Fara í efni

Gistinóttum á hótelum í september fjölgaði um rúm 13% milli ára

Ferðamálasjóður lagður niður
Ferðamálasjóður lagður niður

Hagstofan hefur birt tölur um fjölda gistinátta í september. Þar kemur fram að gistinætur á hótelum í september árið 2005 voru 92.900 en voru 81.900 árið 2004 sem svarar til 13,4% aukningar.

Hlutfallslega varð mesta aukningin á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum þar sem gistinætur fóru úr 7.300 í 8.900 (22,8%). Á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði gistinóttum um 10.900, úr 53.700 í 64.600 og fjölgaði þar með um 20% milli ára. Í öðrum landshlutum fækkaði gistinóttum í september milli ára. Á Austurlandi nam samdrátturinn tæpum 12%, á Norðurlandi tæpum 7% og á Suðurlandi tæpum 6%.

Öll aukningin vegna erlendra gesta
Fjölgun gistinátta á hótelum í september árið 2005 er nánast eingöngu vegna útlendinga, en þær fóru úr 64.600 í 75.500 milli ára (16,4%).  Gistinóttum Íslendinga fjölgaði um tæpt 1%.

Í september sl. voru 75 hótel sem eru með opið allt árið en á sama tíma fyrir ári voru þau 70. Fjöldi herbergja fór úr 3.480 í 3.748 og fjöldi rúma úr 7.014 í 7.626. Hótelum fjölgaði um tvö á höfuðborgarsvæðinu, tvö á Vesturlandi og eitt á Norðurlandi eystra.