Fréttir

Fl Group boðar miklar skipulagsbreytingar og kaupir Sterling

Samningar hafa verið undirritaður um kaup FL Group á danska lággjaldaflugfélaginu Sterling fyrir fyrir um 15 milljarða íslenskra króna, sem mun þó er tengt afkomu næsta árs. Grundvallarbreytingar verða gerðar á uppbyggingu FL Group sem fela m.a. í sér aukningu hlutafjár úr 21 milljarði að markaðsvirði í 65 milljarða. Hannes Smárason verður forstjóri FL Group sem eftir breytinguna mun einbeita sér að fjárfestingarstarfsemi og verður eitt stærsta fjárfestingafélag landsins. Flug- og ferðaþjónusturekstur verður skilinn frá fjárfestingastarfsemi og honum skipt upp í 4 sjálfstæð félög í eigu FL Group þar sem Sterling verður fjórða félagið. Icelandair GroupUndir Icelandair Group, heyrir alþjóðlegur flugrekstur, þ.e. Icelandair, Flugleiðir Frakt, Loftleiðir-Icelandic, Tækniþjónustan Keflavíkurflugvelli og Flugþjónustan Keflavíkurflugvelli. Velta þessara félaga er samtals um 33 milljarðar króna og starfsmannafjöldi um 2000. Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair, hefur verið ráðinn forstjóri Icelandair Group. FL Travel GroupÞau fyrirtæki sem annast ferðaþjónustu á Íslandi, þ.e. Flugfélag Íslands, Ferðaskrifstofa Íslands, Flugleiðahótel, Íslandsferðir, Kynnisferðir og Bílaleiga Flugleiða, munu heyra undir FL Travel Group og hefur Þorsteinn Örn Guðmundsson framkvæmdastjóri hjá FL Group verið ráðinn forstjóri þess. Velta þessara félaga er samtals um 11 milljarðar króna og starfsmannafjöldi um 500. FlugflutningarRekstur Bláfugls og Flugflutninga verður gerður að sjálfstæðu fyrirtæki og þar hefur verið mörkuð stefna um aukinn vöxt í alþjóðlegu fraktflugi. Þórarinn Kjartansson hefur verið ráðinn forstjóri þess félags og samkomulag er um að Einar Ólafsson verði stjórnarformaður. Sterling fjórða stærst í EvrópuSterling verður síðan sem fyrr segir fjórða rekstrarfélagið innan FL Group. Nýlega var Maersk Air sameinað Sterling og er sameinað félag nú fjórða stærsta lágfargjaldaflugfélag Evrópu með um 1.800 starfsmenn. Félagið rekur 30 flugvélar af gerðinni Boeing 737 og er áætlað að félagið flytji á næsta ári um 5,2 milljónir farþega til 46 áfangastaða víðsvegar um Evrópu. Félagið flýgur einkum milli borga í Skandinavíu og Evrópu. Skýr markmið um vöxt og arðsemi?Þessar breytingar eru gerðar til að framkalla skarpari áherslu á reksturinn í þessum félögum. Til verða öflug eignarhaldsfélög hvert á sínu sviði með skýr markmið um vöxt og arðsemi undir stjórn frábærra stjórnenda. Skilin eru orðin ennþá skýrari á milli rekstrarfélaga og fjárfestingastarfseminnar en verið hefur,? segir Hannes Smárason, forstjóri FL Group í fréttatilkynningu frá félaginu. Fréttatilkynning FL Group í heild
Lesa meira

