Fara í efni

Ferðamálasamtök Íslands boða til aðalfundar í Varmahlíð

Málþing um Vatnajökulsþjóðgarð og Jöklasetur
Málþing um Vatnajökulsþjóðgarð og Jöklasetur

Aðalfundur Ferðamálasamtaka Íslands verður haldinn á Hótel Varmahlíð föstudaginn 25. og 26. nóvember 2005. Að samtökunum standa átta landshlutasamtök og að þeim eiga aðild ferðaþjónustuaðilar og sveitarfélög á viðkomandi svæðum. Formaður samtakanna er Pétur Rafnsson.

Síðasti aðlfundur Ferðamálasamtaka Íslands var haldinn í Stykkishólmi fyrir ári síðan og var hann að venju vel sóttur. Dagskrá fundarins nú verður auglýst síðar hér á vefnum og í fjölmiðlum. Fulltrúar eru beðnir að skrá sig tímanlega á fundinn í síma 898-6635 og bókun herbergja er á Hótel Varmahlíð s. 464-4164.