Fréttir

Ferðamönnum fjölgar fyrstu 9 mánuði ársins

Rétt tæplega 300 þúsund erlendir ferðamenn fóru um Leifsstöð fyrstu 9 mánuði ársins, samkvæmt talningu Ferðamálaráðs. Fjölgun ferðamanna þessa fyrstu 3 ársfjórðunga yfirstandandi árs nemur 1% en sem kunnugt er var árið í fyrra metár hvað fjölda ferðamanna snertir. 12% aukning í septemberÁ ágústmánuði var fjölgun erlendra ferðamanna 1,5%. Norðurlöndin koma þar mjög sterkt inn og einnig er fjölgun frá Bandaríkjunum. Í september nemur fjölgunin hins vegar 12% miðað við september í fyrra. Góð aukning er frá flestum mörkuðum, mest frá Bandaríkjunum, Þýskalandi og fleiri löndum Mið-Evrópu. Sé litið á árið í heild er aukningin 1% sem fyrr segir. Af einstökum markaðssvæðum eru Bandaríkin að sýna mesta aukningu. Þá er veruleg fjölgun frá löndum sem talin eru sem ein heild, þ.e. sundurgreining eftir þjóðerni í talningunni nær til 14 landa en önnur eru talin sameiginlega. Niðurstöður talninganan fyrstu 9 mánuði ársins má sjá í töflunni hérað neðan og heildarniðurstöður eru aðgengilegar í meðfylgkandi Excel-skjali. Talning ferðamanna í Leifsstöð 2002-2005 (Excel skjal) Frá áramótum til septemberloka   2004 2005 Mism. % Bandaríkin                     40.408 45.682 5.274 13,1% Bretland                       47.808 46.727 -1.081 -2,3% Danmörk                        27.256 29.142 1.886 6,9% Finnland                       6.313 6.563 250 4,0% Frakkland                      19.614 18.368 -1.246 -6,4% Holland                        9.836 9.449 -387 -3,9% Ítalía                         8.838 8.340 -498 -5,6% Japan                          5.581 4.389 -1.192 -21,4% Kanada                         2.771 2.855 84 3,0% Noregur                        21.648 19.457 -2.191 -10,1% Spánn                          5.321 5.901 580 10,9% Sviss                          6.666 6.202 -464 -7,0% Svíþjóð                        21.993 20.584 -1.409 -6,4% Þýskaland                      35.810 33.890 -1.920 -5,4% Önnur þjóðerni                 35.635 40.886 5.251 14,7% Samtals: 295.498 298.435 2.937 1,0%
Lesa meira

Uppskeruhátíð ferðaþjónustu á Norðurlandi

Ferðamálasamtök Norðurlands eystra og vestra, Ferðaþjónustuklasinn og Markaðsskrifstofa ferðamála á Norðurlandi bjóða til uppskeruhátíðar þann 10. nóvember. Þangað eru boðaðir allir sem starfa að ferðamálum á Norðurlandi. Að þessu sinni eru Þingeyingar gestgjafar en áætlað er þessi hátíð verði haldin árlega og á mismunandi svæðum á Norðurlandi. Markmiðið með hátíðinni er að efla samkennd og samvinnu á milli ferðaþjónustuaðila á Norðurlandi og að ferðaþjónustuaðilar kynnist því sem að önnur svæði hafa upp á að bjóða. Nánari dagskrá verður send út á næstu dögum þar sem fram koma m.a. upplýsingar um skráningu og fleira.  
Lesa meira

Sífellt fleiri farþegar fara um Keflavíkurflugvöll

Umferð um Keflavíkurflugvöll hélt áfram að aukast í september og fjölgaði farþegum á leið um völlinn um 18% á milli ára. Í lok september hafði 1,4 milljónir gesta farið um völlinn frá áramótum sem er 11,3% fjölgun. Farþegar á leið til landsins í september voru 65.180 og á leið úr landi 71.675. Áfram- og skiptifarþegar (transit) voru um 28.000 í september. Nánari skiptingu má sjá í meðfylgjandi töflu.     Sept.05. YTD Sept.04. YTD Mán. % breyting YTD % Breyting Héðan: 71.675 602.072 59.538 540.765 20,39% 11,34% Hingað: 65.180 599.193 55.756 551.686 16,90% 8,61% Áfram: 1.605 10.627 680 4.258 136,03% 149,58% Skipti. 26.443 239.102 23.814 210.462 11,04% 13,61%   164.903 1.450.994 139.788 1.307.171 17,97% 11,00%
Lesa meira