Styttist í opnun sameiginlegs Evrópuvefs

Eins og kom fram í frétt hér á vefnum fyrr í vikunni var aðalfundur Ferðamálaráðs Evrópu haldinn í Vín fyrri hluta vikunnar og þar samþykkt sérstök yfirlýsing um ferðamál. Magnús Oddsson ferðamálastjóri sat fundinn af hálfu Íslands ásamt ferðamálastjórum þeirra rúmlega þrjátíu landa sem eiga aðild að ráðinu. Samkeppnishæfnin efst á baugiAð þessu sinni stóð fundurinn í þrjá daga, sem er óvanalegt, en ástæða þess var að til hans var boðið fjölda sérfræðinga í ferðaþjónustu í Evrópu til að fjalla um stöðu og horfur í greininni. ?Mér þótti tvennt standa upp úr í þessari umræðu,? segir Magnús. ?Í fyrsta lagi hve allir eru uppteknir af umræðunni um samkeppnishæfni og þá í þessu tilliti samkeppnishæfni Evrópu. Þar sem allar spár gera ráð fyrir að umfang í ferðaþjónustu í heiminum muni tvöfaldast á næstu 15 árum og Evrópa hefur verið að tapa markaðshlutdeild þá er ekki óeðlilegt að þetta sé meginumræðuefnið þegar rætt er um stöðu og horfur. Gunther Verheugen, einn af framkvæmdastjórum EU, sagði að ljóst væri að Asía væri að fara fram úr Evrópu hvað varðaði gæði og því væri stærsta verkefni Evrópu í ferðamálum að bæta samkeppnishæfni í ljósi þess að við hefðum dregist aftur úr,? segir Magnús. En þess má geta hér að það er einmitt samkeppnishæfni sem verður meginumræðuefni ferðamálaráðstefnunnar sem hefst á fimmtudaginn í Reykjavík. Metnaðarfullt verkefniHitt sem Magnúsi fannst standa upp úr frá aðalfundinum var umræðan um rafræna kynningu og markaðssetningu. ?Það er búið á okkar vegum að vinna í tvö ár að gerð sameiginlegs vefs Evrópu og hefur verkefnið kostað um 300 milljónir íslenskra króna. Þetta tæki til kynningar og markaðssetningar er mjög metnaðarfullt og gefur öllum aðildarþjóðunum mörg tækifæri sem nauðsynlegt er að nýta. Kerfið og möguleikar þess verða eðlilega kynnt nánar fyrir greininni á næstu mánuðum, en gert er ráð fyrir fyrstu opnun 15. janúar gagnvart Bandaríkjamarkaði,? segir Magnús.  
Lesa meira

Skráning hafin á ITB í Berlín

 Skráning er nú hafin á ITB í Berlín, eða Internationale Tourismus-Börse, sem er ein stærsta ferðasýning í heimi Að þessu sinni stendur sýningin yfir dagana 8.-12. mars 2006. Skráningarfrestur er til 1. desember næstkomandi. Sýningin hefur verið haldin árlega í á þriðja áratug. Ferðamálaráð Íslands hefur tekið þátt í henni frá upphafi og kynnt þar Ísland og íslenska ferðaþjónustu. Líkt og á öðrum ferðasýningum erlendis býðst íslenskum ferðaþjónustuaðilum að fá aðstöðu í bás Ferðamálaráðs gegn föstu gjaldi. Ferðamálaráð sér um að útbúa básana og skapa mönnum aðstöðu til að hitta viðskiptavini sína en síðan er undir hverjum og einum komið að nýta tækifærið sem best. Sýningarstandar Ferðamálaráðs á þessum sýningum standa einnig opnir erlendum fyrirtækjum er koma að sölu Íslandsferða. Sýningarbás Ferðamálaráðs Íslands á ITB er hluti af sameiginlegu sýningarsvæði Norðurlandanna. Smellið hér fyrir nánari upplýsingar og skráningu á ITB Mynd: Frá ITB ferðasýningunni í Berlín.  
Lesa meira

Skoðunarferð á Ferðamálaráðstefnunni

Í tengslum við Ferðamálaráðstefnuna 2005 bjóða Ferðamálasamtök höfuðborgarsvæðisins ráðstefnugestum upp á skoðunarferð að morgni föstudagsins 28. október. Þar verða kynntar helstu nýjungar í ferðaþjónustu svæðisins. Ferðin hefst kl. 10 við Radisson SAS Hótel Sögu og lýkur um kl. 12:30 eftir að léttur hádegisverður hefur verið snæddur í upplýsingamiðstöð ferðamanna í Reykjavík. Hægt er að tilkynna þátttöku í skoðunarferðina um leið og fólk skráir sig á ráðstefnuna eða á móttökuborði á ráðstefnunni sjálfri á fimmtudeginum. Dagskrá skoðunarferðar PDF-skjal  
Lesa meira

