Fréttir

Vel heppnuð uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi

Síðastliðinn fimmtudag var blásið til uppskeruhátíðar ferðaþjónustunnar á Norðurlandi. Það voru Ferðamálasamtök Norðurlands eystra og vestra, Ferðaþjónustuklasinn/ Vaxey og Markaðsskrifstofa ferðamála á Norðurlandi sem buðu til hátíðarinnar sem tókst í alla stað vel en um 100 manns sóttu hana. Markmiðið hátíðarinnar var að efla samkennd og samvinnu á milli ferðaþjónustuaðila á Norðurlandi og að ferðaþjónustuaðilar kynnist því sem að önnur svæði hafa upp á að bjóða. Að þessu sinni voru Þingeyingar gestgjafar og hófst dagskráin á Húsavík. Þaðan var ekið upp í Mývatnssveit með viðkomu á Narfastöðum í Reykjadal. Síðdegis var síðan ekið til baka til Húsavíkur og endaði dagurinn á hátíðarkvöldverði á veitingastaðnum Sölku. Viðurkenningar veittarÁ kvöldskemmtuninni voru m.a. ýmsar viðurkenningar veittar. Vætanlegt Selasetur Íslands á Hvammstanga fék viðurkenningu fyrir áhuagverða nýjung í ferðaþjónustu. Tveir einstaklingar fengu viðurkenningu fyrir áralangt starf að ferðaþjónustu, þeir Erlingur Thoroddsen, hótelstjóri á Hótel Norðurljósi, og Jón Eiríksson "Drangeyjarjarl". Markaðsskrifstofa Ferðamála á Norðurlandi veitti viðurkenningarnar sem Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, afhenti. Þá fékk Baðfélag Mývatnssveit sem rekur Jarðböðin við Mývatn viðurkenningu Ferðamálasamtaka Íslands og hana afhenti Pétur Rafnsson, formaður samatakanna. Hádegisverður snæddur á Narfastöðum. Unnsteinn Ingason, staðarhaldari á Narfastöðum, og Hörður Sigurbjarnarson hjá Norðursiglingu. Kjartan Lársson skammtar Jóni "Drangeyjarjarli" súpuna. Í Dimmuborgum komu jólasveinar og heilsuðu upp á mannskapinn... ...og að sjálfsögðu voru allir leystir út með gjöfum.
Lesa meira

World Travel Market hefst í dag

Ferðamálaráð Íslands er líkt og undanfarin ár meðal þátttakenda á hinni árlegu ferðasýning World Travel Market í London sem í dag, mánudag. Að þessu sinni taka 15 íslensk fyrirtæki þátt. World Travel market er ein stærsta ferðasýning í heimi en hún er haldin í glæsilegri sýningahöll, ExCel í Docklands, austast í London. Öll aðstaða til sýningarhalds er eins og best verður á kosið og þarna koma saman þúsundir sýnenda frá öllum heimshornum. Norðurlöndin standa saman að þátttökunni líkt og verið hefur undanfarin ár þar sem hvert landanna hefur sinn bás innan sýningarsvæðisins. ?Þetta fyrirkomulag hefur reynst ágætlega og heldur kostnaðinum niðri,? segir Sigrún Hlín Sigurðardóttir, markaðsfulltrúi Ferðamálaráðs á Bretlandsmarkaði. Strangara eftirlit á ?trade? dögumAð hennar sögn verður þátttaka og framkvæmd sýningarinnar af hálfu Íslands með hefðbundnum hætti. ?Sýningarhaldarar hafa verið að bæta þjónustuna og nú verður strangara eftirlit með því að tvo fyrri sýningardagana, mánudag og þriðjudag, verði eingöngu ?trade? sem kallað er, þ.e. að einungis fagaðilum í viðskiptaerindum verði veittur aðgangur eins og reglur sýningarinnar kveða áum. Á miðvikudaginn er síðan almenningur og fagaðilar í bland en síðasti dagurinn, fimmtudagur, er eingöngu hugsaður fyrir almenning,? segir Sigrún. Móttaka fyrir fjölmiðla og ferðaþjónustufólkMarkmiðið með svona sýningu er auðvitað fyrst og fremst að skapa viðskipti fyrir íslenska ferðaþjónustu og samhliða sjálfri sýningunni er reynt að stuðla að því með ýmsum öðrum hætti. Á mánudagskvöldið verða Norðurlöndin t.d. með sameiginlega móttöku fyrir blaðamenn og ferðaþjónustuaðila og hafa vel á annað hundrað aðilar þegar skráð sig. Hlutur Íslands í veitingum á básnum kemur frá Iceland Springwater, Ölgerð Egils Skallagrímssonar og Iceland Seafood. Mynd: Frá World Travel Market 2005Ferðamálaráð/ÁH  
Lesa meira