Niðurstöður þarfagreiningar fyrir menntun í ferðaþjónustu

Þann 11. október næstkomandi kl 8:15 verða á Radisson SAS Hótel Sögu kynntar niðurstöður þarfagreiningar fyrir menntun og fræðslu í ferðaþjónustu á Íslandi. Í tilkynningu kemur fram að verkefnið sé ein umfangsmesta rannsókn sem hefur verið framkvæmd á sviði ferðaþjónustu á Íslandi.  Markmið þarfagreiningarinnar var að varpa ljósi á þarfir stjórnenda og starfsfólks í ferðaþjónustu á sviði menntunar, varpa ljósi á þætti sem tengjast skipulagi og stefnumörkun varðandi uppbyggingu náms og hvort og hvernig aukin hæfni og menntun geti nýst ferðaþjónustu.  Rannsóknin var unnin að frumkvæði Samtaka ferðaþjónustunnar og í samstarfi við Starfsgreinaráð um náttúrunýtingu, Starfsafl, Landsmennt og Starfsmenntasjóð verslunar- og skrifstofufólks.  Sigríður Þrúður Stefánsdóttir og Arney Einarsdóttir, hjá HRM- rannsóknir & ráðgjöf sáu um framkvæmd þarfagreiningarinnar í samstarfi við Félagsvísindastofnun og Jón Torfa Jónasson, prófessor við Háskóla Íslands.  Þarfagreiningin byggði á rýnihópum og viðtölum við stjórnendur í ferðaþjónustu og viðhorfskönnun meðal stjórnenda og starfsfólks í greininni. Dagskrá:  Kl: 08:15          Morgunverður                         Setning fundar, Jón Karl Ólafsson, formaður SAF                         Ávarp, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra                         Kynning á niðurstöðum: Sigríður Þrúður Stefánsdóttir og Arney Einarsdóttir                         Samantekt: Jón Torfi Jónasson, prófessor Háskóla Íslands. Kl. 10:00          Fundarlok   Þátttökugjald með morgunverði.kr. 1.500. Vinsamlegast skráið þátttöku hjá Samtökum ferðaþjónustunnar info@saf.is eða í síma 511-8000.  
Lesa meira

Gistnóttum á hótelum fjölgaði um 9% í ágúst

Gistinóttum á hótelum í ágúst fjölgaði um rúm 9% milli ára. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar sem birti niðurstöður gistnáttatalningar sinnar í dag. Mismunandi er þó hverning einstakir landshlutar koma út. Gistinætur á hótelum í ágúst árið 2005 síðastliðnum 151.070 en voru 138.250 árið 2004, sem er 9% aukning eins og fyrr er sagt.  Hlutfallslega varð mesta aukningin á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum þar sem gistinætur fóru úr 12.550 í 14.500 (16%).  Á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði gistinóttum um 12.000, úr 82.450 í 94.490 og fjölgaði þar með um 15% milli ára.  Á Austurlandi nam aukningin 2%, en gistinæturnar fóru úr 7.770 í 7.940. Gistinóttum á hótelum í ágúst fækkaði hinsvegar á Norðurlandi (-8%) og á Suðurlandi stóðu þær nánast í stað milli ára (-0,2%). Í ágúst árið 2005 voru gistinætur Íslendinga á hótelum 16.560 á móti 14.370 árið á undan, sem er rúmlega 15% aukning. Gistinóttum útlendinga á hótelum fjölgaði hlutfallslega minna eða um 9% milli ára, úr 123.880 í ágúst árið 2004 í 134.510 í ágúst árið 2005.
Lesa meira