Vínaryfirlýsingin samþykkt á fundi Ferðamálaráðs Evrópu

Á fundi Ferðamálaráðs Evrópu í gær var meðal annars samþykkt svonefnd ?Vínaryfirlýsing? (Vienna Declaration). Yfirlýsingin felur í sér stefnumörkun í ferðamálum í Evrópu til næstu ára. Í yfirlýsingunni er meðal annars bent á mikilvægi ferðaþjónustunnar í efnahagslífi Evrópu. Fram kemur að hún stendur beint og óbeint fyrir um 10% af vergri þjóðarframleiðslu álfunnar og um 12% fólks á vinnumarkaði starfar innan hennar. Yfirlýsinguna í heild sinni má lesa á vef Ferðamálaráðs Evrópu.
Lesa meira

Dagskrá Ferðamálaráðstefnunnar 2005 ? opnað fyrir skráningu

Dagskrá Ferðamálaráðstefnunnar 2005 liggur nú fyrir og þá hefur jafnframt verið opnað fyrir skráningu. Meginþema ráðstefnunnar sem haldin er á Radisson SAS Hótel Sögu, verður eins og fram hefur komið samkeppnishæfni íslenskrar ferðaþjónustu. Ávörp samgönguráðherra og borgarstjóraRáðstefnan hefst kl. 9 fimmtudaginn 27. október með skráningu og afhendingu gagna. Að lokinni setningu flytja ávörp þau Sturla Böðvarsson samgönguráðherra og Steinunn V. Óskarsdóttir borgarstjóri. Samkeppnishæfni íslenskrar ferðaþjónustuÞá er komið að Hannesi Smárasyni, stjórnarformanni FL Group, sem flytur inngangserindi ráðstefnunnar undir yfirskriftinni ?Samkeppnishæfni íslenskrar ferðaþjónustu.? Næst flytur erindi Anneke Dekker, framkvæmdastjóri Island Tours Hollandi, og fjallar um markaðslega samkeppnishæfni Íslands, frá sjónarhorni erlends seljanda. Menningarleg samkeppnishæfni Íslands er síðan yfirskrift næsta erindis sem Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri flytur. Að þessu loknu verða umræður og fyrirspurnir áður en tekið verður hádegishlé. Ráðstefnu- og tónlistarhús, ný Ferðamálastofa og lokaverkefnisverðlaun Að loknu hádegishléi verður kynning á nýju ráðstefnu- og tónlistarhúsi í Reykjavík sem Stefán Hermannsson, framkvæmdastjóri Austurhafnar ehf., annast. Þá mun Magnús Oddsson, ferðamálastjóri fara yfir væntanlegar breytingar á Ferðamálaráði með stofnun Ferðamálastofu um næstu áramót. Afhending lokaverkefnisverðlauna Ferðamálaseturs Íslands fyrir árið 2005 fylgir í kjölfarið og þá almennar umræður og afgreiðsla ályktana. Ráðstefnuslit eru áætluð kl 16:00. Ráðstefnugjald er  9.000 kr. Móttakna, kvöldverður og afhending umhverfisverðlaunaMóttaka í boði samgönguráðherra og Höfuðborgarstofu hefst í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu, kl. 18 en safnið