Adrenalin.is fékk Nýsköpunarverðlaun SAF

Ein verðlaun og tvær viðurkenningar voru veittar úr Nýsköpunar- og vöruþróunarsjóði Samtaka ferðaþjónustunnar í dag, 11. nóvember, á stofndegi samtakanna. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra afhenti verðlaunin við athöfn sem fram fór á Grand Hótel Reykjavík. Nýsköpunarverðlaun SAF, 250.000 krónur og skjöld, hlaut fyrirtækið Adrenalin.is. Það er afþreyingarfyrirtæki í eigu ferðaskrifstofunnar Ultima Thule og rekur m.a. Adrenalíngarðinn á Nesjavöllum. Viðurkenningar og skjöld hlutu VEG Guesthouse á Suðureyri fyrir nýsköpun hvað varðar upplifun ferðamanna með heimamönnum og Fjord Fishing á Tálknafirði, sem selur sjóstangamönnum veiðiferðir út frá Vestförðum. Nánar á vef SAF
Lesa meira

Staða og horfur á ferðamörkuðum viðfangsefni alþjóðlegs málþings í Pisa

Alþjóðlega markaðsrannsóknafyrirtækið IPK og Ferðamálaráð Evrópu (ETC) héldu í byrjun nóvember sitt 12. málþing í Pisa á Ítalíu. Það hefur verið vettvangur umræðu um ferðamennsku og rannsóknir á alþjóðavísu um árabil. Að þessu sinni voru meginviðfangsefnin, staða og horfur á ferðamörkuðum í Evrópu, Ameríku og Asíu og áhrif lággjaldafarþega á ákvörðunarstaði og birgja. Til málþingsins er að jafnaði boðið fulltrúum ferðamálaráða aðildarlanda Ferðamálaráðs Evrópu og nokkurra alþjóðlegra samtaka og fyrirtækja sem sinna gagnasöfnun um ferðamennsku á alþjóðavísu. Þátttakendur hafa aldrei verið jafnmargir eða 64 talsins frá 33 löndum. Oddný Þóra Óladóttir, verkefnastjóri tók þátt í þinginu fyrir hönd Ferðamálaráðs. Hlutdeild lággjaldaflugfélaga vex hrattAð sögn Oddnýjar vakti athygli hve hlutdeild lággjaldaflugfélaga vex hratt í alþjóðlegri ferðaþjónustu. ?Það að bóka ferð með skömmum fyrirvara er komið til að vera, ferðamenn eru orðnir ?verðmiðaðri?, ef svo má segja, og bíða fram á síðustu stund í von um hvað hagstæðasta ferð. Kröfurnar um aukin gæði aukast hins vegar samhliða, ferðamenn vilja það besta á markaðnum fyrir sem minnstan pening,? segir Oddný. Hryðjuverkaógnin og náttúruhamfarir virðast hafa haft lítil áhrifHún segir ennfremur áhugavert að sjá hve lítil áhrif hryðjuverkaógnin og náttúruhamfarir virðast hafa haft á ferðamennsku á árinu. Það sem af er árinu 2005 hefur ferðamönnum til Evrópu til að mynda fjölgað um 5 prósent frá fyrra ári, sem er mun meiri aukning en allar spár gerðu ráð fyrir. ?Þátttakendur voru þó sammála um að ferðaþjónusta hefur sjaldan verið jafn viðkvæm og ófyrirsjáanleg. Talið er að hátt olíuverð muni líklega hafa umtalsverð áhrif á ferðamennsku í heiminum á næstunni. Almennt séð töldu þátttakendur þó horfurnar fyrir komandi ár nokkuð bjartar og Evrópulönd mættu búast við töluverðri aukningu í komum erlendra gesta,? segir Oddný.  
Lesa meira

Tölfræðibæklingur Ferðamálaráðs 2005

Ferðamálaráð Íslands hefur gefið út tölfræðibæklinginn ,,Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum 2005?. Í honum má finna ýmis talnagögn í máli og myndum um ferðaþjónustu og erlenda ferðamenn á Íslandi. Þar má m.a. finna yfirlit yfir fjölda ferðamanna, gjaldeyristekjur af ferðamönnum, gistinætur erlendra gesta og nokkrar niðurstöður úr könnun Ferðamálaráðs sem framkvæmd var á tímabilinu júní 2004 til maí 2005. Við gerð bæklingsins var stuðst við heimildir frá Hagstofunni, Seðlabanka Íslands og Ferðamálaráði. Bæklingurinn hefur ennfremur verið gefinn út á ensku undir heitinu ,,Tourism in figures 2005?. Bæklingarnir eru aðgengilegir í pdf formi á vefnum undir liðnum Tölfræði hér á ferdamalarad.is og undir liðnum Statistic á enska hluta landkynningarvefsins www.visiticeland.com. Beinn hlekkur í bæklinginn er einnig hér að neðan. Tölfræðibæklingur Ferðamálaráðs 2005 (PDF 7,2 MB)
Lesa meira

