Fara í efni

Samráðsfundur um stofnun samtaka um sögutengda ferðaþjónustu

Nýja Norræna til Seyðisfjarðar í mars
Nýja Norræna til Seyðisfjarðar í mars

Í apríl síðastliðnum var í Reykjanesbæ haldið málþing um sögutengda ferðaþjónustu sem um 100 manns sóttu. Þar var einróma samþykkt að undirbúa stofnun samtaka um þetta efni og af því tilefni hefur verið boðað til fundar í Þjóðminjasafni Íslands fimmtudaginn 17 nóvember kl 13-16.

Áhersla verður lögð á landnáms-, sögu - og þjóðveldisöld, fram til um 1300. Á fundinum í vor kom fram að fundarmenn töldu brýnast að standa saman að kynningar- og markaðsmálum en einnig að auka samvinnu á sviði fræðslu - og námskeiðahalds, handverks og minjagripagerðar. Var samþykkt að halda næsta fund á haustdögum 2005 til hrinda þessum hugmyndum úr vör. Tími aðgerða því runninn upp og eru nú fleiri boðaðir til fundar, enda talsverð vakning í að miðla til ferðamanna upplýsingum um þetta tímabil í sögu þjóðarinnar og nýta það til atvinnusköpunar, segir í tilkynningu um fundinn.

Fundartíminn, 17. nóvember kl 13-16, er valinn með það í huga að sem flestir landsbyggðarmenn sem þurfa að koma með flugi geti komist heim samdægurs. Farið er inn um aðalinngang Þjóðminjasafnsins og þar verður Gísli Sverrir Árnason kynningarfulltrúi safnsins mættur til að taka á móti fundarmönnum.

Tillaga að dagskrá fundarins í Þjóðminjasafninu:
1. Þáttakendur kynna sig og skipuleggjendur greina frá málavöxtum.
2. Umræða um útgáfu á sameiginlegan kynningarbæklingi fyrir næsta sumar er komi út ekki síðar en í lok apríl. Allir fá jafn mikið pláss (eina síðu eða opnu) og borgi jafnt. Mögulega annað kynningarefni einnig. Ákvörðun tekin.
3. Aðrir samvinnumöguleikar.
4. Skipan 5 manna (?) verkefnishóps  (góð landfræðileg dreifing) til að undirbúa formlega stofun félags næsta vor. Best ef það getur tengst kynningu á sameiginlegum bæklingi.
5. Önnur mál.

Í kaffihléi, um kl. 14.30,  gefst tækifæri til að skoða sýningar Þjóðminjasafnsins.

Þátttaka tilkynnist til Rögnvaldar Guðmundssonar, rognv@hi.is