opnar kl 17:00 fyrir þá sem vilja kynna sér sýningar safnsins. Strætó mun aka gestum frá Listasafni Reykjavíkur að Hótel Sögu þar sem kvöldverður og skemmtun hefst kl. 20. Þar verða samkvæmt venju afhent umhverfisverðlaun Ferðamálaráðs Íslands fyrir árið 2005. Verð fyrir kvöldverð er 4.900 kr. Kynning á ferðaþjónustu svæðisinsDaginn eftir, þ.e. föstudaginn 28. október, verður vettvangsferð og kynning á ferðaþjónustu svæðisins. Hefst hún kl. 10 og verður farið frá Hótel Sögu. Dagskrá skoðunarferðar PDF-skjal Skráning á ferðamálaráðstefnu 2005 - opna skráningareyðublað Dagskrá: Dags.:  27. og 28.  október 2005Staður:  Reykjavík, Radisson SAS Hótel Saga            Dagskrá: Fimmtudagur 27. októberkl. 09:00 Skráning og afhending gagnakl. 09:30 Setning kl. 09:35 Ávarp samgönguráðherra, Hr. Sturla Böðvarssonkl. 09:55 Ávarp borgarstjóra, Steinunn Valdís Óskarsdóttir kl. 10:05 Kaffihlé kl. 10:25 Samkeppnishæfni íslenskrar ferðaþjónustu              Hannes Smárason, stjórnarformaður FL Group kl. 10:45 Markaðsleg samkeppnishæfni Íslands, frá sjónarhorni erlends seljanda              Anneke Dekker, framkvæmdastjóri Island Tours Hollandikl. 11:05 Menningarleg samkeppnishæfni Íslands               Tinna Gunnlaugsdóttir, þjóðleikhússtjóri kl. 11:25 Umræður og fyrirspurnir kl. 11:45 Hádegisverðarhlé kl. 13:00 Kynning á nýju ráðstefnu- og tónlistarhúsi í Reykjavík               Stefán Hermannsson, framkvæmdastjóri Austurhafnar ehf. kl. 13:30 Ferðamálastofa  vs. Ferðamálaráð, hvers ber að vænta?               Magnús Oddsson, ferðamálastjórikl. 14:00 Fyrirspurnirkl. 14:15 Afhending lokaverkefnisverðlauna Ferðamálaseturs Íslands fyrir árið 2005 kl. 14:30 Kaffihlé kl. 14:50 Almennar umræður og afgreiðsla ályktanakl. 16:00 Ráðstefnuslit kl. 18:00 Móttaka í boði samgönguráðherra og Höfuðborgarstofu í Listasafni Reykjavíkur,                  Ath. safnið opnar kl 17:00 fyrir þá sem vilja kynna sér sýningar safnsins kl. 19:30 Strætó frá Listasafni Reykjavíkur að Hótel Sögukl. 20:00 Kvöldverður og skemmtun, skráning hjá Ferðamálaráði                 Afhending umhverfisverðlauna Ferðamálaráðs Íslands fyrir árið 2005 Dagskrá: Föstudagur 28.  októberkl. 10:00 Vettvangsferð og kynning á ferðaþjónustu svæðisins Ráðstefnustjórar:  Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar  Ragnheiður Ríkharðsdóttir bæjarstjóri Mosfellsbæjar   Dagskrá ferðamálaráðstefnu 2005 ? prentvæn útgáfa (PDF)  
Lesa meira