Yfir 50% fjölgun erlendra ferðamanna í október á sl. 3 árum

Erlendum ferðamönnum fjölgaði um 7% í október síðastliðnum miðað við sama mánuð í fyrra. Í október nú komu hingað 27.039 erlendir gestir á móti 25.338 í fyrra. Það sem af er árinu hafa 225.500 erlendir ferðamenn farið um Leifsstöð eða um 5 þúsund fleiri en á sama tíma í fyrra sem er aukning um 1,4%. Sé litið til helstu markaðssvæða í október þá er aukning frá Norður-Ameríku og Mið-Evrópu, norðurlöndin standa nánast í stað en fækkun frá Bretlandi. Í því sambandi er vert að hafa í huga að í fyrra var óvenju mikil aukning frá Bretlandi í október. Að sögn Ársæls Harðarsonar forstöðumanns markaðssviðs Ferðamálaráðs er athyglisvert að ferðamönnum í október hefur fjölgað um yfir 50% á sl. þremur árum. Í töflunni hér að neðan má sjá skiptingu ferðamanna eftir þjóðerni í október og heildarniðurstöður frá upphafi talninga eru aðgengilegar undir liðnum ?Tölfræði? hér á vefnum. Fjöldi ferðamanna í október Þjóðerni 2002 2003 2004 2005 Mism. 04-05 % Bandaríkin                     3.089 3528 3605 3.792 187 5,19% Bretland                       5.086 4143 6356 5.662 -694 -10,92% Danmörk                        1.475 2031 2799 2.767 -32 -1,14% Finnland                       465 951 550 1.203 653 118,73% Frakkland                      408 532 749 663 -86 -11,48% Holland                        563 640 530 785 255 48,11% Ítalía                         109 166 209 227 18 8,61% Japan                          162 875 237 912 675 284,81% Kanada                         157 221 183 195 12 6,56% Noregur                        1.624 2631 2981 2.312 -669 -22,44% Spánn                          69 134 141 248 107 75,89% Sviss                          89 125 148 191 43 29,05% Svíþjóð                        1.820 2602 2636 2.531 -105 -3,98% Þýskaland                      811 1251 1132 1.206 74 6,54% Önnur þjóðerni                 1.844 2702 3082 4.345 1.263 40,98% Samtals 17.771 22.532 25.338 27.039 1.701 6,71%
Lesa meira

Ísland kynnt á Norðurlöndunum sem áfangastaður fyrir ráðstefnur, viðburði og hvataferðir

Ráðstefnuskrifstofa Íslands og Ferðamálaráð, í samvinnu við Icelandair og Sendiráð Íslands í Stokkhólmi og Kaupamannahöfn standa nú fyrir kynningum þar sem kynnt er hvað Ísland hefur upp á að bjóða fyrir ráðstefnu- og hvataferðagesti. Í gær var kynning í Stokkhólmi en áður er lokið sambærilegum kynningum í Helsinki og London. Gestirnir sem boðnir eru, eru fulltrúar sérhæfðra fyrirtækja sem skipuleggja ráðstefnuferðir, fyrirtækjaviðburði og hvataferðir. Kynningin í Stokkhólmi fór fram á veitingastaðnum Sturehof. Lisbeth Jensen, forstöðumaður Ferðamálaráðs á norðurlöndunum, kynnti þjónustu Ferðamálaráðs, og Ráðstefnuskrifstofu Íslands sem og þá aðstöðu og möguleika sem landið hefur upp á að bjóða. Einnig hélt Dóra Magnúsdóttir, markaðsstjóri Reykjavíkurborgar, kynningu á borginni og fyrirhuguðu ráðstefnu- og tónlistarhúsi sem mun rísa í Reykjavík. Boðið var upp á íslenskan mat og mæltist hann sérstaklega vel fyrir hjá gestunum. Auk þess flutti fulltrúi sendiherra Íslands, Helga Haraldsdóttir, erindi og fjallaði um samskipti Íslands og Svíþjóðar. Samskonar kynning fer fram í Kaupmannahöfn í sendiráðinu á Norðurbryggju í kvöld 9. nóvember. Haldnar verða kynningar sem og boðið upp á íslenskan mat. Friðrik Jónsson, fulltrúi sendiherra býður alla velkomna og síðan fara fram kynningar með sama hætti og í Stokkhólmi. Að sögn Ársæls Harðarsonar, forstöðumanns markaðssviðs Ferðamálaráðs, felst styrkurinn í kynningum af þessu tagi ekki síst í að fyrirtækin sem boðið er, eru sérvalin með tilliti til mögulegra viðskipta í framtíðinni svo og því samstarfi sem felst í því að með í för eru íslensk fyrirtæki sem sérhæfa sig í móttöku á ráðstefnu- og hvataferðamönnum. Að þessu sinni eru með í för 10 íslensk fyrirtæki. Norðurlöndin eru sem fyrr einn af mikilvægustu mörkuðum Íslands þegar kemur að ráðstefnu- og hvataferðum. Mynd: Frá Stokkhólmi.
Lesa meira

