Fara í efni

Staða og horfur á ferðamörkuðum viðfangsefni alþjóðlegs málþings í Pisa

Niðurstöður umsókna um samstarf vegna auglýsinga á íslenskri ferðaþjónustu
Niðurstöður umsókna um samstarf vegna auglýsinga á íslenskri ferðaþjónustu

Alþjóðlega markaðsrannsóknafyrirtækið IPK og Ferðamálaráð Evrópu (ETC) héldu í byrjun nóvember sitt 12. málþing í Pisa á Ítalíu. Það hefur verið vettvangur umræðu um ferðamennsku og rannsóknir á alþjóðavísu um árabil. Að þessu sinni voru meginviðfangsefnin, staða og horfur á ferðamörkuðum í Evrópu, Ameríku og Asíu og áhrif lággjaldafarþega á ákvörðunarstaði og birgja.

Til málþingsins er að jafnaði boðið fulltrúum ferðamálaráða aðildarlanda Ferðamálaráðs Evrópu og nokkurra alþjóðlegra samtaka og fyrirtækja sem sinna gagnasöfnun um ferðamennsku á alþjóðavísu. Þátttakendur hafa aldrei verið jafnmargir eða 64 talsins frá 33 löndum. Oddný Þóra Óladóttir, verkefnastjóri tók þátt í þinginu fyrir hönd Ferðamálaráðs.

Hlutdeild lággjaldaflugfélaga vex hratt
Að sögn Oddnýjar vakti athygli hve hlutdeild lággjaldaflugfélaga vex hratt í alþjóðlegri ferðaþjónustu. ?Það að bóka ferð með skömmum fyrirvara er komið til að vera, ferðamenn eru orðnir ?verðmiðaðri?, ef svo má segja, og bíða fram á síðustu stund í von um hvað hagstæðasta ferð. Kröfurnar um aukin gæði aukast hins vegar samhliða, ferðamenn vilja það besta á markaðnum fyrir sem minnstan pening,? segir Oddný.

Hryðjuverkaógnin og náttúruhamfarir virðast hafa haft lítil áhrif
Hún segir ennfremur áhugavert að sjá hve lítil áhrif hryðjuverkaógnin og náttúruhamfarir virðast hafa haft á ferðamennsku á árinu. Það sem af er árinu 2005 hefur ferðamönnum til Evrópu til að mynda fjölgað um 5 prósent frá fyrra ári, sem er mun meiri aukning en allar spár gerðu ráð fyrir. ?Þátttakendur voru þó sammála um að ferðaþjónusta hefur sjaldan verið jafn viðkvæm og ófyrirsjáanleg. Talið er að hátt olíuverð muni líklega hafa umtalsverð áhrif á ferðamennsku í heiminum á næstunni. Almennt séð töldu þátttakendur þó horfurnar fyrir komandi ár nokkuð bjartar og Evrópulönd mættu búast við töluverðri aukningu í komum erlendra gesta,? segir Oddný.