Áríðandi tilkynning: Vegabréf til Bandaríkjanna

Að gefnu tilefni er rétt að vekja athygli á því Íslendingar á leið til Bandaríkjanna verða að framvísa tölvulesanlegu vegabréfi eða vegabréfi með áritun frá bandaríska sendiráðinu. Fram í júní á þessu ári gátu íslenskir ríkisborgarar fengið undanþágu frá þessu en það er nú úr sögunni. Í dag er farþegum vísað til síns heima geti þeir ekki framvísað tölvulesanlegu vegabréfi eða vegabréfi með áritun frá bandaríska sendiráðinu. Öll íslensk vegabréf sem gefin eru út eftir 1. júní 1999 eru tölvulesanleg. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Útlendingastofnunar Nánari upplýsingar um vegabréfsáritun til Bandaríkjanna (athugið að upplýsingar á íslensku eru neðar á síðunni) Nánari upplýsingar um vegabréfsútgáfu  
Lesa meira

Niðurstöður þarfagreiningar fyrir menntun í ferðaþjónustu

Lokaskýrsla um þarfagreiningu fyrir menntun og fræðslu í ferðaþjónustu á Íslandi var kynnt á morgunverðarfundi Samtaka ferðaþjónustunnar fyrr í vikunni. Skýrslan er mikil að vöxtum enda verkefnið viðamikið. Verkefnið var unnið að frumkvæði Samtaka ferðaþjónustunnar í samstarfi við Starfsgreinaráð um náttúrunýtingu, Starfsafl, Landsmennt og Starfsmenntasjóð verslunar- og skrifstofufólks og með styrk frá Starfsmenntasjóði félagsmálaráðuneytis og menntamálaráðuneyti. Í skýrslunni segir að meginmarkmið rannsóknarinnar hafi verið: Að varpa ljósi á hverjar þarfir ólíkra hópa, greina og sviða innan ferðaþjónustunnar eru. Að varpa ljósi á efnisþætti er tengjast skipulagi og stefnumörkun varðandi uppbyggingu náms og fræðslu í ferðaþjónustu á öllum stigum. Að varpa ljósi á hvort og hvernig aukin hæfni og menntun geti nýst atvinnugreininni. Í lokaorðum um niðurstöður skýrslunnar segir m.a. að starfsmenn og stjórnendur fyrirtækja í ferðaþjónustu telji að þörf sé fyrir framboð náms og námskeiða á sviði ferðaþjónustu á framhaldsskólastigi, háskólastigi og í símenntun. Þörf sé fyrir sérhæft nám, starfsnám, alþjóðleg tengsl og sérhæfða símenntun. ?Um þessa þætti virðist ríkja almennt samkomulag þó svo að ljóst sé að tímaskortur og skortur á viðeigandi framboði komi helst í veg fyrir að fólk í greininni sæki nám eða námskeið,? segir í skýrslunni. Fundurinn þar sem skýrslan var kynnt var vel sóttur og hófst á ávarpi Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra. Að erindi ráðherra loknu kynntu þær Sigríður Þrúður Stefánsdóttir og Arney Einarsdóttir könnunina. Á fundinum var dreift myndum sem sýna tillögur um aðgerðir, niðurstöður rýnihópa og niðurstöður viðhorfskönnunar. Í lok fundarins dró Jón Torfi Jónasson prófessor saman helstu atriði. Glærur frá fundinum og myndir, ásamt skýrslunni í heild, má nálgast á vef SAF. Mynd: Við Seljalandsfoss /Elías Bj. Gíslason  
Lesa meira

Lokaverkefni um ferðamál verðlaunað

Stjórn Ferðamálasetur Íslands hefur ákveðið að veita ein 100.000 króna verðlaun fyrir lokaverkefni um ferðamál. Verða þau afhent á ferðamálaráðstefnunni 27 október næstkomandi. Um er að ræða verkefni sem unnið er af nemanda eða nemendum við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri skólaárið 2004-2005. Kennarar við skólana eða leiðbeinendur nemenda hafa tilnefnt athyglisverð lokaverkefni og sérstök dómnefnd skipuð af stjórn FMSÍ mun velja verðlaunaverkefnið úr þeim hópi. Háskóli Íslands og Háskólinn á Akureyri starfrækja sameiginlega Ferðamálasetur Íslands, sem er miðstöð rannsókna, fræðslu og samstarfs í greinum sem tengjast ferðamálum.  
Lesa meira

Gjaldeyristekjur af ferðaþjónustu nær þær sömu fyrstu sex mánuði ársins og í fyrra

Samkvæmt upplýsingum Seðlabankans voru gjaldeyristekjur af ferðaþjónustu fyrstu sex mánuði þessa árs 14,776 miljarðar, en sömu mánuði í fyrra voru þær 14,874 miljarðar. Þetta hljóta að teljast jákvæðar fréttir þegar litið er til styrkingar krónunnar um nálægt 10% á þessum tímabili og þeirrar umræðu sem verið hefur um áhrif hennar á tekjur í greininni. Auknar tekjur af hverjum gestiÞá er einnig jákvætt að gjaldeyristekjur af hverjum gesti eru hærri fyrstu sex mánuði þessa árs samanborði við árið áður í íslenskum krónum og því verulega hærri í erlendum myntum. Tekjur vegna neyslu í landinu lækka um 2,2 % á hvern gest á þessum tíma, en tekjur vegna ferðalaga hækka nokkuð þannig að í heildina eru auknar tekjur að meðaltali af hverjum gesti. Margir jákvæðir þættirEins og áður sagði er þarna um að ræða fyrstu sex mánuði ársins. Ýmsar upplýsingar um nýliðna mánuði um umfang ferðaþjónustunnar hafa verið jákvæðar. Samkvæmt upplýsingum SAF hefur t.d. meðalnýting hótela í Reykjavík í ágúst hækkað þrátt fyrir aukið framboð og það sem er ekki síður ánægjulegt að meðalverð á hvert selt herbergi hefur hækkað í íslenskum krónum þrátt fyrir gengisþróun. Þá hefur gistinóttum á hótelum fjölgað undanfarna mánuði samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar. Eins og kemur fram í annarri frétt hér þá fjölgaði erlendum ferðamönnum um 12% í nýliðnum september og aukning upp á um 25% frá Bandaríkjunum sem hlýtur að vera ánægjuefni sérstaklega þegar mið er tekið af sterkri stöðu krónunnar.
Lesa meira