Ferðamönnum fjölgar fyrstu 9 mánuði ársins
12% aukning í september
Á ágústmánuði var fjölgun erlendra ferðamanna 1,5%. Norðurlöndin koma þar mjög sterkt inn og einnig er fjölgun frá Bandaríkjunum. Í september nemur fjölgunin hins vegar 12% miðað við september í fyrra. Góð aukning er frá flestum mörkuðum, mest frá Bandaríkjunum, Þýskalandi og fleiri löndum Mið-Evrópu.
Sé litið á árið í heild er aukningin 1% sem fyrr segir. Af einstökum markaðssvæðum eru Bandaríkin að sýna mesta aukningu. Þá er veruleg fjölgun frá löndum sem talin eru sem ein heild, þ.e. sundurgreining eftir þjóðerni í talningunni nær til 14 landa en önnur eru talin sameiginlega.
Niðurstöður talninganan fyrstu 9 mánuði ársins má sjá í töflunni hérað neðan og heildarniðurstöður eru aðgengilegar í meðfylgkandi Excel-skjali.
- Talning ferðamanna í Leifsstöð 2002-2005 (Excel skjal)
| Frá áramótum til septemberloka | ||||
| 2004 | 2005 | Mism. | % | |
| Bandaríkin | 40.408 | 45.682 | 5.274 | 13,1% |
| Bretland | 47.808 | 46.727 | -1.081 | -2,3% |
| Danmörk | 27.256 | 29.142 | 1.886 | 6,9% |
| Finnland | 6.313 | 6.563 | 250 | 4,0% |
| Frakkland | 19.614 | 18.368 | -1.246 | -6,4% |
| Holland | 9.836 | 9.449 | -387 | -3,9% |
| Ítalía | 8.838 | 8.340 | -498 | -5,6% |
| Japan | 5.581 | 4.389 | -1.192 | -21,4% |
| Kanada | 2.771 | 2.855 | 84 | 3,0% |
| Noregur | 21.648 | 19.457 | -2.191 | -10,1% |
| Spánn | 5.321 | 5.901 | 580 | 10,9% |
| Sviss | 6.666 | 6.202 | -464 | -7,0% |
| Svíþjóð | 21.993 | 20.584 | -1.409 | -6,4% |
| Þýskaland | 35.810 | 33.890 | -1.920 | -5,4% |
| Önnur þjóðerni | 35.635 | 40.886 | 5.251 | 14,7% |
| Samtals: | 295.498 | 298.435 | 2.937 | 1,0% |