Gistinóttum á hótelum í september fjölgaði um rúm 13% milli ára

Hagstofan hefur birt tölur um fjölda gistinátta í september. Þar kemur fram að gistinætur á hótelum í september árið 2005 voru 92.900 en voru 81.900 árið 2004 sem svarar til 13,4% aukningar.
Lesa meira

Samráðsfundur um stofnun samtaka um sögutengda ferðaþjónustu

Í apríl síðastliðnum var í Reykjanesbæ haldið málþing um sögutengda ferðaþjónustu sem um 100 manns sóttu. Þar var einróma samþykkt að undirbúa stofnun samtaka um þetta efni og af því tilefni hefur verið boðað til fundar í Þjóðminjasafni Íslands fimmtudaginn 17 nóvember kl 13-16. Áhersla verður lögð á landnáms-, sögu - og þjóðveldisöld, fram til um 1300. Á fundinum í vor kom fram að fundarmenn töldu brýnast að standa saman að kynningar- og markaðsmálum en einnig að auka samvinnu á sviði fræðslu - og námskeiðahalds, handverks og minjagripagerðar. Var samþykkt að halda næsta fund á haustdögum 2005 til hrinda þessum hugmyndum úr vör. Tími aðgerða því runninn upp og eru nú fleiri boðaðir til fundar, enda talsverð vakning í að miðla til ferðamanna upplýsingum um þetta tímabil í sögu þjóðarinnar og nýta það til atvinnusköpunar, segir í tilkynningu um fundinn. Fundartíminn, 17. nóvember kl 13-16, er valinn með það í huga að sem flestir landsbyggðarmenn sem þurfa að koma með flugi geti komist heim samdægurs. Farið er inn um aðalinngang Þjóðminjasafnsins og þar verður Gísli Sverrir Árnason kynningarfulltrúi safnsins mættur til að taka á móti fundarmönnum. Tillaga að dagskrá fundarins í Þjóðminjasafninu: 1. Þáttakendur kynna sig og skipuleggjendur greina frá málavöxtum. 2. Umræða um útgáfu á sameiginlegan kynningarbæklingi fyrir næsta sumar er komi út ekki síðar en í lok apríl. Allir fá jafn mikið pláss (eina síðu eða opnu) og borgi jafnt. Mögulega annað kynningarefni einnig. Ákvörðun tekin. 3. Aðrir samvinnumöguleikar. 4. Skipan 5 manna (?) verkefnishóps  (góð landfræðileg dreifing) til að undirbúa formlega stofun félags næsta vor. Best ef það getur tengst kynningu á sameiginlegum bæklingi. 5. Önnur mál. Í kaffihléi, um kl. 14.30,  gefst tækifæri til að skoða sýningar Þjóðminjasafnsins. Þátttaka tilkynnist til Rögnvaldar Guðmundssonar, rognv@hi.is
Lesa meira

Farþegar um Keflavíkurflugvöll í október

Tæplega 148 þúsund farþegar fóru um Keflavíkurflugvöll í október síðastliðnum, samkvæmt tölum frá vellinum. Þetta er 9% aukning á milli ára. Frá áramótum hafa tæplega 1,6 milljónir farþega farið um völlinn og nemur fjölgunin um 11%. Nánari sundurliðun má sjá í töflunni hér að neðan.   Farþegar um Keflavíkurflugvöll   Okt. 05. YTD Okt. 04. YTD Mán. % breyting YTD % Breyting Héðan: 60617 662689 55395 596160 0,094268 0,111596 Hingað: 62199 661392 56667 608353 0,097623 0,087185 Áfram: 1660 12287 1120 5378 0,482143 1,284678 Skipti. 23257 262359 22361 232820 0,04007 0,126875   147733 1598727 135543 1442711 0,089935 0,108141
Lesa meira