Fara í efni

Adrenalin.is fékk Nýsköpunarverðlaun SAF

Adrenalin
Adrenalin

Ein verðlaun og tvær viðurkenningar voru veittar úr Nýsköpunar- og vöruþróunarsjóði Samtaka ferðaþjónustunnar í dag, 11. nóvember, á stofndegi samtakanna. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra afhenti verðlaunin við athöfn sem fram fór á Grand Hótel Reykjavík.

Nýsköpunarverðlaun SAF, 250.000 krónur og skjöld, hlaut fyrirtækið Adrenalin.is. Það er afþreyingarfyrirtæki í eigu ferðaskrifstofunnar Ultima Thule og rekur m.a. Adrenalíngarðinn á Nesjavöllum. Viðurkenningar og skjöld hlutu VEG Guesthouse á Suðureyri fyrir nýsköpun hvað varðar upplifun ferðamanna með heimamönnum og Fjord Fishing á Tálknafirði, sem selur sjóstangamönnum veiðiferðir út frá Vestförðum. Nánar á vef SAF