjónarkerfið Vefþór notað við daglega umsýslu.