Fara í efni

Tölfræðibæklingur Ferðamálaráðs 2005

FolkundirKletti
FolkundirKletti

Ferðamálaráð Íslands hefur gefið út tölfræðibæklinginn ,,Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum 2005?. Í honum má finna ýmis talnagögn í máli og myndum um ferðaþjónustu og erlenda ferðamenn á Íslandi.

Þar má m.a. finna yfirlit yfir fjölda ferðamanna, gjaldeyristekjur af ferðamönnum, gistinætur erlendra gesta og nokkrar niðurstöður úr könnun Ferðamálaráðs sem framkvæmd var á tímabilinu júní 2004 til maí 2005. Við gerð bæklingsins var stuðst við heimildir frá Hagstofunni, Seðlabanka Íslands og Ferðamálaráði. Bæklingurinn hefur ennfremur verið gefinn út á ensku undir heitinu ,,Tourism in figures 2005?.

Bæklingarnir eru aðgengilegir í pdf formi á vefnum undir liðnum Tölfræði hér á ferdamalarad.is og undir liðnum Statistic á enska hluta landkynningarvefsins www.visiticeland.com. Beinn hlekkur í bæklinginn er einnig hér að neðan.