Vel heppnuð kynning í London

Ráðstefnuskrifstofa Íslands í samvinnu við Ferðamálaráð, Icelandair og sendiráð Íslands í Bretlandi, stóð fyrir kynningu í sendiherrabústaðnum síðastliðin miðvikudag. Um 40 gestir, kaupendur og fagskipuleggjendur frá Bretlandi, sóttu kynninguna. Vel þótti til takast að ná til fulltrúa frá stórum kaupendum sem og fagskipuleggjendum sem vinna fyrir aðila bæði úr einka- og opinbera geiranum í Bretlandi. Meðal þess sem var á dagskrá var nýtt myndband Ráðstefnuskrifstofunnar, Dóra Magnúsdóttir frá Höfuðborgarstofu kynnti fyrirhugaða Tónlistar- og ráðstefnuhöll á Miðbakka og forsvarsmenn Icelandair kynntu sína þjónustu sem og að þeir munu byrja að fljúga frá Manchester á næsta ári. Gestum var síðan boðið að smakka íslenskan mat og höfðu að lokum tækifæri á því að hitta fulltrúa aðildarfélaga Ráðstefnuskrifstofunnar sem tóku þátt í kynningunni. Að sögn Önnu Valdimarsdóttur, verkefnisstjóra Ráðstefnuskrifstofunnar, tókst kynningin í alla staði mjög vel en viðburður sem þessi hefur verið haldinn annað slagið um árabil.. ?Bretland er og verður áfram einn af mikilvægustu mörkuðum Íslands þegar kemur að ráðstefnu- og hvataferðum og því mikilvægt að halda áfram með öflugt markaðsstarf þar,? segir Anna. Þess má að lokum geta að á næstu vikum munu Ráðstefnuskrifstofan, Ferðamálaráð, Icelandair og sendiráð Íslands halda sambærilegar kynningar í sendiráðunum í Kaupmannahöfn, Osló, Stokkhólmi og Helsinki, eins og áður hefur verið sagt frá hér á vefnum. Skipuleggjendur og þátttakendur í kynningunni í London. Á efri myndinni er Dóra Magnúsdóttir frá Höfuðborgarstofu að kynna fyrirhugað ráðstefnu- og tónlistarhús.
Lesa meira

Víkingar þá og nú!

Væntanlega hefur ekki fari framhjá neinum sem fylgst hefur með þróun ferðaþjónustunnar hér á landi á undanförnum árum hversu mikil gróska hefur verið á flestöllum sviðum.  Menningartengd ferðaþjónusta er þar engin undantekning og hefur verið virkilega gaman að fylgjast með hversu mikil gróska og nýsköpun þar hefur átt sér stað.  Fjölbreytt starfsemi um allt landEnn ánægjulegra er að þessi þróun á sér stað um allt land og á mjög fjölbreytilegan hátt.  Má þar t.d. nefna Hvalasafnið á Húsavík, Vesturfarasetrið á Hofsósi, Síldarminjasafnið á Siglufirði, Galdrasafnið á Ströndum, Samgöngusafnið á Skógum, Stríðsminjasafnið á Reyðarfirði og Sögusafnið í Perlunni í Reykjavík. Á Víkingamarkaði í St. Johns. Fleiri myndir úr ferðinni Sennilega eru færri sem vita að Íslendingar, með Rögnvald Guðmundsson  í broddi fylkingar, eru að leiða nokkur fjölþjóðleg Evrópuverkefni þar sem menning og menningararfleið eru höfð að leiðarljósi ásamt því hvernig hægt sé að spyrða þessa þætti saman við atvinnuuppbyggingu á þeim svæðum er verkefnin ná til. Destination Viking - SagalandEitt af þessum verkefnum er Destination Viking - Sagalands,  en þar er unnið með norræna sagnaarfleið og hvernig hægt sé að styrkja sagnahefðina ogtengja hana betur ferðaþjónustunni.   Að verkefninu koma um 20 aðilar frá7 löndum sem landfræðilega liggja frá Skotlandi í austri um Orkneyjar, Hjaltlandseyjar, Færeyjar, um strendur norðurhluta Svíþjóðar, Noregs að Íslandi og Grænlandi og enda loks í norðausturhéruðum Kanada í vestri (Nýfundalandi og Labrador). Megin þemu verkefnisins eru fimm, Sagnahefð,  þar sem megin áherslan hefur verið lögð á að þjálfa einstaklinga við okkar fornu list að segja sögur á lifandi og skemmtilegan hátt þannig að eftir því sé tekið. Fornar leiðir, þar sem þekktar fornar leiðir eru merktar og þeim gerð góð skil. Söfn með sögualda áherslum, tilgátuhús og lifandi söfn frá þessum tíma. Viðburðir,  að móta viðburði er tengjast þessu tímabili þannig að einfalt sé að selja þá og kynna. Sameiginleg útgáfa, þar sem safnað er saman öllu er hér að framan er talið og það kynnt fyrir áhugasömum kaupendum. Meðal annars mun fljótlega koma út bók um verkefnið sem og sögukort. Skýr markmiðÍ verkefninu hafa þátttakendur sett sér skýr markmið og síðan hafa þeir hist á um sex mánaða fresti í einskonar þjálfunarbúðum þar sem ákveðið þema hefur verið sett í hvert skipti.  Þar hafa allir þátttakendur þurft að skýra frá gangi sinna mála og hvernig gangi að ná settum markmiðum. Fundir þessir hafa verið haldnir á mismunandi stöðum, í flestum þátttökulöndunum. Síðasti fundur var haldinn ekki alls fyrir löngu á Nýfundnalandi og gafst greinarhöfundi tækifæri til að slást með í för og kynnast mjög svo áhugaverðu og vel útfærðu verkefni ásamt því að skoða sögutengda staði þar um slóðir. Fanga anda liðins tímaSkemmst er frá því að segja að frændur vorir í vestri hafa náð að fanga anda liðinna tíma og sett þá fram á trúverðugan og lifandi hátt. Sérstaklega í L´Anse aux Meadows, þar sem talið er að norrænir menn hafi komið fyrst að landi í Norður Ameríku um árið 1000 undir forystu Leifs heppna. En þar hafa  verið reist nokkur tilgátuhús sem byggð eru rétt við rústir þær er þar fundust á sjöunda áratug síðustu aldar.  Þar skammt undan hefur einnig verið komið fyrir litlu víkingaþorpi, Norsted, með allri þeirri aðstöðu sem talið er að menn hafi haft á þeim tíma, s.s. bátalægi, járnsmiðju, kirkju og langhúsum.   Heimamenn hafa síðan af því atvinnu aðklæðast þess tíma fötum og leika nokkra af forfeðrum okkar og ferst það nokkuð vel úr hendi, enda hefur fólkið hlotið sérstaka þjálfum til verksins. Stefnir í framhaldVerkefni það sem hér hefur verið fjallað um hefur verið styrkt af Norðurslóðaáætlun Evrópusambandsins (Northern Periphery Program – NPP) og þar á bæ eru menn það ánægðir með árangurinn  að góðar líkur eru á áframhaldandi verkefni sem kemur til með að byggjast á svipuðum hugmyndum en þó sem sjálfstætt framhald. Nægt er að fræðast nánar um verkefnið á meðfylgjandi heimasíðu. http://www.sagalands.org Elías Bj. GíslasonForstöðumaður upplýsinga- og þróunarsviðsFerðamálaráðs Íslands Skoða myndir úr ferðinni  
Lesa meira

Kynning stefnu í atvinnu- og ferðamálum fyrir Rangárþing og Mýrdal

Þann 26. október næstkomandi verður kynnt stefna í atvinnu- og ferðamálum fyrir Rangárþing og Mýrdal til ársins 2010. Að sögn Eymundar Gunnarssonar, atvinnu- og ferðamálafulltrúa, er af þessu tilefni von á mörgum góðum gestum í heimsókn. Ráðgjafar í stefnumótuninni er fyrirtækið Netspor og hafa þeir Sævar Kristinsson og Ingvar Sverrisson unnið með heimamönnum en alls hafa rúmlega 40 aðilar komið að verkefninu. Margar spennandi hugmyndir komu að sögn Eymundar fram í þessari vinnu. Segir hann gaman að segja frá því að sumar af þessum tillögum eru þegar komnar til framkvæmda og unnið er að öðrum sem síðan verða að veruleika inna tíðar.  
Lesa meira